Forréttindi að vinna við það sem maður elskar Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 Sóley Ástudóttir býr í Ósló en ferðast mikið um öll Norðurlöndin vegna starfs síns. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sóley Ástudóttir er einn af okkar helstu förðunarfræðingum en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ósló og starfar mikið á Norðurlöndunum. Hún hefur farðað í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum heims ásamt því að hafa unnið að gerð ófárra tónlistarmyndbanda. Hún var fengin til að hanna útlit persónanna í Blank, þáttum sem gerðir eru af sömu aðilum og framleiddu þættina Skam. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er sem sagt fyrst og fremst að mála og hanna gervi. Það hefur verið alveg ótrúlega mikið að gera hjá mér síðustu ár, en ég er á mála hjá stærstu umboðsskrifstofunni á Norðurlöndunum í þessum geira, ArtOffical Agency. Þau eru ekki bara með hár og förðun, heldur með fólk á skrá sem kemur að öllum hliðum framleiðslunnar. Tónlistarfólk, tökumenn, búningahönnuði, klippara og svo framvegis,“ segir Sóley. Nýverið vann hún með Henrik Stenberg að gerð auglýsingar fyrir SOS barnaþorp, en hann gerði meðal annars stikluna fyrir síðustu seríuna af Game of Thrones. Hún segir mikið af hæfileikafólki á skrá hjá umboðsskrifstofunni og forréttindi að fá að vinna með svona hæfileikaríku fólki. Sóley býr sem áður segir í Ósló en skrifstofur ArtOffical eru í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Flest verkefnin sem Sóley fær eru í Stokkhólmi, og býr hún því þar að hluta til, en fjölskyldan bjó þar áður en þau fluttust til Óslóar. „Okkur líður mjög vel í Ósló og langar ekki til að flytja, þó að ég sé að vinna svona mikið í Stokkhólmi. Svíar eru náttúrulega svo framarlega í kvikmynda- og auglýsingagerð. Ég finn mig mjög vel í því að vinna með Svíum.“ Eitt af áhugaverðari verkefnum sem Sóley hefur verið að vinna í er að sjá algjörlega um útlitssköpun persónanna í sjónvarpsþáttunum Blank í Noregi. Þeir eru framleiddir af sömu aðilum og gerðu hina geysivinsælu þætti Skam. Þættirnir byggja á svipuðu formi og Skam, þar sem efni er sett á netið út vikuna og svo þátturinn loks sýndur á föstudögum.Auglýsingaherferð frá Sænska hernum sem var birt fyrir Gay Pride í fyrra.„Þessi sería fjallar sem sagt um krakka eftir menntaskóla. Það hvíldi mikil leynd yfir framleiðsluferlinu í byrjun, ég fékk ekki einu sinni að sjá handritin. Ég fékk bara allar helstu upplýsingar um karakterana og hannaði þá í kjölfarið útlitið. Í gegnum ferlið kynntist ég svo leikurunum mjög vel og kenndi þeim að sjá um sína förðun og greiðslu sjálf, gerði fyrir þau möppu og svokallað „moodboard“.“ Það var ekki bara gert til að halda kostnaði niðri, heldur einnig til að hafa útlitið raunsærra og náttúrulegra. „Nú er ég búin að hanna útlitið fyrir persónurnar í seríu eitt og tvö. Þetta eru alltaf nýjar persónur í hverri seríu. Fyrstu seríu var mjög vel tekið, en það er auðvitað erfitt að fylgja í fótspor Skam. En þátturinn er að byggjast upp, þetta er að koma.“Myndir frá tökum sem Sóley vann við í vikunni hjá ACNE, fyrir sýningu í næstu viku með hönnuði sem heitir Crap Diem. Í tökunni málaði hún fjögur módel svört og lét málningu svo leka niður líkamann.Eins og áður kom fram hvíldi mikil leynd yfir gerð þáttanna, engar auglýsingar voru birtar fyrir frumsýninguna. „Það var mjög áhugavert fyrir mig og stílistann, sem er hjá sömu umboðsskrifstofu, að hanna útlit á þessa karaktera sem við vissum svo lítið um. Þannig að ég þurfti í raun að leita svolítið inn á við og búa til þessar persónur í hausnum á mér. Ég vissi alltaf að ég vildi ekki hafa súper stíliseraða og mikið málaða krakka, mér finnst það bara þreytt,“ segir Sóley, en hún hugsaði mikið til vinkvenna sinna, hvernig þær voru á þessum aldri, þegar hún var í leit að innblæstri. „Þær voru allar gullfallegar en mjög náttúrulegar, ekki mikið farðaðar. Þannig að útlitið á aðalpersónunni er blanda af Hörn og Heru vinkonum mínum. Þykkar augabrúnir, ljósbrún húð og bamba-augun. Þannig að ég náttúrulega bara litaði hárið á henni og breytti henni alveg,“ segir Sóley hlæjandi. Aðrar kvenpersónur eru svo blanda af Sirrý og Söru vinkonum Sóleyjar.Mynd af tónlistarmanninum Alesso fyrir tónlistarmyndband. Sóley glansandi leðju sem ég bjó til heima yfir allt andlitið. „Þegar ég byrjaði að vinna að seríu tvö, þá fékk ég náttúrulega handritið. Þá lá ég bara í kasti að lesa og vissi nákvæmlega um leið hvernig ég vildi hanna útlitið á þeim.“ Stutt er síðan Sóley vann að gerð auglýsingar fyrir Volvo, en hún er dugleg að vinna að auglýsingum fyrir stærri fyrirtæki. „Ég væri alveg til í að vera meira í tískutengdum verkefnum en í flestum tilvikum er það verr borgað. Svo vel ég sjaldan verkefni út frá því að viðkomandi sé kannski þekktur söngvari eða hljómsveitin fræg. Ég hugsa miklu meira um að mér finnist útlitið spennandi eða leikstjórinn áhugaverður.“ Á dögunum var Sóley beðin um að vinna í myndbandi með tónlistarmanninum Mikky Ekko, sem gerði meðal annars lagið Stay með Rihönnu. „Mér fannst það bara ekki nógu spennandi, stundum þarf maður bara að segja nei. Ég á fjölskyldu og stundum þarf maður bara að sætta sig við að maður hefur ekki tíma fyrir allt. Þannig að ég vel mikið út frá leikstjóra og „lúkki“, svo að ef ég er ekki að fá eitthvað út úr verkefninu á skapandi hátt, þá tek ég frekar svona stór auglýsingarverkefni eins og Volvo og McDonalds sem eru betur borguð.“ Sóley hefur nú farðað fyrir þrjár auglýsingaherferðir fyrir Absolut vodka sem hún hafði mjög gaman af að vinna við, en í þeim hannar hún útlit í stíl við hverja flösku. „Tvær af þessum auglýsingaherferðum voru sýndar um allan heim, það voru Absolut Grape og Absolut Love. Ég var bara að klára þá nýjustu og má ekki segja strax hvað hún heitir, enda vinnur maður stundum að herferðum sem birtast miklu seinna.“Auglýsing fyrir I-Zettle. Sóley málaði öll módelin í smá skrípó útliti. Sóley hefur farðað fyrir tónlistarfólk á borð við Steve Angello úr Swedish House Mafia, Little Dragon, Trentemøller og Zebra Katz. ,,Það var mjög gaman að vinna með Steve. Þetta voru tvö myndbönd sem voru tekin upp hérna á Íslandi. Börnin mín, Ásta og Pétur, léku í myndböndunum. Svo eldaði Steve sjálfur lamb fyrir alla í fjörunni.“ Á dögunum farðaði Sóley svo fyrir auglýsingu með gítarkempunni Yngwie Malmsteen. ,,Hann var sem sagt að gera auglýsingu fyrir óbrjótanlegan gítar, gítar úr stáli. Þetta var alveg ótrúlegt verkefni. Ég er náttúrulega vön því að vera á fullu, með nokkrar aðstoðarsminkur og við höfum stundum verið að mála allt upp í 300 manns fyrir eina auglýsingu. En í þessari auglýsingu var mitt eina verk að sjá um að farða hann. Við vorum að skjóta í nokkra daga en hann þurfti kannski að mæta tvo tíma á dag. Þannig að við stílistinn vorum í þvílíkum lúxus í svakalegum svítum á geðveiku hóteli og þurftum bara að vinna svona stutt hvern dag,“ segir Sóley hlæjandi. Sóley vinnur mikið og er oft í næturtökum, stundum er verið að taka upp í þrjá daga nánast samfleytt með litla möguleika á góðri stund milli stríða. „Ofan á það bætist oft að maður er búinn að vera að undirbúa verkefnið á fullu í kannski tvær vikur áður en að sjálfar tökurnar hefjast. Ég var til dæmis stödd í Stokkhólmi fyrir tveimur árum að vinna verkefni. Ég er búin að bæta þetta mikið síðan þá, en láðist að láta umboðsmanninn minn vita hvar ég væri að vinna þá stundina. Þarna var ég búin að vera í löngum tökum og þegar þeim lauk langaði mig bara strax heim að hitta fjölskylduna mína og fara að sofa.“ Sóley fór því ekki aftur upp í íbúðina sem hún leigði í Stokkhólmi, heldur pakkaði bara dótinu og tók fyrstu lest til Óslóar.Sóley að mála leikara fyrir hryllingsmyndaauglýsingu Elmsta 3000 Music Massacre„Ég vildi bara fá að sofa í lestinni svo ég slekk á símanum. Þegar ég loks kveiki aftur á honum er ég með einhver fimmtíu ósvöruð símtöl frá umboðsmanninum mínum. Þá höfðu aðilar frá Hróarskelduhátíðinni haft samband við umboðsskrifstofuna mína, þau við umboðsmanninn minn og leitað var eftir því að ég kæmi til að farða Solange.“ Umboðsmaðurinn fór á fullt í að reyna að redda Sóleyju flugi um leið. „En ég sá bara að það myndi ekki nást, það var einfaldlega ekki möguleiki. Það var bara ekki tími þótt það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að fá að farða hana.“ Sóley segist mjög ung hafa áttað sig á því að hana langaði að vinna við förðun. Skemmtilegt atvik í París varð svo til þess að Sóley féll fyrir faginu.Sóley að mála leikarann heimsfræga, Peter Stormare„Ég vissi það alltaf að mig langaði að farða, ég var alltaf að mála mig og oft smá klikkað. En það er eitt atvik sem svona mótaði þetta smá. Þegar ég var sjö ára fór ég til Parísar til Jóu frænku minnar og við fórum og hittum vinkonu hennar, sem starfaði við förðun í borginni. Ég man svo vel eftir henni, pallettunni hennar og kittinu og að sjá hana blanda meiköpp. Ég varð bara dolfallin og hugsaði: „Þetta langar mig að gera.“ Þessi kona heitir Elín Sveinsdóttir. Ég hef aldrei sagt henni þetta, hvað þetta hafi haft mikil áhrif á mig. En þegar ég labbaði fram hjá settinu hennar þá vissi ég strax að þetta var það sem mig langaði að gera.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Sóley Ástudóttir er einn af okkar helstu förðunarfræðingum en hún býr ásamt fjölskyldu sinni í Ósló og starfar mikið á Norðurlöndunum. Hún hefur farðað í auglýsingum fyrir nokkur af stærstu fyrirtækjum heims ásamt því að hafa unnið að gerð ófárra tónlistarmyndbanda. Hún var fengin til að hanna útlit persónanna í Blank, þáttum sem gerðir eru af sömu aðilum og framleiddu þættina Skam. „Það er alltaf nóg að gera. Ég er sem sagt fyrst og fremst að mála og hanna gervi. Það hefur verið alveg ótrúlega mikið að gera hjá mér síðustu ár, en ég er á mála hjá stærstu umboðsskrifstofunni á Norðurlöndunum í þessum geira, ArtOffical Agency. Þau eru ekki bara með hár og förðun, heldur með fólk á skrá sem kemur að öllum hliðum framleiðslunnar. Tónlistarfólk, tökumenn, búningahönnuði, klippara og svo framvegis,“ segir Sóley. Nýverið vann hún með Henrik Stenberg að gerð auglýsingar fyrir SOS barnaþorp, en hann gerði meðal annars stikluna fyrir síðustu seríuna af Game of Thrones. Hún segir mikið af hæfileikafólki á skrá hjá umboðsskrifstofunni og forréttindi að fá að vinna með svona hæfileikaríku fólki. Sóley býr sem áður segir í Ósló en skrifstofur ArtOffical eru í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. Flest verkefnin sem Sóley fær eru í Stokkhólmi, og býr hún því þar að hluta til, en fjölskyldan bjó þar áður en þau fluttust til Óslóar. „Okkur líður mjög vel í Ósló og langar ekki til að flytja, þó að ég sé að vinna svona mikið í Stokkhólmi. Svíar eru náttúrulega svo framarlega í kvikmynda- og auglýsingagerð. Ég finn mig mjög vel í því að vinna með Svíum.“ Eitt af áhugaverðari verkefnum sem Sóley hefur verið að vinna í er að sjá algjörlega um útlitssköpun persónanna í sjónvarpsþáttunum Blank í Noregi. Þeir eru framleiddir af sömu aðilum og gerðu hina geysivinsælu þætti Skam. Þættirnir byggja á svipuðu formi og Skam, þar sem efni er sett á netið út vikuna og svo þátturinn loks sýndur á föstudögum.Auglýsingaherferð frá Sænska hernum sem var birt fyrir Gay Pride í fyrra.„Þessi sería fjallar sem sagt um krakka eftir menntaskóla. Það hvíldi mikil leynd yfir framleiðsluferlinu í byrjun, ég fékk ekki einu sinni að sjá handritin. Ég fékk bara allar helstu upplýsingar um karakterana og hannaði þá í kjölfarið útlitið. Í gegnum ferlið kynntist ég svo leikurunum mjög vel og kenndi þeim að sjá um sína förðun og greiðslu sjálf, gerði fyrir þau möppu og svokallað „moodboard“.“ Það var ekki bara gert til að halda kostnaði niðri, heldur einnig til að hafa útlitið raunsærra og náttúrulegra. „Nú er ég búin að hanna útlitið fyrir persónurnar í seríu eitt og tvö. Þetta eru alltaf nýjar persónur í hverri seríu. Fyrstu seríu var mjög vel tekið, en það er auðvitað erfitt að fylgja í fótspor Skam. En þátturinn er að byggjast upp, þetta er að koma.“Myndir frá tökum sem Sóley vann við í vikunni hjá ACNE, fyrir sýningu í næstu viku með hönnuði sem heitir Crap Diem. Í tökunni málaði hún fjögur módel svört og lét málningu svo leka niður líkamann.Eins og áður kom fram hvíldi mikil leynd yfir gerð þáttanna, engar auglýsingar voru birtar fyrir frumsýninguna. „Það var mjög áhugavert fyrir mig og stílistann, sem er hjá sömu umboðsskrifstofu, að hanna útlit á þessa karaktera sem við vissum svo lítið um. Þannig að ég þurfti í raun að leita svolítið inn á við og búa til þessar persónur í hausnum á mér. Ég vissi alltaf að ég vildi ekki hafa súper stíliseraða og mikið málaða krakka, mér finnst það bara þreytt,“ segir Sóley, en hún hugsaði mikið til vinkvenna sinna, hvernig þær voru á þessum aldri, þegar hún var í leit að innblæstri. „Þær voru allar gullfallegar en mjög náttúrulegar, ekki mikið farðaðar. Þannig að útlitið á aðalpersónunni er blanda af Hörn og Heru vinkonum mínum. Þykkar augabrúnir, ljósbrún húð og bamba-augun. Þannig að ég náttúrulega bara litaði hárið á henni og breytti henni alveg,“ segir Sóley hlæjandi. Aðrar kvenpersónur eru svo blanda af Sirrý og Söru vinkonum Sóleyjar.Mynd af tónlistarmanninum Alesso fyrir tónlistarmyndband. Sóley glansandi leðju sem ég bjó til heima yfir allt andlitið. „Þegar ég byrjaði að vinna að seríu tvö, þá fékk ég náttúrulega handritið. Þá lá ég bara í kasti að lesa og vissi nákvæmlega um leið hvernig ég vildi hanna útlitið á þeim.“ Stutt er síðan Sóley vann að gerð auglýsingar fyrir Volvo, en hún er dugleg að vinna að auglýsingum fyrir stærri fyrirtæki. „Ég væri alveg til í að vera meira í tískutengdum verkefnum en í flestum tilvikum er það verr borgað. Svo vel ég sjaldan verkefni út frá því að viðkomandi sé kannski þekktur söngvari eða hljómsveitin fræg. Ég hugsa miklu meira um að mér finnist útlitið spennandi eða leikstjórinn áhugaverður.“ Á dögunum var Sóley beðin um að vinna í myndbandi með tónlistarmanninum Mikky Ekko, sem gerði meðal annars lagið Stay með Rihönnu. „Mér fannst það bara ekki nógu spennandi, stundum þarf maður bara að segja nei. Ég á fjölskyldu og stundum þarf maður bara að sætta sig við að maður hefur ekki tíma fyrir allt. Þannig að ég vel mikið út frá leikstjóra og „lúkki“, svo að ef ég er ekki að fá eitthvað út úr verkefninu á skapandi hátt, þá tek ég frekar svona stór auglýsingarverkefni eins og Volvo og McDonalds sem eru betur borguð.“ Sóley hefur nú farðað fyrir þrjár auglýsingaherferðir fyrir Absolut vodka sem hún hafði mjög gaman af að vinna við, en í þeim hannar hún útlit í stíl við hverja flösku. „Tvær af þessum auglýsingaherferðum voru sýndar um allan heim, það voru Absolut Grape og Absolut Love. Ég var bara að klára þá nýjustu og má ekki segja strax hvað hún heitir, enda vinnur maður stundum að herferðum sem birtast miklu seinna.“Auglýsing fyrir I-Zettle. Sóley málaði öll módelin í smá skrípó útliti. Sóley hefur farðað fyrir tónlistarfólk á borð við Steve Angello úr Swedish House Mafia, Little Dragon, Trentemøller og Zebra Katz. ,,Það var mjög gaman að vinna með Steve. Þetta voru tvö myndbönd sem voru tekin upp hérna á Íslandi. Börnin mín, Ásta og Pétur, léku í myndböndunum. Svo eldaði Steve sjálfur lamb fyrir alla í fjörunni.“ Á dögunum farðaði Sóley svo fyrir auglýsingu með gítarkempunni Yngwie Malmsteen. ,,Hann var sem sagt að gera auglýsingu fyrir óbrjótanlegan gítar, gítar úr stáli. Þetta var alveg ótrúlegt verkefni. Ég er náttúrulega vön því að vera á fullu, með nokkrar aðstoðarsminkur og við höfum stundum verið að mála allt upp í 300 manns fyrir eina auglýsingu. En í þessari auglýsingu var mitt eina verk að sjá um að farða hann. Við vorum að skjóta í nokkra daga en hann þurfti kannski að mæta tvo tíma á dag. Þannig að við stílistinn vorum í þvílíkum lúxus í svakalegum svítum á geðveiku hóteli og þurftum bara að vinna svona stutt hvern dag,“ segir Sóley hlæjandi. Sóley vinnur mikið og er oft í næturtökum, stundum er verið að taka upp í þrjá daga nánast samfleytt með litla möguleika á góðri stund milli stríða. „Ofan á það bætist oft að maður er búinn að vera að undirbúa verkefnið á fullu í kannski tvær vikur áður en að sjálfar tökurnar hefjast. Ég var til dæmis stödd í Stokkhólmi fyrir tveimur árum að vinna verkefni. Ég er búin að bæta þetta mikið síðan þá, en láðist að láta umboðsmanninn minn vita hvar ég væri að vinna þá stundina. Þarna var ég búin að vera í löngum tökum og þegar þeim lauk langaði mig bara strax heim að hitta fjölskylduna mína og fara að sofa.“ Sóley fór því ekki aftur upp í íbúðina sem hún leigði í Stokkhólmi, heldur pakkaði bara dótinu og tók fyrstu lest til Óslóar.Sóley að mála leikara fyrir hryllingsmyndaauglýsingu Elmsta 3000 Music Massacre„Ég vildi bara fá að sofa í lestinni svo ég slekk á símanum. Þegar ég loks kveiki aftur á honum er ég með einhver fimmtíu ósvöruð símtöl frá umboðsmanninum mínum. Þá höfðu aðilar frá Hróarskelduhátíðinni haft samband við umboðsskrifstofuna mína, þau við umboðsmanninn minn og leitað var eftir því að ég kæmi til að farða Solange.“ Umboðsmaðurinn fór á fullt í að reyna að redda Sóleyju flugi um leið. „En ég sá bara að það myndi ekki nást, það var einfaldlega ekki möguleiki. Það var bara ekki tími þótt það hefði auðvitað verið ótrúlega gaman að fá að farða hana.“ Sóley segist mjög ung hafa áttað sig á því að hana langaði að vinna við förðun. Skemmtilegt atvik í París varð svo til þess að Sóley féll fyrir faginu.Sóley að mála leikarann heimsfræga, Peter Stormare„Ég vissi það alltaf að mig langaði að farða, ég var alltaf að mála mig og oft smá klikkað. En það er eitt atvik sem svona mótaði þetta smá. Þegar ég var sjö ára fór ég til Parísar til Jóu frænku minnar og við fórum og hittum vinkonu hennar, sem starfaði við förðun í borginni. Ég man svo vel eftir henni, pallettunni hennar og kittinu og að sjá hana blanda meiköpp. Ég varð bara dolfallin og hugsaði: „Þetta langar mig að gera.“ Þessi kona heitir Elín Sveinsdóttir. Ég hef aldrei sagt henni þetta, hvað þetta hafi haft mikil áhrif á mig. En þegar ég labbaði fram hjá settinu hennar þá vissi ég strax að þetta var það sem mig langaði að gera.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira