Starfslið Pence leigir sextíu leigubíla Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2019 18:42 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra fundar með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, á morgun. stöð 2 Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru vegna komu varaforseta Bandaríkjanna til Íslands á morgun. Hundruð undanfara í liði varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga og hafa meðal annars tekið á leigu tugi leigubíla. Utanríkisráðherra segir fund hans með varaforsetanum fyrst og fremst snúast um viðskiptamál en öryggis- og varnarmál verði einnig rædd gefist tóm til þess. Flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lendir á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á morgun og fljótlega upp úr því heldur hann til fundar við utanríkisráðherra. Hundruð starfsmanna varaforsetans hafa verið hér á landi undanfarna daga ásamt leyniþjónustumönnum til undirbúa heimsóknina en mikil fyrirferð fylgir jafnan varaforsetanum og forsetanum á ferðum þeirra. Það er til marks um öryggisráðstafanirnar að nú þegar er búið að loka aðganginum að Höfða, þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna munu funda á morgun. Það er auðvitað engin tilviljun að þeir funda í þessu sögufræga húsi þar sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhael Gorbatsjov leiðtogi Sovétríkjanna áttu frægan leiðtogafund í október 1986.Öryggis- og varnarmál verða rædd á fundi Pence og Guðlaugar Þórs en fyrr í vikunni lentu hér á landi flokkur herflugvéla vegna komu varaforsetans til landsins.stöð 2„Þú nefndir réttilega að varaforseti Bandaríkjanna kemur ekki hingað á hverjum degi. Bara hlutir eins og öryggismálin eru svo miklu víðfeðmari en hjá öðrum þjóðarleiðtogum sem við höfum tekið á móti,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. Reikna má með að hundruð starfsmanna varaforsetans og leyniþjónustufólks sem sér um öryggi hans sé hér á landi. En samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fylgdarliðið meðal annars leigt um sextíu bifreiðar af Hreyfli sem standa í röðum ásamt vænum bílaflota frá Bandaríkjunum fyrir utan Grand hótel þar sem liðið býr. Æðsti maður undanfaranna fundaði með embættismönnum í utanríkisráðuneytinu í dag þar sem væntanlega var verið að leggja lokahönd á undirbúning komu varaforsetans. „Það sem við erum að taka þátt í er viðskiptaþing sem snýr að tvíhliða viðskiptum Íslands og Bandaríkjanna,“ segir Guðlaugur. Þar sem íslenskir og bandarískir kaupsýslumenn ræða viðskipti landanna en undirbúningur hófst eftir fund utanríkisráðherra með Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna fyrr á árinu. Guðlaugur Þór segir öryggis- og varnarmál örugglega einnig verða rædd eftir því sem tíminn leyfi. En Bandaríkjamenn hefja bráðlega milljarða framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli sem er þyrnir í augum margra. „Ef menn eru að vísa til þess að þetta sé svipað og þegar hér var herstöð þá er auðvitað langur vegur frá. Hér er fyrst og fremst um að ræða viðhald og endurnýjun á varnarmannvirkjum. Bæði tæknin breytist og flugvélar og annað slíkt. Og því miður hefur þurft að vera meiri viðvera heldur áður. Sú þróun hófst eftir innlimun Krímskaga eins og við þekkjum,“ segir Guðlaugur Þór.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Utanríkismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira