Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 07:49 Írski leikarinn Pierce Brosnan. Vísir/Getty Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48