Nick Cave hugsar um konuna sína þegar hann fróar sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 10:24 Nick Cave fékk fjölskrúðugar spurningar úr sal í Hörpu en lét ekki slá sig út af laginu. Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum. Menning Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Katrín Oddsdóttir lögmaður virðist verða áhugasöm um kynlíf ástralska rokkarans Nick Cave. Því hún spurði hann sérstaklega um það um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér. Nick Cave hélt tónleika í Hörpu um helgina fyrir fullu húsi og við miklar og góðar undirtektir. Þessi ástralski og þunglyndislegi rokkari hefur margoft komið til landsins, svo oft reyndar að hann má með góðri samvisku kalla Íslandsvin. Nick Cave hefur átt í samstarfi við Vesturport og samið tónlist fyrir leikhópinn og sýningar hans. Cave er nú á ferðalagi um Evrópu og Bretland og að loknum tónleikum hefur hann boðið uppá þann möguleika að áhorfendur fá að spyrja tónlistarmanninn um allt milli himins og jarðar milli laga. Það er í raun og veru konseptið, tónleikarnir heita Samtal við áhorfendur.(Nick Cave söng þetta lag í Hörpu og einn þeirra sem kvaddi sér hljóðs í salnum sagðist ætla að láta spila það þegar hann gengi í hjónaband. En annar benti á að þetta væri gjarnan spilað þegar fólk er jarðsungið.) Óhætt er að segja að spurningarnar hafi verið, eins og upp var lagt með, úr ýmsum áttum. Margar spurninganna máttu heita nördalegar og áttu að lýsa sérþekkingu spyrlanna sjálfra á tónlist Cave meðan aðrar einkenndust af því að spyrlarnir höfðu látið full mikið í sig af söngvatni. Og allt þar á milli. Mál manna þeirra sem Vísir hefur rætt við er að Cave hafi hvergi látið slá sig út af laginu og svarað sem sá meistari sem hann er. Og hann kippti sér ekki upp við erfiðar spurningar sem Katrín bar upp. Hún spurði hann fyrst um hvað hann hugsaði þegar hann fróaði sér, og vöktu svör tónlistarmannsins nokkra kátínu þegar hann sagði: Konuna mína, eins og ekkert annað svar væri í boði. Seinni liður spurningarinnar var hins vegar öllu flóknari; hvernig er hægt að bjarga heiminum? Cave sagðist ekki vera í þeirri stöðu eða væri það hans að bjarga honum. Hann væri ekki í þeim bransa. En, Cave vonaðist til að tónlist hans gæti hugsanlega bjargað einhverjum krömdum sálum.
Menning Tónlist Mest lesið Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira