Gamall talsmaður auðmanna? Sigmar Vilhjálmsson skrifar 13. ágúst 2019 12:24 Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í grein sinni „Nýi talsmaður kjötinnflytjenda” á Vísir.is þann 9. ágúst sl. segist Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda, hafa hlustað á „kostulegt“ viðtal við undirritaðan á Bylgjunni. Hann gefur í skyn að undirritaður hafi farið með rangt mál í viðtalinu um að í Tollasamningum sé búið að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklina- og svínakjöti. Þær tölur sem hann hins vegar vísar í eru rauntölur innflutnings fyrir árið 2018, sem er allt annað mál. Ástæðan fyrir því að þær tölur eru hærri en reikna má út úr Tollasamningum má rekja til „Opinna Tollkvóta“ sem hækka þetta hlutfall. Það er því ekki rangt sem undirritaður sagði að búið sé að semja um 12% af allri innlendri neyslu á kjúklinga- og svínakjöti. Hann velur að heyra ekki það sem sagt er og gefur í skyn að ég hafi ekki kynnt mér málið. Hann mun líklega komast fljótt að því að svo er ekki. Bent skal á að innflutningur er að stærstum hluta beinlaus vara. Væri innflutningur umreiknaður í kjöt með beini líkt og tíðkast við útflutning til ESB myndi hlutfall innflutnings af heildarneyslu hækka umtalsvert. Aðrar tilvitnanir hans í greininni, úr viðtalinu, skipta umræðuna engu máli og því þarf ekki að vitna frekar í það. Í greininni bendir hann á þá staðreynd að íslenskar afurðastöðvar eru stærstu innflytjendur á erlendum kjötafurðum hingað til lands. Það er hárrétt. Ólafur og félag atvinnurekenda hafa gert það tortryggilegt í umræðunni. Málfluttningur Ólafs og félags atvinnurekendaer að bændur og afurðarsöðvar séu ekki samkvæmar sjálfum sér þar sem þær eru sjálfar að flytja inn kjötafurðir frá Evrópu. FESK er ekki á móti innflutningi, heldur eingöngu á móti innflutningi á vörum sem við íslendingar erum ekki færir um að framleiða sjálf í sömu gæðum og best gerist. Einnig telur FESK þörf á að flytja inn afurðir til þess að fylla uppí eftirspurn á ákveðnum vörum sem ekki er skynsamlegt að framleiða sérstaklega, dæmi um það eru svínasíður (beikon). FESK leggur einnig áherslu á að gerðar séu sömu gæðakröfur til þeirra afurða sem fluttar eru inn til landsins og framleiddar eru hér á landi. Það er ljóst að með tollasamningum þá verða erlendar afurðir fluttar inn, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Ekki er hægt að ætlast til að afurðarstöðvar sitji hjá og verði fyrir þeim rekstrarskaða sem því fylgir að missa hlutdeild á markaði. Afurðarstöðvarnar neyðast því til að taka þátt í þessum tollasamningum. Það eru þó kostir við það að afurðarstöðvar hafi líka sinnt þessum innflutningi, ekki bara heildsalar. Afurðastöðvar hafa nýtt fjárfestingar í tækjabúnaði og aðstöðu sem þegar eru til staðar og um leið aukið innlendan virðisauka með starfsafli sem fullvinnur vörurnar en ekki flutt inn forpakkaðar afurðir. Þekking afurðarstöðvanna á þessu sviði er einnig gríðarlegur kostur til að tryggja að bestu gæði skili sér til landsins í gegnum þessa tollkvóta en ekki bara það ódýrasta sem í boði er. Það kjöt sem afurðarstöðvar hafa flutt inn er frosið kjöt og líftími hugsanlegra sýkinga liðinn þegar vara kemur til landsins. Ef upp kæmi sýking á markaði í Evrópu er auðveldara að stöðva þær vörur í ferlinu þar sem um frysta vöru er að ræða. Staðan er því ansi kostuleg. Ólafur og félag atvinnurekenda eru að þrýsta á afurðarstöðvar að halda innflutningi áfram í nafni neytendaverndar, á sama tíma vilja afurðarstöðvar minnka innflutning, þar sem þörfin er ekki til staðar. Samhliða þessu hafa allar kannanir sem gerðar hafa verið sýnt að íslendingar velja miklu frekar íslenskar landbúnaðarvörur en þær innfluttu. Hvaða hagsmuna er Ólafur og félag atvinnurekenda að gæta? Er það arðsemi nokkura fyrirtækja í félagi atvinnurekenda? Er það mikilvægara en samfélagsleg ábyrgð, innlendur virðisauki, kolefnisspor og heilnæmi í fæðu okkar íslendinga? Sigmar VilhjálmssonTalsmaður FESK,Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun