Annar farþeginn alvarlega veikur og hinn slasaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2019 10:45 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Líf, var kölluð út í gær vegna alvarlegs umferðarslyss í Hnífsdal. Vísir/vilhelm Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri. Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Skipstjóri á skemmtiferðaskipi sem var á siglingu úti fyrir Eyjafirði óskaði í gærkvöldi eftir aðstoð vegna tveggja farþega. Annar glímdi við alvarleg veikindi og þurfti nauðsynlega að komast á sjúkrahús en hinn var slasaður. Áhöfnin á TF-GRO flaug frá Reykjavík til Akureyrar í gærkvöld en skipið var beðið um að halda í átt að Eyjafirði. Á tólfta tímanum í gærkvöld var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys í Hnífsdal. TF-LIF hélt frá Reykjavík á miðnætti og með í för var sjúkraflutningamaður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ákveðið var að einn hinna slösuðu úr umferðarslysinu færi með sjúkraflugvél Mýflugs til Reykjavíkur. Þyrlulæknirinn og sjúkraflutningamaðurinn veittu aðstoð á sjúkrahúsinu á Ísafirði og fóru svo með sjúkraflugvélinni til höfuðborgarinnar. TF-LIF flaug því næst frá Ísafirði til Akureyrar og lenti þar laust fyrir klukkan fjögur í nótt til þess að vera til taks fyrir áhöfnina á TF-GRO sem fór til móts við skemmtiferðaskipið á sjötta tímanum í morgun. Klukkan 6:30, þegar skemmtiferðaskipið var um 60 sjómílur norður af Sauðanesi, hófust hífingar um borð í þyrluna. Þær gengu vel og í kjölfarið var fyllt á eldsneytistanka þyrlunnar á Akureyri áður en flogið var til Reykjavíkur. Gró lenti á Landspítalanum í Fossvogi á ellefta tímanum í morgun en áhöfnin á TF-LIF er enn á Akureyri.
Akureyri Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Alvarlega slasaður eftir bílveltu í Hnífsdal Auk ökumanns voru tveir farþegar í bifreiðinni. 7. september 2019 07:53