Bið eftir tíma hjá gigtarlækni allt að tólf mánuðir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Alma D. Möller er landlæknir en embættið fór í úttekt á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma í ljósi ábendinga frá notendum. Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma. Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Það getur verið allt að tólf mánaða bið eftir tíma hjá gigtarlækni samkvæmt niðurstöðu hlutaúttektar landlæknis á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna gigtarsjúkdóma fyrir fyrri hluta árs 2019. Er þetta mun lengri tími en viðmið landlæknis segja til um en samkvæmt þeim er miðað við að ásættanleg bið eftir tíma hjá sérfræðingi sé 30 dagar. Samkvæmt tilkynningu á vef landlæknis var farið í úttektina í ljósi ábendinga sem borist höfðu embætti landlæknis frá notendum heilbrigðisþjónustu. Við gerð úttektarinnar var stuðst við margvísleg gögn sem og upplýsingar sem fengust með viðtölum við hlutaðeigandi aðila. Í tilkynningunni segir: „Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú 2-12 mánuðir sem er mun lengri en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Slíkt getur haft í för með sér færniskerðingu og skert lífsgæði notenda þjónustunnar. Aðgengi að þjónustu vegna gigtarsjúkdóma er misskipt milli landshluta og þörf er á að jafna það. Ráðgjafarsími göngudeildar gigtar er mikilvægur stuðningur við starf lækna utan deildarinnar og jafnar þannig aðgengi og eykur gæði þjónustunnar en hlutverk deildarinnar í heildarskipulagi heilbrigðisþjónustu við gigtarsjúklinga er þó ekki nógu vel skilgreint. Í úttektinni komu fram áhyggjur af stöðu barna með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi og skoða þarf það sérstaklega. Þá kom einnig greinilega fram að þörf er á heildstæðara skipulagi þjónustu við einstaklinga með gigtarsjúkdóma og skýrari verkaskiptingu til þess að efla flæði og samstarf milli veitenda þjónustunnar. Brýnt er að slík verkaskipting sé veitendum og notendum þjónustunnar kunn til að koma í veg fyrir óþarfa bið og sóun.“ Ábendingar embættis landlæknis vegna málsins eru margvíslegar og snúa að ýmsum aðilum innan heilbrigðiskerfisins sem sinna gigtveikum:Heilbrigðisráðuneyti• Efla aðgengi sjúklinga með gigtarsjúkdóma að göngudeildarþjónustu, hvort heldur er að göngudeild gigtar LSH eða starfstofum sjálfstætt starfandi gigtarlækna.• Jafna aðgengi að þjónustu eftir búsetu sjúklinga svo sem með fjarheilbrigðisþjónustu eða skipulagningu þjónustu í heimabyggð.• Skipuleggja vinnustofu með fulltrúum þjónustuveitenda, fulltrúum notenda, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisráðuneyti og e.t.v. fleiri aðilum með það í huga að sameinast um skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.• Efla þjónustu við börn með vefjagigt eða á vefjagigtarrófi.Göngudeild gigtar LSH• Skilgreina hlutverk göngudeildarinnar enn frekar til að hámarka skilvirkni og lágmarka sóun.Sjálfstætt starfandi gigtarlæknar• Huga að uppbyggingu þverfaglegrar þjónustu.Heilsugæsla• Auka þátt heilsugæslunnar í meðferð sjúklinga með gigtarsjúkdóma, meðal annars með aðkomu þverfaglegs teymis.Þá var þeirri sameiginlegu ábendingu beint til göngudeildar gigtar LSH, sjálfstætt starfandi gigtarlækna og heilsugæslunnar að valdefla einstaklinga með gigtarsjúkdóma með fræðslu um heilsulæsi, heilsueflingu og skipulag þjónustu vegna gigtarsjúkdóma.
Heilbrigðismál Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira