Aukið vald Alþingis í varnarmálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. september 2019 15:00 Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Varnarmál Vinstri græn Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Ég mælti fyrir frumvarpi mínu um breytingar á varnarmálalögum fyrr í dag, en að því standa auk mín sjö aðrir þingmenn Vinstri grænna. Frumvarpið snýr að því að auka hlut Alþingis þegar kemur að ákvörðunum um varnarmál, en þar er kveðið á um að allar bókanir og viðbætur við varnarsamninginn skuli bera undir Alþingi til samþykktar. Hið sama gildi um alla uppbyggingu og eðlilegt viðhald á vegum hers hér á landi. Von mín stendur til þess að allir þingmenn geti stutt þessa sjálfsögðu breytingu, óháð skoðun á veru herliðs hér á landi eða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Okkur verður tíðrætt um mikilvægi lýðræðislegrar umræðu og þess að vegur Alþingis sé aukinn. Þetta mál gerir einmitt það, því það lyftir upp í umræðuna málum sem hingað til hafa komið á borð þings sem orðinn hlutur. Alþingi hefur ekki greitt atkvæði um viðveru eða uppbyggingu hers hér á landi síðan varnarsamningurinn var samþykktur 1951. Sjálfur tel ég að hér eigi enginn her að vera og að Ísland eigi ekki að vera aðili að hernaðarbandalagi. Á þingi er einnig að finna fólk með algjörlega öndverða skoðun; að hér eigi að vera herlið og aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu sé nauðsynleg. Hið síðarnefnda er m.a.s. hluti af þjóðaröryggisstefnu landsins. Þessi skoðanamunur hefur hins vegar ekkert með breytingartillögu mína að gera; öll hljótum við nefnilega að vilja auka lýðræðislega umræðu um þessi mál. Umræður um varnarmál hafa á síðustu árum fyrst og fremst snúist um orðna hluti, þ.e. uppbyggingaráform hafa ekki komið til umræðu fyrr en eftir að þau hafa verið samþykkt. Þannig er það árvisst að þegar Bandaríkjaþing samþykkir fjárlög virðast margir á Íslandi fyrst átta sig á því að um framkvæmdir og uppbyggingu hafi verið samið á varnarsvæðinu. Fyrir þessu er m.a. sú ástæða að ekki þarf samþykki Alþingis fyrir slíkri uppbyggingu, heldur fer ráðherra málaflokksins með umboð til samninga fyrir Íslands hönd. Breytingar á eðli varnarsamningsins fá því ekki þá pólitísku umræðu fyrir fram sem eðlilegt hlýtur að teljast, algjörlega óháð því hver gegnir embætti utanríkisráðherra hverju sinni. Málið er nú gengið til utanríkismálanefndar og fær þar sína eðlilegu þingmeðferð. Í ljósi yfirlýsts vilja fjölda þingmanna til þess að auka veg Alþingis og styrkja lýðræðislega umræðu, ber ég mikla von til þess að breytingin verði samþykkt.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun