Hættur að grína fyrir Gísla Martein Stefán Árni Pálsson skrifar 2. september 2019 11:30 Atli Fannar verður ekki með innslög sín í Vikunni á RÚV í vetur. vísir/andri marinó. „Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“ Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
„Það stóð ekki til að byrja í nýrri vinnu, ári eftir að ég hóf störf hjá Hugsmiðjunni. Þar er ég búinn að skemmta mér konunglega og ég er stoltur af verkefnunum sem ég tók þátt í þar. Í sumar auglýsti RÚV hins vegar starf sem togaði svo svakalega í mig að ég gat ekki sleppt því að sækja um,“ segir fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason sem hóf í dag störf hjá RÚV sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá stofnuninni. Hann hefur undanfarin misseri starfað hjá markaðsteymi Hugsmiðjunnar. „Þetta leggst hrikalega vel í mig enda hálfgert draumastarf. Ég hef lengi látið mig dreyma um að fá að vera með fingurna í að miðla efninu frá RÚV á samfélagsmiðlum og tækifærin eru hreinlega yfirþyrmandi.“Hættir í Vikunni Undanfarin ár hefur Atli Fannar verið með innslög í þættinum Vikan á föstudagskvöldum á RÚV en í vetur hverfur Atli af skjánum. „Ég verð ekki með innslögin mín hjá Gísla Marteini í vetur. Þau eru að hrista aðeins upp í þættinum og það er ekkert eðlilegra, þar sem hann hefur verið með sama sniði í þrjú ár.“Berglind Pétursdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Atli Fannar Bjarkason hafa myndað teymið í kringum spjallþáttinn Vikan.RÚVSamkvæmt heimildum Vísis sóttu 120 manns um starfið sem verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV. „Ég vona að fólk haldi ekki niðri í sér andanum í dag og bíði eftir einhverjum bombum. Velgengni á samfélagsmiðlum snýst um stöðugleika þannig að vonandi má fólk bara búast við að því góða efni sem er framleitt í þvílíku magni á RÚV á hverjum einasta degi verði miðlað þannig að það komi fyrir augu sem flestra. Kannski prófum við okkur áfram í framsetningu og kannski gerum við eitthvað nýtt. Þetta kemur allt saman hægt og rólega í ljós.“
Bíó og sjónvarp Samfélagsmiðlar Vistaskipti Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira