Hvert á að stefna í bankamálum? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:30 Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun