Liverpool eyddi aðeins þremur prósentum af verðlaunafénu í nýja leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2019 23:00 Jürgen Klopp tímdi ekki eða vildi ekki styrkja Liverpol liðið í sumar. Getty/Mike Kireev Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu. Enski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Liverpool var mjög rólegt á leikmannamarkaðnum í sumar og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hljómaði meira eins og Arsene Wenger á byggingartíma Emirates-leikvangsins en stjóri nýkrýndra Evrópumeistara. Liverpool bauðst meðal annars að fá aftur Philippe Coutinho frá Barcelona en Brasilíumaðurinn endaði síðan á því að fara á láni til Bayern München. Leikmenn voru skiljanlega orðaðir við Liverpool í sumar og stuðningsmenn gerðu örugglega væntingar til þess að fá eitthvað nýtt blóð inn í liðið. Evrópumeistarar Liverpool mæta hins vegar til leiks með sama lið fyrir utan það að nokkrir leikmenn hafa skilað sér til baka eftir erfið meiðsli. Jürgen Klopp var margspurður út í hugsanleg kaup á nýjum leikmönnum en stóð fastur á sínu að spara peninginn. Það þótti mörgum skrýtið miðað við allan þann pening sem sigurinn í Meistaradeildinni færði félaginu.Champions League prize money: £67m Sepp van den Berg: £1.71m : Adrian: £0 Jurgen, how can you have no money left? #LFC#Coutinhohttps://t.co/8JFVe7aloL — GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 20, 2019Jürgen Klopp talaði meðal annars um að Liverpool hefði ekki efni á Philippe Coutinho en Bayern borgaði 7,78 milljónir punda fyrir eins árs lánssamningur og fær tækifæri til að kaupa Brassann fyrir 109 milljónir punda næsta sumar. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona í janúar 2018 fyrir 142 milljónir punda og gat því nýtt þá peninga til að styrkja liðið með mönnum eins og Virgil van Dijk og Alisson sem í sameiningu gerbreyttu varnarleik Liverpool. Í sumar fékk Liverpool 67 milljónir punda fyrir sigurinn í Meistaradeildinni samkvæmt samantekt Givemesport-vefsins en eyddi á móti aðeins 1,71 milljónum punda í nýja leikmenn. Það þýðir að Liverpool eyddi aðeins tæplega þrjú prósent af þessu verðlaunafé í að styrkja liðið sitt en annar af nýjum mönnunum, markvörðurinn Adrian, kom á frjálsri sölu.
Enski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira