Fjölskylda flugmanns slegin vegna athafnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Ljóðið Myndir af flugmanni eftir Gary Claud Stokor er á minningarsteininum sem reistur var um flugmanninn Grant Wagstaff. Fréttablaðið/Auðunn Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Gerð minnismerkis og lokuð minningarathöfn um Kanadamanninn Grant Wagstaff við flugstöðina Hyrnu á Melgerðismelum í Eyjafirði er harðlega gagnrýnd af ekkju og börnum Grants. Hann fórst í flugslysi í Barkárdal í Eyjafirði 9. ágúst 2015. Eigandi og flugmaður vélarinnar sem fórst var Arngrímur Jóhannsson en hann slasaðist talsvert er vélin brotlenti. Til stóð að Grant flygi vélinni síðan vestur um haf. „Wagstaff-fjölskyldan er gáttuð og harmi slegin yfir því að hver sá sem ákvað að reisa minnismerkið í sumar á Íslandi og hafa samkomu hafi gert það án þess að ráðfæra sig við eða bjóða fjölskyldu Grants,“ segir í yfirlýsingu til Fréttablaðsins frá ekkju flugmannsins og þremur uppkomnum börnum hjónanna. „Það var afar særandi að heyra af athöfninni í gegn um skilaboð á Facebook eftir að viðburðurinn átti sér stað. Okkur finnst þetta siðferðislega rangt,“ segir í yfirlýsingunni. „Okkur hefur verið sagt að flugmaðurinn sem flaug vilji hafa samband við okkur þegar málin eru öll frágengin. Því getum við ekki skilið hvers vegna minningarathöfninni var ekki seinkað þar til þá. Það kallar á spurninguna: Hvers vegna núna?“ spyr fjölskylda Grants Wagstaff. Þótt fjölskyldan nefni ekki Arngrím Jóhannsson á nafn liggur fyrir og er þeim ljóst að það var Arngrímur sem gekkst fyrir gerð og uppsetningu minnismerkisins. Ekkja Grants, Roslyn Wagstaff, rekur nú skaðabótamál gegn Arngrími og tryggingarfélaginu Sjóvá fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið hefur fram að dóttir Grants, Sarah Wagstaff, hefur einnig málsókn í undirbúningi. „Þetta er harmleikur hvernig sem á er litið og hryggir okkur mjög mikið,“ segir fjölskyldan. Arngrímur vildi ekki svara gagnrýni Wagstaff-fjölskyldunnar er Fréttablaðið leitaði eftir því. Haft var eftir honum í blaðinu Vikudegi í síðustu viku að hann hefði byrjað að hugsa um uppsetningu minningarsteins um Grant skömmu eftir slysið. Það hafi hann viljað gera í minningu góðs vinar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Barkárdal Fréttir af flugi Hörgársveit Samgönguslys Tengdar fréttir Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Fleiri fréttir Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Sjá meira
Kanadísk flugmannsekkja fær ekkert frá Sjóvá og ætlar í hart Engar bætur fást vegna Kanadamannsins Grants Wagstaff sem fórst er Arngrímur Jóhannsson brotlenti flugvél sem flytja átti úr landi í ágúst 2015. 8. mars 2019 07:00
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Enginn dómari skipaður enn í máli flugmannsekkju Enn hefur ekki verið skipaður dómari í máli ekkju Kanadamannsins sem fórst í flugslysi í Barkárdal gegn flugmanninum og tryggingafélaginu Sjóvá. 12. ágúst 2019 06:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14