Segir Bandaríkjamenn reyna að spilla samskiptum Íslands og Kína Heimir Már Pétursson skrifar 5. september 2019 20:00 Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian. Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf um beint flug milli Íslands og Kína dæmi um verkefni sem fallið geti undir áætlun kínverskra stjórnvalda um Belti og braut. Hann sakar varaforseta Bandaríkjanna um að fara með falsfréttir og reyna að spilla samskiptum Íslendinga og Kínverja. Jin Zhijian sendiherra Kína áÍslandi segist hafa fylgst náið með heimsókn Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til Íslands í gær þar sem varaforsetinn hafi ýkt áhrifamátt Kína og farið með getgátur um fyrirætlanir Kínverja á norðurslóðum. „Og hann sagði falsfréttir þegar hann sagði að Íslendingar hefðu hafnað Belti og braut-frumkvæði Kínverja. Allar þessar athugasemdir hafa leitt í ljós fyrirætlanir bandarískra stjórnvalda um að trufla hið trausta samband Kína og Íslands,“ segir Jin. Kínverjar vilji í samstarfi við hlutaðeigandi aðila stuðla að friðsamlegum samskiptum, umhverfisvernd og sjálfbærri þróun á norðurslóðum en eigi einnig eins og aðrar þjóðir hagsmuna að gæta þegar siglingarleiðir opnist á norðurslóðum. Vísindarannsóknir séu í forgangi á svæðinu enda muni loftlagsbreytingar hafa mikil áhrif í Kína. „Og auðvitað hafa Kínverjar áhuga á að taka þátt í stjórnun norðurheimskautssvæðisins ásamt viðeigandi alþjóðasamtökum og ríkjum,“ segir Jin. Sendiherrann segir Belti og braut-áætlun kínverskra stjórnvalda ekki bara snúast um að styrkja innviði hún snúist einnig um samstarf í stefnumótun og fleira. „Við gætum hugsað um hvernig við getum opnað fyrir beint flug og tengt löndin okkar saman með flugi, hvernig við getum unnið saman að því að nýta möguleikana með því að nota íslenska þekkingu við nýtingu jarðvarma í þriðja ríki,“ segir sendiherrann. Þá geti sérkunnátta Kínverja á ýmsum sviðum nýst Íslendingum. Ásakanir Bandaríkjamanna gagnvart tæknifyrirtækinu Huawei um gagnasöfnun fyrir kínversk stjórnvöld séu rangar því kínverskum fyrirtækjum í alþjóðaviðskiptum sé gert að fylgja alþjóðlegum reglum og markaðsvenjum. „Við höfum aldrei beðið og munum aldrei biðja neitt kínverskt fyrirtæki eða einstaklinga að safna upplýsingum og afhenda þær kínverskum stjórnvöldum,“ segir sendiherrann. Bandaríkin og Kína eiga í viðskiptastríði þessi misserin. Bandaríkjastjórn hefur lagt tolla á kínverskar vörur og Kínverjar hafa svarað í sömu mynt. „Við viljum ekki viðskiptastríð við Bandaríkin en ef Bandaríkin hefja viðskiptastríð gegn okkur þá erum við ekki hræddir og við munum gera okkar besta til að verja hagsmuni okkar,“ segir Jin Zhijian.
Heimsókn Mike Pence Huawei Kína Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45