Hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans muni sprengja ríkisstjórnina Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2019 12:05 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra. FBL/Anton Brink Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra. Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra hefur litlar áhyggjur af því að ákvarðanir hans um friðlýsingar muni valda stjórnarslitum. Segir Guðmundur að ákvarðanir hans séu byggðar á lögum og fullyrðingar Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, séu á misskilningi byggðar. Jón Gunnarsson ritaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í morgun þar sem hann var afar harðorður í garð Guðmundar Inga. Sagði hann aðferðafræði Guðmundar við friðlýsingar ekki standa skoðum og hann fari ekki eftir lögum í þeirri útfærslu sem hann boðar. „Ég get ekki séð að við þingmenn Sjálfstæðisflokksins getum stutt stjórnarsamstarf sem fer fram með þessum hætti. Það er best að gera grein fyrir því strax,“ segir Jón. „Þetta er náttúrlega misskilningur það hefur verið farið að sjálfsögðu að lögum. Það er engum blöðum um það að flétta. Við erum að fara að lögum og þeim lögskýringargögnum sem eru þar að baki,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við Vísi. „Bæði mat verkefnisstjórnar og faghópa miðað auðvitað við þetta. Ég vil líka taka fram að sumar af þessum tillögum sem við höfum verið að senda út í samráð hafa tekið einhverjum breytingum líka í samráðsferlinu þar sem bent var á eitthvað sem betur mætti fara eins og alltaf er,“ bætir Guðmundur Ingi. Spurður hvort hann ætli sér að ræða málið við Jón segist Guðmundur ekki búinn að íhuga það eins og er. Hann hefur engar áhyggjur af því að þetta mál muni sprengja ríkisstjórnarsamstarfið. „Svo erum við að fá nýjan liðsmann í ríkisstjórnina, unga og kraftmikla konu, sem ég hlakka til að eiga samstarf við,“ segir Guðmundur Ingi og á þar við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýskipaðan dómsmálaráðherra.
Alþingi Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Tengdar fréttir Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Jón hótar stjórnarslitum vegna ákvarðana umhverfisráðherra Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks er harðorður í garð Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. 6. september 2019 07:33