Píratar misstu yfirsýn yfir fjármál flokksins Björn Þorfinnsson skrifar 3. september 2019 06:15 Unnar kennir vaxtarverkjum um að yfirsýn hafi tapast. Fréttablaðið/valli Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Stjórnmálaflokkur Pírata tapaði 12,5 milljónum króna árið 2018. Þetta kom í ljós þegar ársreikningurinn var gerður opinber á aðalfundi flokksins um nýliðna helgi. Árlegt framlag ríkisins til Pírata er 72 milljónir króna og því kom rekstrarniðurstaðan fundarmönnum í opna skjöldu. Sérstaklega vakti sú staðreynd athygli að slegið hafði verið skammtímalán fyrir rúmlega 22 milljónum króna. Unnar Þór Sæmundsson, sem gegnt hefur embætti gjaldkera flokksins undanfarið ár, segir fjárhagslega stöðu hans þó sterka og reiknar með að Píratar verði skuldlausir í janúar á næsta ári. Margir þættir hafi stuðlað að þessari rekstrarniðurstöðu, meðal annars hafi skort yfirsýn yfir dýra kosningabaráttu flokksins. „Það má eiginlega kenna vaxtarverkjum um. Umfang starfsemi Pírata hefur aukist gríðarlega og þeir ferlar sem voru til staðar virkuðu ekki. Það olli því að yfirsýn yfir fjármálin tapaðist að einhverju leyti í kosningabaráttunni. Meðal annars var talsvert misræmi á því hvað aðildarfélögin fengu útdeilt af fjármunum. Það var ekki sanngjarnt og eitthvað sem við hyggjumst koma í veg fyrir að gerist aftur,“ segir hann. Unnar Þór segir að gríðarleg vinna hafi farið í að greina hvað fór úrskeiðis og koma fjármálum flokksins í réttan farveg. Liður í því hafi verið að opna bókhald flokksins, sem hafi verið harðlæst frá 2016. „Það brýtur í bága við lög Pírata að hafa ekki bókhaldið opinbert og því höfðum við að leiðarljósi að vinda ofan af því. Það tókst og við erum hreykin af því að geta opnað bókhaldið. Það leiðir síðan óhjákvæmilega til heilbrigðra skoðanaskipta um hvernig fjármunum flokksins sé ráðstafað,“ segir Unnar Þór. Að hans sögn eru Píratar að ganga í gegnum talsverðar breytingar á starfsemi sinni. „Þetta hefur verið sjálfboðaliðahreyfing frá upphafi en með auknum umsvifum fer að verða erfiðara að fá hæft fólk til að taka að sér verkefni í sjálfboðavinnu sem eru í raun full vinna. Stefna Pírata er sú að hafa flatan strúktúr en það er ekki þar með sagt að það eigi ekki að vera neinn strúktúr. Hreyfingin þarf því að taka þá umræðu hvort greiða skuli þóknun fyrir ákveðin verkefni innan flokksins,“ segir Unnar Þór. Hann ákvað að gefa ekki áfram kost á sér í embætti gjaldkera á aðalfundinum en mun sitja áfram í framkvæmdaráði flokksins. Ráðið mun síðan tilnefna eftirmann hans úr sínum röðum. „Þetta er mikilvægt og umfangsmikið starf og ég er viss um að við munum finna hæfan einstakling í embættið,“ segir Unnar Þór. Hann mun þó hvergi slá af varðandi starf sitt fyrir flokkinn því hann hyggst reyna fyrir sér í prófkjöri flokksins fyrir næstu alþingiskosningar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Píratar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira