Þrjú hundruð ný ársverk skapist á næstu þremur árum á Reykjanesi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 17:13 Áætlað er að allar framkvæmdirnar sem ákveðið hefur verið að fara í geti skapað allt að þrjú hundruð ný ársverk á tímabilinu 2020-2023. Fréttablaðið/GVA Stjórnvöld hafa samþykkt að veita aukið fjármagn í verkefni á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna þeirrar stöðu sem skapaðist á vinnumarki í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla en þar segir að verkefnin snúa að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum en framkvæmdir munu jafnframt nýtast í borgaralegum tilgangi. Áætlað er að allar framkvæmdirnar sem ákveðið hefur verið að fara í geti skapað allt að þrjú hundruð ný ársverk á tímabilinu 2020-2023. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjunum fagnar aðkomu ríkisstjórnarinnar og undirstrikar hversu mikilvægt sé að njóta stuðnings stjórnvalda undir þessum kringumstæðum. „Unnið hefur verið markvisst í aðgerðum í kjölfar gjaldþrots WOW en þó hefur gengið hægar að koma fólki í vinnu en talið var í upphafi. Ríkisstjórnin bauð fram fjármagn í námsúrræði á Suðurnesin sem kemur sér vel fyrir atvinnulausa á svæðinu sem geta þá aflað sér þekkingar sem nýtist vel í atvinnuleit. Að auki var stofnunin styrkt með fjármagni sem hjálpar okkur við að sinna þeim fjölda sem er skráður á atvinnuleysisskrá,” er haft eftir Hildi Jakobínu í tilkynningu. Verkefnin sem um ræðir felast að mestu í viðhaldi og breytingum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar við flugskýlið og viðhaldi og endurbótum á flugvélastæðum, ljósakerfum fyrir flugvélastæði og akstursbrautum flugvéla á öryggissvæðinu á flugvellinum. „Þessi 300 ársverk sem gert er ráð fyrir að skapist í kringum framkvæmdir á öryggissvæði NATO eru því okkur afar dýrmæt. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 5,9% í júlí meðan að meðaltals atvinnuleysi á landinu var 3,4%. Það er því ljóst að við þurfum á öllum störfum að halda fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ómetanlegt hversu vel ríkisvaldið brást við í vor við óskum okkar og bindum við miklar vonir við að framhald verði á góðu samstarfi í haust,” er haft eftir Berglindi Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjunum. Áætlað er að framkvæmdartími sé um tvö ár og heildarfjárhæð um þrír milljarðar íslenskra króna. Verkefnin eru fjármögnuð af bandaríska hernum sem komið hefur að fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna og endurbóta á öryggissvæðinu síðustu ár. Auk þessa eru önnur verkefni sögð í undirbúningi svo sem stækkun á núverandi flughlaði fyrir loftför með hættulegan farm, með tilheyrandi ljósabúnaði og akstursbraut. Flughlaðinu verður breytt í flugvélastæði fyrir almennt herflug, en einkum og sér í lagi fyrir eldsneytis- og flutningaflugvélar, þar sem önnur stæði eru í dag að mestu í borgaralegri notkun. Þá er unnið að undirbúningi að byggingu grunns með tilheyrandi rafmagns-, vatns-, ljósleiðara-, síma- og frárennslislögnum fyrir gistiaðstöðu. Áætlaður framkvæmdakostnaður þessara þriggja verkefna er um sex milljarðar íslenskra króna. Íslenska ríkið mun einnig leggja aukið fjármagn til viðhalds og uppbyggingar á öryggissvæðinu en þar er nú gistiaðstaða fyrir 200 einstaklinga og stendur til að fjölga í rými fyrir 500 manns. Útboð verður auglýst í lok þessa árs eða byrjun næsta. Bandarísku framkvæmdirnar eru sagðar gerðar á grundvelli tveggja samninga. Annars vegar sameiginlegrar yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands 26.júní 2016 um samstarf og skuldbindingar á sviði varnar- og öryggismála á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Hins vegar á samningi milli Bandaríkjanna og Íslands varðandi aðgengi og notkun aðstöðu á Ísland 2017 þar sem nánar er fjallað um varnartengdar mannvirkjaframkvæmdir af hálfu Bandaríkjanna. Skv. 6 gr. samningsins verða allar þessar fjárfestingar eign íslenska ríkisins þegar við lok framkvæmda. Aðkoma Atlantshafsbandalagsins að viðhaldi á öryggissvæðinu á flugvellinum og uppfærslur á ratsjárkerfum byggir á endurskoðuðu mati bandalagsins og hafa kröfur og fjárheimildir verið samþykktar af öllum 29 aðildarríkjum bandalagsins. Breytingin á flugskýli 831 er sögð gera það að verkum að hægt verður að hýsa stærri borgaralegar flugvélar í skýlinu. Nýjar akstursbrautir loftfara ,flugvélastæði og breyting á núverandi braut nýtast sömuleiðis fyrir borgaralega flugumferð, en ástand núverandi innviða er óásættanleg og hefur valdið tjóni á flugvélahreyflum. Þá getur aukið gistirými á öryggissvæðinu einnig nýst íslenskum stjórnvöldum ef tímabundið þyrfti að hýsa fjölda fólks vegna náttúruhamfara og eða sóttvarna- auk þess sem öryggissvæði er reglulega nýtt af löggæsluaðilum til æfinga. Um ræðir tímabundna aukningu íslenska ríkisins til framkvæmdanna og er viðbót við árlegt framlag til reglubundins viðhalds. Ætlað er að vinna á uppsafnaðri viðhaldhaldsþörf en fjárveitingar hafa enn ekki náð raungildi frá árinu 2009. Aukning verður nýtt til útboðsverkefna með það að markmiði að styðja stefnu íslenskra yfirvalda um að tryggja að í landinu séu til varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum, sem og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands. Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira
Stjórnvöld hafa samþykkt að veita aukið fjármagn í verkefni á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar vegna þeirrar stöðu sem skapaðist á vinnumarki í kjölfar gjaldþrots WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla en þar segir að verkefnin snúa að nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum en framkvæmdir munu jafnframt nýtast í borgaralegum tilgangi. Áætlað er að allar framkvæmdirnar sem ákveðið hefur verið að fara í geti skapað allt að þrjú hundruð ný ársverk á tímabilinu 2020-2023. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjunum fagnar aðkomu ríkisstjórnarinnar og undirstrikar hversu mikilvægt sé að njóta stuðnings stjórnvalda undir þessum kringumstæðum. „Unnið hefur verið markvisst í aðgerðum í kjölfar gjaldþrots WOW en þó hefur gengið hægar að koma fólki í vinnu en talið var í upphafi. Ríkisstjórnin bauð fram fjármagn í námsúrræði á Suðurnesin sem kemur sér vel fyrir atvinnulausa á svæðinu sem geta þá aflað sér þekkingar sem nýtist vel í atvinnuleit. Að auki var stofnunin styrkt með fjármagni sem hjálpar okkur við að sinna þeim fjölda sem er skráður á atvinnuleysisskrá,” er haft eftir Hildi Jakobínu í tilkynningu. Verkefnin sem um ræðir felast að mestu í viðhaldi og breytingum á flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar við flugskýlið og viðhaldi og endurbótum á flugvélastæðum, ljósakerfum fyrir flugvélastæði og akstursbrautum flugvéla á öryggissvæðinu á flugvellinum. „Þessi 300 ársverk sem gert er ráð fyrir að skapist í kringum framkvæmdir á öryggissvæði NATO eru því okkur afar dýrmæt. Atvinnuleysi á Suðurnesjum var 5,9% í júlí meðan að meðaltals atvinnuleysi á landinu var 3,4%. Það er því ljóst að við þurfum á öllum störfum að halda fyrir íbúa þessa svæðis. Það er ómetanlegt hversu vel ríkisvaldið brást við í vor við óskum okkar og bindum við miklar vonir við að framhald verði á góðu samstarfi í haust,” er haft eftir Berglindi Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjunum. Áætlað er að framkvæmdartími sé um tvö ár og heildarfjárhæð um þrír milljarðar íslenskra króna. Verkefnin eru fjármögnuð af bandaríska hernum sem komið hefur að fjármögnun nauðsynlegra viðhaldsverkefna og endurbóta á öryggissvæðinu síðustu ár. Auk þessa eru önnur verkefni sögð í undirbúningi svo sem stækkun á núverandi flughlaði fyrir loftför með hættulegan farm, með tilheyrandi ljósabúnaði og akstursbraut. Flughlaðinu verður breytt í flugvélastæði fyrir almennt herflug, en einkum og sér í lagi fyrir eldsneytis- og flutningaflugvélar, þar sem önnur stæði eru í dag að mestu í borgaralegri notkun. Þá er unnið að undirbúningi að byggingu grunns með tilheyrandi rafmagns-, vatns-, ljósleiðara-, síma- og frárennslislögnum fyrir gistiaðstöðu. Áætlaður framkvæmdakostnaður þessara þriggja verkefna er um sex milljarðar íslenskra króna. Íslenska ríkið mun einnig leggja aukið fjármagn til viðhalds og uppbyggingar á öryggissvæðinu en þar er nú gistiaðstaða fyrir 200 einstaklinga og stendur til að fjölga í rými fyrir 500 manns. Útboð verður auglýst í lok þessa árs eða byrjun næsta. Bandarísku framkvæmdirnar eru sagðar gerðar á grundvelli tveggja samninga. Annars vegar sameiginlegrar yfirlýsingar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna og utanríkisráðuneytis Íslands 26.júní 2016 um samstarf og skuldbindingar á sviði varnar- og öryggismála á grundvelli varnarsamningsins frá 1951. Hins vegar á samningi milli Bandaríkjanna og Íslands varðandi aðgengi og notkun aðstöðu á Ísland 2017 þar sem nánar er fjallað um varnartengdar mannvirkjaframkvæmdir af hálfu Bandaríkjanna. Skv. 6 gr. samningsins verða allar þessar fjárfestingar eign íslenska ríkisins þegar við lok framkvæmda. Aðkoma Atlantshafsbandalagsins að viðhaldi á öryggissvæðinu á flugvellinum og uppfærslur á ratsjárkerfum byggir á endurskoðuðu mati bandalagsins og hafa kröfur og fjárheimildir verið samþykktar af öllum 29 aðildarríkjum bandalagsins. Breytingin á flugskýli 831 er sögð gera það að verkum að hægt verður að hýsa stærri borgaralegar flugvélar í skýlinu. Nýjar akstursbrautir loftfara ,flugvélastæði og breyting á núverandi braut nýtast sömuleiðis fyrir borgaralega flugumferð, en ástand núverandi innviða er óásættanleg og hefur valdið tjóni á flugvélahreyflum. Þá getur aukið gistirými á öryggissvæðinu einnig nýst íslenskum stjórnvöldum ef tímabundið þyrfti að hýsa fjölda fólks vegna náttúruhamfara og eða sóttvarna- auk þess sem öryggissvæði er reglulega nýtt af löggæsluaðilum til æfinga. Um ræðir tímabundna aukningu íslenska ríkisins til framkvæmdanna og er viðbót við árlegt framlag til reglubundins viðhalds. Ætlað er að vinna á uppsafnaðri viðhaldhaldsþörf en fjárveitingar hafa enn ekki náð raungildi frá árinu 2009. Aukning verður nýtt til útboðsverkefna með það að markmiði að styðja stefnu íslenskra yfirvalda um að tryggja að í landinu séu til varnarmannvirki, búnaður, geta og sérfræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varnarmálum, sem og til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands.
Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Fleiri fréttir Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Sjá meira