Læknir PSG gáttaður á Guðjóni Vali: Fertugur en spilar eins og hann sé þrítugur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2019 13:00 Guðjón Valur Sigurðsson vakti mikla lukku í æfingabúðum PSG fyrir tímabilið. Getty/Anthony Dibon Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér. Franski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson hóf í gær feril sinn með franska handboltaliðinu Paris Saint Germain þegar hann skoraði tvö mörk í tíu marka sigri á Istres. Guðjón Valur kom til franska liðsins frá Rhein-Neckar Löwen í sumar en áður en hann lék sinn fyrsta leik með PSG þá hélt hann upp á fertugsafmælið sitt í ágúst. Guðjón Valur hefur spilað sem atvinnumaður frá árinu 2001 og þetta verður nítjánda tímabilið hans í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað með liðum eins og Essen, Gummersbach, Löwen, Kiel og Barcelona. Heimasíða frönsku deildarinnar, Starligue, kynnti íslenska hornamanninn til leiks með því að svara spurningunni hver sé Guðjón Valur Sigurðsson. Þar er farið yfir það hvernig kom til að Guðjón Valur skipti yfir í eitt besta handboltalið heims þegar flestir jafnaldrar hans eru fyrir löngu búnir að leggja skóna sína upp á hillu. Í greininni kemur fram að peningar hafi aldrei verið hluti af viðræðunum því að Guðjón Valur gerði engar kröfur um að fá einhvern risasamning hjá félaginu. Hann vildi aðeins fá tækifæri til að spila með frábærum leikmönnum og eiga möguleika á að vinna Meistaradeildina næsta vor.25' : Joli décalage de @syprzak_kamil pour Gudjon #Sigurdsson qui marque d'un magnifique lob ! (8-15) #ISTPSGpic.twitter.com/YVgcGa8lGx — PSG Handball (@psghand) September 4, 2019 Bruno Martini, framkvæmdastjóri PSG, segir að fyrsti fundurinn með Guðjón Val hafi verið í janúar síðastliðnum. „Hann sagði við mig: Ég veit að ég orðinn 40 ára en ég vill ennþá vera eins góður leikmaður og ég get verið. Þetta snýst ekki um pening heldur um ást mína á leiknum og metnað til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Bruno Martini að Guðjón Valur hafi sagt við sig. Bruno Martini talaði líka um það sem læknir Paris Saint Germain sagði við hann sjálfan þegar franska liðið var á fullu á undirbúningstímabilinu í haust. „Læknirinn hringdi í mig til að lýsa yfir furðu sinni,“ sagði Martini. „Hann sagði mér að Guðjón Valur væri að standa sig eins og hann væri ennþá 30 ára gamall. Það er ótrúlegt,“ sagði Martini en læknirinn var þá með allaskonar prófanir á leikmönnum Paris Saint Germain og Guðjón Valur kom mjög vel út úr þeim. Í greininni er einnig talað við Frakka sem hafa spilað með Guðjóni Val í gegnum tíðina en þeir hrósa honum sem karakter og sem persónu og segja líka að hann hafi alltaf verið mjög duglegur að æfa aukalega. Einn af þeim er franski markvörðurinn Thierry Omeyer sem var með Guðjóni í Kiel. „Hann hefur náttúrulegan hraða en fyrst og fremst fer hann lengst á því að sjá fyrir hluti og það skilar honum forskoti í hraðaupphlaupunum. Það er þessi tilfinning fyrir leiknum sem gerir hann enn hættulegri,“ sagði Thierry Omeyer. Það má finna alla greinina hér.
Franski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira