Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 14:45 Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Vísir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58