Bergþór líklega kjörinn með tveimur atkvæðum Miðflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2019 14:30 Bergþór Ólason á leið til fundarins í dag. vísir/vilhelm Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Líklegt er að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, verði kjörin formaður umhverfis- og samgöngunefndar með tveimur atkvæðum flokksins í nefndinni en fulltrúar allra annarra flokka sitji hjá. Ekki tókst að ganga frá kjöri Bergþórs á fundi nefndarinnar í gær þar sem Jón Gunnarsson sitjandi formaður nefndarinnar frestaði fundi eftir að Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í nefndinni tók undir tillögu Björns Leví Gunnarssonar áheyrnarfulltrúa Pírata um að Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins yrði kjörinn. Eftir fundinn í gær lýsti Karl því yfir að hann sæktist ekki eftir embættinu. Nefndin kemur aftur saman til fundar klukkan þrjú í dag. „Það er í fyrsta erfitt fyrir mig að spá nokkuð fyrir um framgang málsins á fundinum. En ég get sagt að út frá mínum bæjardyrum og bæjardyrum Viðreisnar að það var alltaf ljóst að formennska Jóns Gunnarssonar í nefndinni væri tímabundin,“ segir Hanna Katrín. Hann hafi tekið við formennskunni eftir klausturmálin sem hafi farið fyrir siðanefnd Alþingis sem komist hafi að niðurstöðu í sumar. Svo varð ekki. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu „Ég vonaði auðvitað að niðurstaðan myndi leiða til þess að þingflokkur Miðflokksins myndi tilnefna annan fulltrúa sinn í þessa formennsku. Samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu á Miðflokkurinn þessa formennsku. Þannig að ef þetta er fulltrúi þeirra á fundinum í dag mun ég ekki greiða atkvæði gegn honum,“ segir Hanna Katrín. Hún muni því sitja hjá við tillögu um Bergþór. Hefð er fyrir því að flokkar skipti sér ekki af vali annarra flokka á fulltrúum í nefndir og formennsku í þeim. Stjórnarflokkarnir hafa lýst yfir að skipan í formennsku í þremur nefndum þingsins sé algerlega í höndum stjórnarandstöðuflokkanna og því munu fulltrúar þeirra væntanlega sitja hjá einnig við kjörið í dag komi til þess.Gæti jafnvel farið svo að Bergþór yrði kjörinn eingöngu með sínu eigin atkvæði og atkvæði Karls Gauta? „Það gæti farið svo já. Það gæti gert það.“Að allir sitji í raun hjá nema Miðflokkurinn?„Eins og ég segi, ég get bara talað út frá mér. En þetta gæti orðið möguleg niðurstaða,“ segir Hanna Katrín Friðriksson.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15 Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18 Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16 Mest lesið Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Miðflokkurinn myndi fagna uppstokkun á skipan nefnda Formaður þingflokks Miðflokksins segir flokkinn vilja standa við samkomulag stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannasembætta í nefndum Alþingis sem gert var eftir myndun ríkisstjórnarinnar. 17. september 2019 19:15
Getur alls ekki hugsað sér að Bergþór verði formaður Björn Leví Gunnarsson segir að Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, ekki hafa gengist við orðum sem hann lét falla á Klausturbar. Birni Leví hafi því runnið blóðið til skyldunnar að segja eitthvað í morgun þegar stefndi í að Bergþór yrði skipaður formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. 17. september 2019 10:18
Fundi umhverfis- og samgöngunefndar frestað í skyndi vegna óvæntrar uppástungu Fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis var frestað eftir að hafa staðið yfir í skamma stund í morgun. 17. september 2019 10:16