Stjórnlaust heilbrigðiskerfi? Þorsteinn Víglundsson skrifar 21. ágúst 2019 09:00 Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er okkur mikilvægara í samfélaginu en heilbrigðiskerfið okkar. Við reiðum okkur öll á þjónustu þess og viljum að sú þjónusta sé bæði tímanleg og af bestu mögulegu gæðum. Við erum mjög lánsöm að innan heilbrigðiskerfisins starfar afburðarhæft fólk sem á öðrum fremur heiðurinn af því að við mælumst í fremstu röð hvað heilbrigði þjóðarinnar varðar. En margt má þar þó betur fara og á Alþingi hafa allir flokkar sammælst um að setja uppbyggingu heilbrigðiskerfisins í forgang. Ríkisstjórnin hefur heitið því að stórauka útgjöld til heilbrigðismála og virðist meta árangur sinn út frá útgjaldaaukningunni einni saman en ekki þeim árangri sem hún skilar. Mestu hlýtur að skipta hversu góða þjónustu heilbrigðiskerfið veitir og því betur sem við nýtum fjármagn í opinberum rekstri þeim mun betri þjónustu getum við veitt. Á undanförnum árum hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins aukist mjög hratt. Frá 2016 til og með 2019 hafa útgjöld þannig aukist um tæplega 50 milljarða króna í 230 milljarða króna á þessu ári. Hér er fyrst og fremst um aukið fjármagn til rekstrar að ræða. Vandinn er hins vegar að erfitt er að greina hvaða árangri þessi mikla útgjaldaaukning hefur skilað. Fjöldi 80 ára og eldri sem bíða eftir varanlegu hjúkrunarrými hefur aukist um fimmtung. Aðgerðum í heilbrigðiskerfinu fækkaði um fimmtung milli áranna 2017 og 2018 samkvæmt samantekt Landlæknis og lítil breyting hefur orðið á fjölda þeirra sem bíða eftir aðgerð samkvæmt sömu samantekt. Athygli vekur að mesti árangur við styttingu biðlista náðist á árunum 2016 og 2017 þegar framlög til heilbrigðismála voru umtalsvert lægri. Það er því eðlilegt að spyrja hver stjórni heilbrigðiskerfinu? Hvar er ávinningurinn af þessari miklu útgjaldaaukningu til heilbrigðismála á undanförnum þremur árum? Heilbrigðisráðherra virðist hafa meiri áhyggjur af því hver veiti þjónustuna en ekki hvort hún sé veitt. Þannig hefur áherslan á tilfærslu þjónustu frá einkareknum aðilum til opinberra verið allsráðandi í stefnu núverandi ríkisstjórnar. Ekki liggja þar þó að baki neinar greiningar á hagkvæmni þeirrar áherslubreytingar. Og tölurnar sem við sjáum nú um afköst heilbrigðiskerfisins eru ekki hughreystandi.Landspítali – Stóraukin framlög skila stórauknum rekstrarhalla Sé horft til Landspítala, sem einn og sér tekur til sín ríflega fjórðung framlaga til heilbrigðiskerfisins, má sjá að framlög án fjárfestinga hafa aukist um 10 milljarða króna á þessu tímabili. Þrátt fyrir umtalsverða aukningu fjárframlaga hefur rekstrartap spítalans aukist. Árið 2016 nam rekstrarhalli spítalans 85 milljónum króna en nærri 1.500 milljónum króna tap varð á rekstri hans á síðasta ári. Samkvæmt nýlegum fréttum stefnir í allt að 5.000 milljón króna tap á yfirstandandi ári, þrátt fyrir að framlög ríkisins til rekstrar hafi verið aukin um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2018 og 2019. Á sama tímabili hefur lítil breyting orðið á fjölda þeirra sem leita til spítalans. 111 þúsund manns leituðu þjónustu spítalans í fyrra sem var fjölgun um 800 frá 2016. Legudögum fækkaði á sama tíma um 4% en stöðugildum fjölgaði um 6,5% á sama tímabili. Meðfylgjandi mynd sýnir samanlagðar komur og legudaga á hvert stöðugildi hjá Landspítalanum. Kalla mætti það einskonar mælikvarða á framleiðni spítalans. Eins og sjá má hefur þá dregið úr framleiðni spítalans samfellt frá árinu 2012. Rétt er að halda því til haga að mjög var þrengt að rekstri spítalans á hrunárunum og álag á starfsfólki jókst mikið. Engu að síður hlýtur þessi þróun að valda nokkrum áhyggjum.Hvert stefnir ráðherra? Hvernig stendur á því að lítil sem enginn árangur virðist merkjanlegur í þjónustu þess þrátt fyrir stóraukin útgjöld? Hvernig stendur á því að rekstrartap Landspítala hefur aukist svo mikið þrátt fyrir stóraukin framlög? Á sama tíma er því haldið fram að hagkvæmast sé að fela spítalanum enn fleiri verkefni. Er kostnaður við ný verkefni sem spítalanum hafa verið falin rétt metinn? Var þeim verkefnum mögulega sinnt með hagkvæmari hætti áður? Getur verið að stefna ríkisstjórnarinnar um ríkisvæðingu heilbrigðiskerfisins sé hvort í senn að stórauka rekstrarkostnað og draga úr afköstum? Ofangreindar tölur vekja í það ekki mikið traust á því að heilbrigðisráðherra fari vel með stjórn sína og ábyrgð á heilbrigðiskerfinu okkar.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar