Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi – aftur Þór Rögnvaldsson skrifar 21. ágúst 2019 07:00 Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þór Rögnvaldsson Tengdar fréttir Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00 Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júní birtist í Fréttablaðinu grein eftir mig sem var svo tyrfin og leiðinleg að varla nokkur manneskja treysti sér til að lesa þau ósköp. Ég ætla því að gera nýja tilraun og reyna að koma inntakinu til skila á mannamáli. Samkvæmt Hegel – sem var þýskur heimspekingur á 19. öld – er hægt að tala um tvö félagsleg meginöfl sem eru – eftir atvikum – annars vegar hið Góða og hins vega hið Illa. Þessi tvö meginöfl eru annars vegar Ríkisvaldið og hins vegar Ríkidæmið. Þannig er t.d. auðsætt að í hugum sumra er Ríkisvaldið hið Góða. Ríkisvaldið er afrakstur af starfi allra og endurspeglar þannig almennt eðli einstaklinganna. Auk þess er Ríkisvaldið fórnfúst og styður einstaklingana – háa sem lága – í lífsbaráttunni. Frá þessu sjónarmiði er Ríkidæmið hins vegar hið Illa, vegna þess að það er sundrungarafl sem stuðlar að eigingirni og einstaklingshyggju þar sem einstaklingarnir stunda það helst að skara eld að eigin köku. En það er ekki bara ein hlið á þessum málum. Þannig er enn fremur auðsætt að í hugum annarra er það einmitt Ríkidæmið sem er hið Góða. Ríkidæmið – auðæfi einstaklinganna – þjónar nú því markmiði að gera einstaklinginn að því sem hann er: mennsk vera. Ríkidæmið gerir þannig einstaklingunum kleift að þroska gáfur sínar og njóta tilverunnar. Frá þessu sjónarmiði hins vegar gerir Ríkisvaldið ekki annað en að hefta einstaklingana og setja skorður við athafnafrelsi þeirra. Frá þessu sjónarhorni er Ríkisvaldið því hið Illa. Hitt er svo annað mál að við í nútímanum þurfum ekki að leita á náðir heimspekinnar til þess að átta okkur á þessum hugtökum. Staðreyndin er nefnilega sú að við þekkjum mæta vel úr nánum félagslegum veruleika það ástand á hlutunum þar sem hinir andstæðu pólar – meginöflin tvö – eru í fyrirrúmi. Ég er auðvitað að tala um þann félagsveruleika 20. aldar þar sem annars vegar kommúnisminn og hins vegar kapítalisminn ríktu. Frá sjónarhorni kommúnismans var Ríkisvaldið hið Góða og Ríkidæmið hið Illa; frá sjónarhorni kapítalismans var þessu öfugt farið. Þessi öfgafulli félagslegi veruleiki 20. aldar var að sjálfsögðu heimur á villigötum vegna þess að hvort viðhorfið um sig útilokaði hitt: kommúnisminn útilokaði þá einstaklingshyggju sem hafði Ríkidæmið að markmiði; kapítalisminn útilokaði þá félagshyggju sem hafði Ríkisvaldið að markmiði. Hvort viðhorfið um sig var þannig einhliða, var einskonar „annaðhvort – eða“ ástand: hafði annaðhvort Ríkisvaldið eða Ríkidæmið að leiðarljósi. Við hins vegar – við Íslendingar á okkar dögum – við vitum hver sannleikurinn er í þessu máli: Við vitum að sannleikurinn er ekki í formi tvíhyggjunnar sem aðskilur meginöflin tvö; við vitum að sannleikurinn er ekki í „annaðhvort – eða“ formi, heldur í forminu „bæði – og“. Bæði Ríkisvaldið, sem þjónar almennum þörfum einstaklinganna, sem og Ríkidæmið sem er afrakstur af óheftu efnahagslífi, er hið Góða. Þetta er auk þess kerfi sem við Íslendingar þekkjum mjög náið því að þetta er það blandaða hagkerfi sem einkennir velferðarsamfélagið sem fest hefur rætur á hinum Norðurlöndunum öllum – og að nokkru leyti líka hér á Íslandi. Staðreyndin er sú að Íslendingar vilja velferð þar sem t.d. sjúkrahúsum, skólum, vegakerfinu – og almennt séð innviðum landsins – er sinnt. Samt kjósa Íslendingar yfir sig trekk í trekk – og raunar nánast alltaf – stjórnmálaafl sem er á villigötum. Sjálfstæðisflokkurinn er á villigötum – og fer ekki í grafgötur með það – vegna þess að hugsjón hans er einhliða. Sjálfstæðisflokkurinn leggur megináherslu á einstaklinginn og ríkidæmi hans – hyglar hinum sterkari – en sinnir ekki þörfum þeirra sem minna mega sín nema með hangandi hendi. Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að koma í veg fyrir að raunverulegt velferðarkerfi nái að dafna hér á landi. Eins hvað ástandið á heimsvísu varðar. Sumir ganga með þá flugu í hausnum að kapítalisminn hafi sigrað í kalda stríðinu. Samt er það svo að kapítalisminn er ekki síður á villigötum heldur en kommúnisminn. Kapítalisminn nefnilega er hjartalaus og nærist á græðgi einstaklinganna en sinnir ekki þjóðarhag. Framundan bíða mannkyns risastór útlausnarefni – sem kalla á einingu og samhug allra jarðarbarna – svo sem baráttan gegn mengun og náttúruspjöllum sem og baráttan gegn vopnuðum átökum og fyrir friði. Ef okkur jarðarbörnum á að takast að leysa þessi risastóru úrlausnarefni verður okkur að takast að losa okkur við kapítalismann – sem og einhliða hugsunarhátt hans.Höfundur er heimspekingur
Hið Góða og hið Illa í pólitískum skilningi Í þeirri miklu bók sem á frummálinu heitir Phänomenologie des Geistes og hefur hlotið nafnið Fyrirbærafræði andans á íslensku fjallar Hegel m.a. um hið Góða og hið Illa og þó ekki svo mjög í siðferðislegum, heldur – eins og meistarinn sjálfur orðar það – í víðtækasta skilningi og því líka, mundi ég segja, í pólitískum skilningi. 3. júní 2019 07:00
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun