„Brandari hve fáir eru í vinnu þarna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:00 Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Mikillar óánægju gætir meðal rekstraraðila á Hverfisgötu vegna tafa á framkvæmdum á vegum borgarinnar og Orkuveitu Reykjavíkur. Safnahúsinu hefur nokkrum sinnum verið lokað vegna hávaða. Það skortir upplýsingar frá borginni segir verslunareigandi og ferðamenn hafa lent í ógöngum þar í sumar . Borgin segir að framkvæmdir tefjist um tæpan mánuð frá upphaflegri áætlun. Reykjavíkurborg tilkynnti á heimasíðu sinni um miðjan maí að áframhaldandi endurgerð Hverfisgötu yrði í sumar milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Loka þyrfti götunni tímabundið. Í sumar hafa þó nokkur fyrirtæki á svæðinu hætt starfsemi. Um miðjan júlí lokaði veitingastaðurinn Essensia og í gær var tilkynnt að þrír veitingastaðir að Hverfisgötu tólf hefðiu verið lokaðir eða Dill, Systir og Mikkeller og Friends.Ásmundur Helgason eigandi Gráa kattarins er ósáttur við tafir á framkvæmum á Hverfisgötu.vísir/baldur hrafnkellFékk að vita af framkvæmdunum með viku fyrirvara Aðeins ofar í götunni er kaffistofan Grái kötturinn til húsa. Ásmundur Helgason eigandi þess er óhress eftir sumarið. „Fólk sem veit þegar af kaffihúsinu og fastagestir hafa komið til mín í sumar en það er nánast engin sem kemur beint af götunni,“ segir Ásmundur. Það reynist líka þrautin þyngri að komast að Gráa kettinum. Ásmundur er afar ósáttur við upplýsingaflæði frá borginni. „Viku áður en framkvæmdirnar hófust fengum við að vita af þeim og þá var ég búin að ráða sumarstarfsfólk og gat ekkert bakkað út úr því,“ segir Ásmundur. Hann telur að rekja megi gjaldþrot nokkurra fyrirtækja að hluta til, til framkvæmdanna. „Fjórir veitingastaðir eru búnir að fara á hausinn á einum mánuði og auðvitað hefur þetta haft áhrif á það,“ segir Ásmundur. Í svari borgarinnar til fréttastofu í dag kemur fram að framkvæmdirnar tefjist um mánuð og klárist í september. Ásmundur segir það afar bagalegt. „Tímasetningar varðandi framkvæmdina hafa ekki staðist hingað til og ég óttast að þetta klárist ekki fyrr en í september,“ segir Ásmundur. Sigurlaug Hannesdóttir verkefnastjóri í Safnahúsinu segir að loka hafi þurft nokkrum sinnum í sumar vegna hávaða frá framkvæmdunum.Gríðarleg áhrif á gestafjölda í Safnahúsinu Hinum megin við Gráa köttinn er Safnahúsið og hafa framkvæmdirnar haft mikil áhrif þar. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á gestafjölda hjá okkur enda hefur aðgengi verið afar erfitt vegna framkvæmdanna. Þá hafi þurft að hætta við bókaðar leiðsagnir í húsinu vegna hávaða. Hér er sýningin Sjónarhorn og því miður hafa gestir oft ekki fengið að njóta hennar sem skyldi því hávaðinn er svo mikill,“ segir Sigurlaug. Hún segir að komið hafi fyrir að loka hafi þurft húsinu í sumar vegna hávaða. „Við höfum nokkrum sinnum þurft að loka því lætin voru svo mikil hér úti. Okkar annað starf í sumar hefur verið að leiðbeina gestum og gangandi um Hverfisgötu vegna lokanna hér og þar um miðbæinn,“ segir Sigurlaug. Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar frá borginni vegna framkvæmdanna. Stundum séu fleiri að vinna hjá sér en í sjálfum framkvæmdunum.Eins og brandari Ofar á Hverfisgötu er gleraugnabúðin Sjáðu. Þrátt fyrir að framkvæmdirnar séu mun neðar í götunni segir Anna Þóra Björnsdóttir eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu að þær hafa mikil áhrif á starfsemina hjá sér. Þá hafi hún ekki fengið neinar upplýsingar frá borginni. „Við höfum aldrei fengið neinar upplýsingar frá Reykjavíkurborg. Að sjálfsögðu erum við afar ánægð með að verið sé að laga götuna en hins vegar hefur verkefnið tekið rosalega langan tíma. Það þarf að vera fólk til að vinna verkið og stundum hef ég séð fleiri vinna í búðinni minni en í framkvæmdunum. Þetta er eiginlega bara eins og brandari. Ég hef eytt stórum hluta sumarsins í að leiðbeina fólki í hvernig og hvar það komist áfram en það eru lokanir út um allt hér í kring,“ segir Anna.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00 „Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03 Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Endurnýjun á Hverfisgötu tefst, meðal annars vegna þess að verktakanum gekk illa að fá starfsmenn um verslunarmannahelgina og að rífa þarf upp nýlagða frárennslislögn þar sem Safnahúsið gaf upp rangan hæðarpunkt á brunni. 15. ágúst 2019 06:00
„Enginn skilningur á því að litlar fjölskyldur hafi lifibrauð sitt af verkefnum við Hverfisgötuna“ Eigandi kaffihússins Gráa kattarins við Hverfisgötu segir ketti sem betur fer hafa níu líf og því ætti kaffihúsið að lifa af erfitt sumar sökum framkvæmda við Hverfisgötuna. 15. ágúst 2019 12:03
Opnun fyrir bílaumferð um Hverfisgötu frestast um nokkrar vikur Endurgerð Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs hefur tafist en gert er ráð fyrir að hleypa bílaumferð á götuna eftir miðjan september í stað lok ágústmánaðar. 15. ágúst 2019 16:18