Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2019 16:10 Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Mynd/Samsett Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu hittast á fundi „í tengslum við heimsókn hans til Íslands“, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku.Sjá einnig: Stefnir allt í að Katrín fundi með Pence eftir allt saman Á tímabili leit út fyrir að Katrín myndi ekki ná að funda með Pence, sem boðaði komu sína hingað til lands fyrir nokkru síðan. Ákvörðun forsætisráðherra um að sækja þing Norræna verkalýðssambandsins í Malmö í stað þess að taka á móti Pence vakti athygli heimsmiðlanna.Katrín hefur látið hafa eftir sér að mikið hringl hafi verið með mögulega dagsetningu á heimsókn varaforsetans en þegar hún lá endanlega fyrir hafi Katrín ekki séð tilefni til að breyta dagskrá sinni. Nú er ljóst að af fundinum verður.Umdeild heimsókn Ekki kemur fram í tilkynningu forsætisráðuneytisins hvað Katrín og Pence muni ræða á fundi sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði ráð fyrir því í samtali við fréttastofu í ágúst að haldið verði málþing hér á landi um tvíhliða viðskipti Bandaríkjanna og Íslands með komu Pence til landsins. Þá sagði hann að varaforsetinn myndi einnig kynna sér varnartengda starfsemi hér á landi, en ekki sé gert ráð fyrir neinum formlegum fundum um varnarmál milli Pence og íslenskra ráðamanna. Reuters-fréttastofan hafði eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar á dögunum að Pence hygðist í Íslandsheimsókn sinni ræða um „innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Fyrirhuguð heimsókn Pence hingað til lands hefur verið umdeild. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar hefur lýst yfir óánægju með „óljósan“ tilgang heimsóknar Pence. Þá sagðist hann óttast að samtal Pence og íslenskra ráðamanna muni snúa að uppbyggingu varnarmannvirkja á Keflavíkurflugvelli. Þorbjörg Þorvaldsdóttir formaður Samtakanna '78 lýsti jafnframt yfir áhyggjum af heimsókn Pence á grundvelli neikvæðra viðhorfa hans til hinseginfólks.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00
Sjúkraþyrlur bandaríska hersins á Íslandi vegna heimsóknar Pence Landhelgisgæslunni stendur til boða að kalla út þyrlurnar ef þörf þykir á meðan þær eru á landinu. 29. ágúst 2019 20:45