Heimilin sækja frekar í breytilega vexti Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 28. ágúst 2019 07:00 Mikill meirihluti nýrra óverðtryggðra útlána banka er nú á breytilegum vöxtum. Vísir/Vilhelm Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur hlutfall lána á breytilegum óverðtryggðum vöxtum aukist verulega og fastir vextir hafa gefið hratt eftir. Sérfræðingur hjá Arion banka segir að með fleiri lán á breytilegum vöxtum sé seðlabankinn í betri stöðu til að ýta undir hagvöxt með beitingu stýrivaxta. „Því fleiri heimili sem velja breytilega vexti umfram fasta vexti, þeim mun meiri áhrif hafa vaxtaákvarðanir Seðlabankans á heimilisbókhaldið. Seðlabankinn er þannig í betri stöðu til að kæla hagkerfið eða ýta undir hagvöxt,“ segir Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, í samtali við Markaðinn. Frá því að lífskjarasamningurinn var undirritaður í byrjun apríl og út júlímánuð hafa ný óverðtryggð útlán íslensku viðskiptabankanna numið tæplega 26,6 milljónum króna og þar af voru 21,2 milljarðar á breytilegum vöxtum. Hlutfall breytilegra vaxta nam því 79,8 prósentum á tímabilinu. Ef horft er til síðustu sex mánaðanna fyrir lífskjarasamninginn námu útlánin 59,1 milljarði króna og þar af voru 46 milljarðar á föstum vöxtum, eða um 77,9 prósent af heildinni. Þannig hafa hlutföllin á milli lána á breytilegum og föstum vöxtum snúist við í kringum undirritun kjarasamninga í vor. Fastir vextir voru mun vinsælli valkostur framan af vetri eða allt þangað til í febrúar þegar hlutfallið varð jafnt. Það hélst nokkuð jafnt fram í maí þegar eftirspurn eftir breytilegum vöxtum jókst til muna.Grafík/FréttablaðiðMunurinn var sérstaklega mikill í júní og júlí en þá námu ný óverðtryggð útlán á breytilegum vöxtum samtals 12,4 milljörðum. Fjárhæð sömu lána á föstum vöxtum var neikvæð um 380 milljónir á tímabilinu sem þýðir að uppgreiðsla slíkra lána var meiri en lántaka. Það hefur ekki gerst síðan sumarið 2017. Gunnar Bjarni segir að gangur hagkerfisins síðustu misseri geti skýrt þennan viðsnúning að einhverju leyti. „Mig grunar að umræðan eftir fall WOW og undirritun lífskjarasamningsins, og væntingar um lækkandi stýrivexti hafi ýtt við fólki til að taka breytilega vexti frekar en fasta,“ segir Gunnar Bjarni. „Sem er alls ekki óskynsamlegt í umhverfinu sem við erum í núna. Greiningardeildir bankanna hafa allir spáð því að Seðlabankinn muni lækka um 25 punkta og miðað við umræðuna er ekki skrýtið að fólk sé að velja breytilega vexti umfram fasta,“ segir hann en í dag kynnir Seðlabankinn vaxtaákvörðun sína. Gunnar Bjarni bætir við að eftir veikingu krónunnar í vetur hafi gengið róast og haldist á stöðugu verðbili síðan kjarasamningar voru undirritaðir. Stöðugt gengi geti hafa róað lántakendur. Þá segir hann að tölurnar bendi til þess að heimilin fylgist náið með gangi hagkerfisins. Mjög jákvætt sé að umræðan og væntingar um þróun vaxta hafi áhrif á ákvarðanir heimilanna. „Síðan verður áhugavert hvernig þróunin verður næstu misseri. Með hverri lækkun stýrivaxta minnka líkur á frekari lækkunum. Fastir vextir lækka væntanlega einnig með lækkun stýrivaxta sem ætti að auka hvata til að festa vexti á ný.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira