Segir ólíklegt að dularfullur hundasjúkdómur berist til Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2019 11:42 Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Ísland. Fréttablaðið/Valli Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við. Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir mjög varhugavert að fólk skuli lesa í öll veikindi hunda sem einkenni dularfulla sjúkdómsins sem herjar nú á hunda í Ósló í Noregi. Matvælastofnun ákvað í gær að banna innflutning hunda til Íslands frá Noregi vegna sjúkdómsins og segir í tilkynningu MAST að bannið muni gilda þar til orsök veikindanna liggja fyrir. Talsverður fjöldi hunda hefur veikst og hátt í tuttugu hundar drepist. Herdís er stödd á hundasýningu í Svíþjóð eins og er og er þar sem dómari. Hún segir fólk uggandi yfir sjúkdómsfregnunum og allar viðeigandi varúðarráðstafanir hafa verið gerðar. „Það er verið að hafa við allar varúðarráðstafanir sem mögulegar eru til að koma í veg fyrir að þetta breiðist út,“ segir Herdís í samtali við fréttastofu Vísis. Norskir hundar sem skráðir voru í sýninguna fá ekki að taka þátt. Þeir hafi ekki fengið leifi til að ferðast til Svíþjóðar frá Noregi á meðan málið er til rannsóknar. Helstu einkenni þessa sjúkdóms eru blóðug uppköst og niðurgangur. Einkennin ganga yfir í flestum tilfellum á innan við sólarhring. Herdís segist hafa rætt við dýralækni sem er staddur á sýningunni með henni sem taldi sjúkdóminn orsakast af bakteríusýkingu sem myndaðist við myndun jarðgerla þegar myglað grænmeti væri urðað í jörðu. Líklegast væri að hundarnir hafi sýkst eftir að hafa innbyrt sýkta mold. Herdís segir ekki miklar líkur á að sjúkdómurinn komi upp á Íslandi. Það yrði þó auðvitað ekki gott ef svo yrði og því ætti að sýna varkárni í öllu. Hún segir einnig að fólk eigi að varast það að horfa á öll veikindi sem möguleg einkenni sjúkdómsins. „Ég vara fólk við að draga of miklar ályktanir af sögusögnum og einkennum. Það er best að leyfa vísindamönnunum að vinna sína vinnu því það er nú þannig þegar að sögusagnir fara á kreik þá eru þær fljótar að beljast út og verða að einhverju sem aldrei stóð til.“ Fréttastofa ræddi við Þorvald Þórðarson, dýralækni, sem sagðist ekki geta staðhæft neitt um málið. Ekki væri öruggt að gera það að svo stöddu. „Ég held að þetta séu meiri getgátur en nokkuð annað. Ég hef ekki heyrt að nein niðurstaða hafi verið komin í rannsóknirnar. Ekki annað en það að þeir hafa útilokað salmonellu og rottueitur. Þetta er það eina sem við höfum í höndunum í augnablikinu.“ „Ég veit að bæði dýraheilbrigðisstofnunin í Noregi, dýralæknaskólinn og Matvælastofnun Noregs eru að skoða málið, eru með rannsóknir í gangi. Ég treysti þeim bara til að koma með niðurstöðu þegar þar að kemur. Það tekur náttúrulega bara tíma að rannsaka svona hluti. Sérstaklega þegar menn eru ekki alveg öruggir hver orsökin geti verið,“ bætti Þorvaldur við.
Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Banna innflutning á hundum frá Noregi vegna dularfulls sjúkdóms sem dregur dýrin snögglega til dauða Bannið gildir þar til nánari upplýsingar um orsök veikindanna liggja fyrir, að því er segir í tilkynningu frá MAST. 6. september 2019 16:36