Sjálfstæðiskarlar verði að kyngja upphafningu kvenna í flokknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2019 20:19 Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. Vísir/Hörður Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55. Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Stjórnmálafræðingur segir að val Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á dómsmálaráðherra hafi líklega staðið á milli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur eða Sigríðar Andersen. Tilkynnt var í dag að sú fyrrnefnda myndi taka við embættinu á morgun. Þá sé mögulegt að eitthvað ósætti ríki um valið innan þingflokksins. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra tók við embætti dómsmálaráðherra til bráðabirgða þegar Sigríður sagði af sér um miðjan mars vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan hennar á dómurum í Landsrétt. Margir vonbiðlar voru um ráðherraembættið, þeirra á meðal Birgir Ármannsson, Brynjar Níelsson og Páll Magnússon.Sjá einnig: Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Rætt var við Stefaníu Óskarsdóttur stjórnmálafræðing í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún sagði það ekki hafa komið sér á óvart að Bjarni hafi valið Áslaugu í embætti dómsmálaráðherra. „Þetta var akkúrat það sem ég bjóst við. En auðvitað var ég ekki með neinar upplýsingar úr herbúðum Sjálfstæðisflokksins. En mér fannst það blasa við, eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í viðtali núna fyrir einhverjum dögum síðan að það kæmi ekki til greina að leita eftir nýjum ráðherra utan þingflokksins,“ sagði Stefanía. „Þá eru í mínum huga fáir kostir aðrir en að hann myndi annað hvort velja á milli Áslaugar Örnu eða Sigríðar Andersen og það helgast af því að það hefur verið mikil pressa mjög lengi innan Sjálfstæðisflokksins og annars staðar að gera konur í flokknum sýnilegar.“Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku.Vísir/VilhelmÍ því samhengi benti Stefanía á að Sjálfstæðiskonur væru fáar á þingi, eða fjórar. „Svo má heldur ekki gleyma því að Áslaug Arna virðist hafa áunnið sér mikið traust hjá forystu Sjálfstæðisflokksins, hjá Bjarna, og Þórdísi Kolbrúnu ekki síður.“ Þá taldi Stefanía framgöngu Áslaugar Örnu í orkupakkamálinu, þar sem hún var einn helsti talsmaður innleiðingar þriðja orkupakkans, hafa haft sitt að segja við val Bjarna. Enn fremur hafi uppgangur ungra sjálfstæðismanna á síðasta landsfundi flokksins mögulega spilað þar inn í. „Þannig að það er svona eitt sjónarmið, […] að tryggja það að ungt fólk sé sýnilegt og taki að sér ábyrgðarstörf fyrir flokkinn. Hitt sjónarmiðið sem ég held að hafi hjálpað henni mjög mikið er það hreinlega að Bjarni hafi ákveðið að veðja á hana, líkt og hann veðjaði á Þórdísi Kolbrúnu sem er líka mjög ung kona.“ Stefanía sagði að það væri jafnframt fyrirsjáanlegt að einhverjir efist um val Bjarna og bendi á ungan aldur Áslaugar Örnu. Þá gæti einnig verið að eitthvað ósætt kynni að ríkja um málið innan þingflokksins, einkum meðal þeirra sem einnig voru nefndir sem mögulegir arftakar Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu. „Það er alltaf þannig. Menn þurfa alltaf að kyngja. Meðal annars get ég bent á Harald Benediktsson sem er ofar en Þórdís Kolbrún á listanum í sínu kjördæmi. Hann vék til hliðar getum við sagt til að Þórdís gæti orðið ráðherra. Að sama skapi má segja að til að mynda menn eins og Páll Magnússon sem hefur gert kröfu um ráðherraembætti að hann, eins og aðrir karlar í þingflokknum, þeir hafa þurft að sætta sig við þetta sjónarmið að það verði að lyfta aðeins konum upp.“Viðtalið við Stefaníu má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst á mínútu 3:55.
Alþingi Jafnréttismál Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30 Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13 Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bjarni segir spennandi að hleypa ungu fólki í fremstu línu stjórnmálanna Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur vera einn efnilegasta stjórnmálamann Íslands. 5. september 2019 19:30
Fékk að vita að hún yrði dómsmálaráðherra einni mínútu áður en fundurinn hófst Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir of snemmt að segja til um það hvort stefnubreytinga sé að vænta í dómsmálaráðuneytinu. 5. september 2019 18:13
Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti að Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir tæki við dómsmálaráðuneytinu eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll. 5. september 2019 17:26