Setur spurningarmerki við hvort tillögur um lágmarksíbúafjölda muni njóta stuðnings þingsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:30 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Kolbeinn Tumi Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.” Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Prófessor í stjórnmálafræði telur óvíst hvort þingsályktunartillaga sem kveður á um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga muni njóta stuðnings á Alþingi. Slíkar tillögur hafi í gegnum tíðina ekki notið stuðnings. Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga til næstu fimmtán ára var birt í samráðsgátt stjórnvalda fyrr í vikunni. Þar er meðal annars gert ráð fyrir að sveitarfélögum fækki um allt að 40 á sjö árum og að lögbundinn lágmarksíbúafjöldi miðist við þúsund í hverju sveitarfélagi. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri, er sérfræðingur í málefnum sveitarfélaga. „Menn ætla sér að leggja upp með lagasetningu um lágmarksstærð sveitarfélaga. Mönnum hefur nú dottið það í hug áður en það hefur aldrei komið til þess að það væri lagt upp í slíka vegferð. Menn hafa hreinlega ekki talið vera stuðning við slíkt og það er auðvitað spurningamerkið í dag, hvort að það verði á endanum stuðningur við slíkt,” segir Grétar Þór.Sjá einnig: „Okkur hugnast engan veginn að miða við hausatölu”Tillagan komi þó ekki á óvart. Þúsund íbúamarkið hafi oft verið í umræðunni. “Það er alltaf með reglulegu millibili verið að tala um að það þurfi að klára þetta mál að sameina þá sérstaklega þessi minnstu og minni sveitarfélög sem eru meira og minna ekki nægilega sjálfbær,” segir Grétar. Þótt sú hugmynd sé ekki ný af nálinni er annað sem felst í tillögunum sem ekki hefur verið lagt til áður. „Annað í þessu sem að er kannski sem við höfum ekki séð áður er að það er gert ráð fyrir því að gera þetta í áföngum. Það er svolítið nýtt, það er að segja first að sameina sveitarfélög sem eru með færri en 250 íbúa og síðan taka annað skref einu kjörtímabili síðar." Breytingarnar geti haft jákvæð áhrif á eflingu sveitarstjórnarstigsins. „Þetta yrði heillaskref, hins vegar þá er nú ekki víst að allir muni nú kyngja því hljóðalaust að láta setja á sig lög um þetta, við eigum nú eftir að sjá það. Svo er náttúrlega alltaf spurning hvort að það sé fullur stuðningur við þetta inni á Alþingi,” segir Grétar Þór. „Það hefur ekki verið í gegnum tíðina og þess vegna hefur það ekki verið gert.”
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira