Hvetur konur til að nota hormónin ekki lengur en í ár Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. ágúst 2019 20:00 Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey. Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Sterk tengsl eru á milli notkunar tíðarhvarfahormóna og brjóstakrabbameins samkvæmt nýrri rannsókn. Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár brýnir fyrir konum að nota hormónin ekki lengur en í ár en konur sem tóku hormónablöndur í þrjú ár að meðaltali voru í sextíu prósent meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein. Rannsókninni er stýrt af hópi við Oxford háskóla og er hún samantekt á fjölda rannsókna víðs vegar úr heiminum þar sem byggt er á yfir hundrað þúsund krabbameinstilfellum, en Ísland tók þátt í rannsókninni. „Hún er þá afgerandi sýnist mér varðandi að tíðahvarfahormón tengist talsvert hækkaðri áhættu á brjóstakrabbameini og sérstakllega því mun lengur sem maður tekur hormónana,“ sagði Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár. Engin hækkuð áhætta er ef konur taka tíðahvarfarhormónin í eitt ár eða skemur. Laufey segir því mikilvægt að konur hætti á lyfinu eftir árs notkun. Ef lyfið er tekið í eitt til fjögur ár er 60% áhættuaukningin á brjóstakrabbameini. „Og taka í fimm til fjórtán ár tengist tvöfaldri áhættu og þetta er á aldri þar sem konur eru komnar í talsverða brjóstakrabbameinsáhættu,“ sagði Laufey. Tíðahvarfahormón er lyf sem konur geta tekið inn til að vinna bug á einkennum sem fylgja breytingaraldrinum en einkennin eru hitakóf, þreyta og svefntruflanir. Laufey segir önnur hormónalyf, á borð við getnaðarvörnina pilluna, ekki með eins sterk tengsl við krabbamein. „Það hefur líka verið mjög mikið rannsakað því það taka lang flestar konur pilluna en það er miklu minna aukin áhætta þar hún hefur svolítil áhrif en ekki nærri því eins mikil áhrif og tíðahvarfahormónin hafa svo menn hafa ekki verið að mæla gegn því að nota pilluna,“ sagði Laufey.
Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira