Ásgeir Jónsson tekinn við sem seðlabankastjóri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. ágúst 2019 10:15 Ásgeir Jónsson í Seðlabankanum í morgun. vísir/beb Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands. Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ásgeir Jónsson tók í morgun formlega við störfum sem seðlabankastjóri. Hann tekur við starfinu af Má Guðmundssyni sem gegnt hefur stöðunni frá árinu 2009. Ásgeir var áður dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og var einn fjögurra umsækjenda um embætti seðlabankastjóra sem metnir voru mjög vel hæfir í stöðuna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skipar í embættið en tilkynnt var um ráðningu Ásgeirs fyrir tæpum mánuði síðan. Þá kom fram að það væri mat ráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embætti seðlabankastjóra að teknu tilliti til frammistöðu umsækjenda í viðtölum og efni umsagna sem leitast var eftir. Í rökstuðningi ráðherrans sagði meðal annars að sérþekking Ásgeirs á peningastefnu muni nýtast vel í starfi seðlabankastjóra. „Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til efnis doktorsritgerðar Ásgeirs á þessu sviði, rannsókna hans og kennslu á sviðinu, ritun fræðirita og reynslu hans af ráðgjöf við stjórnvöld um umgjörð peningastefnu. Þá var það jafnframt mat ráðherra að stjórnunarhæfni Ásgeirs myndi nýtast betur en samsvarandi hæfni annarra umsækjenda í embætti seðlabankastjóra. Í því sambandi leit ráðherra meðal annars til þess sem fram kom í umsögnum um Ásgeir og frammistöðu hans í viðtali,“ sagði í rökstuðningnum. Ásgeir lauk doktorsprófi í hagfræði frá Indiana University í Bandaríkjunum árið 2001 með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. Doktorsritgerð Ásgeirs fjallaði um sveiflujöfnun yfir skamman tíma í litlu, opnu hagkerfi. Ásgeir hefur starfað við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Ásgeir var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 og samhliða því einnig verið efnahagsráðgjafi Virðingar og Gamma. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og verið forstöðumaður í greiningardeild og aðalhagfræðingur Kaupþings og síðar Arion banka á árunum 2004 til 2011. Á árunum 2000 til 2004 var Ásgeir sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun og samhliða því stundakennari við Háskóla Íslands.
Seðlabankinn Tengdar fréttir Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14 Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10 Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Nýr seðlabankastjóri „skarpgreindur, víðsýnn og afkastamikill“ Ásgeir Jónsson, dósent og forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands hefur, eins og greint hefur verið frá, verið skipaður Seðlabankastjóri og mun taka við af Má Guðmundssyni. Ásgeir var einn fjögurra sem metnir voru mjög vel hæfir til starfsins og þótti bera af í viðtölum ásamt Gylfa Magnússyni, dósent við HÍ. 24. júlí 2019 17:14
Nýr seðlabankastjóri ætlaði að verða rithöfundur eða fornleifafræðingur Ásgeir var einn fjögurra sem voru metnir mjög vel hæfir í stöðu seðlabankastjóra og var það mat forsætisráðherra að Ásgeir væri hæfastur umsækjenda til að gegna embættinu. Edda Andrésdóttir ræddi að þessu tilefni stuttlega við Ásgeir í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. 24. júlí 2019 22:10
Segir Ásgeir vera „dogmatískan og trúheitan nýfrjálshyggju-prest“ sem aðhyllist „sjúklega“ skaðlega hugmyndafræði Formaður Eflingar segir að það sé óbærileg tilhugsun að skattpeningar láglaunafólks fari í að greiða Ásgeiri laun í embætti Seðlabankastjóra. 25. júlí 2019 13:12