Mömmur selja möffins fyrir litla gimsteina á fæðingardeildinni Davíð Stefánsson skrifar 3. ágúst 2019 09:30 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm „Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira
„Þetta er með notalegri viðburðum hátíðarhaldanna á Akureyri um verslunarmannahelgina,“ segir Valdís Anna Jónsdóttir, umsjónarmaður „Mömmur og möffins“ sem fram fer í dag. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem hluti af hátíðarhöldum um verslunarmannahelgina á Akureyri. Þá kemur fólk saman í Lystigarðinum til að gæða sér á fallegum og litríkum möffinskökum sem þar eru til sölu og rennir niður með kaffi eða safa. Undir hljóma hugljúfir tónar lifandi tónlistar þeirra Hermanns Arasonar og Ragnheiðar Júlíusdóttur. „Öll innkoman rennur óskert til fæðingardeildarinnar á Akureyri, en þar er verið að safna fyrir nýjum vöggum handa litlu gimsteinunum sem þar fæðast. Þetta er verðugt samfélagsverkefni,“ segir Valdís. Viðburðurinn var fyrst haldinn árið 2010. „Þá tók hópur öflugra kvenna sig til, bakaði möffins og bauð til veislu í garðinum, síðan hefur þetta stækkað og dafnað. Allir leggjast á eitt, mömmur og ömmur, pabbar og afar. Allir bökunarsnillingar bæjarins eru hvattir til að koma með möffins til að leggja í púkkið.“ Hún segir framtakið hafa skilað miklu. „Í fyrra var keyptur hjartsláttarnemi sem nemur hjartslátt bæði móður og barns í fæðingu. Í ár erum við að safna fyrir nýjum vöggum á fæðingardeildina.“ Í fyrra seldust á þriðja þúsund möffins. „Ég er að vonast til að sem flestir láti sjá sig. Veðrið er yndislegt. Það er dásamleg spá. Þetta verður því notaleg stund,“ segir Valdís, yfirbökunarmeistari bæjarins. Valdís segir verðinu vera stillt í hóf. „Við bjóðum möffins á 500 krónur. Svo er vinsælt að kaupa 10 í pakka og þá er verðið 4.000 krónur. Hægt er að koma með möffins frá kl. 14 á laugardaginn en almenn sala hefst kl. 15 og stendur til kl. 17.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Fleiri fréttir Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Sjá meira