Spitfire-orrustuvélin lent í Reykjavík Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. ágúst 2019 17:00 Spitfire-vélin á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vísir/Friðrik Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orrustuflugvél, lenti á Reykjavíkurflugvelli nú á sjötta tímanum. Vélinni var flogið frá norðurströnd Skotlands í morgun með viðkomu í Færeyjum. Fylgdarvél af gerðinni Pilatus PC-12 fylgdi Spitfire-vélinni til landsins. Um borð í henni voru, auk flugmanna; leiðangursstjóri, flugvirki og kvikmyndatökulið. Lesa má um leiðangurinn og sögu vélarinnar með því að smella hér.Upphaflega hafði verið ráðgert að fljúga vélunum frá Skotlandi yfir Atlantshafið á þriðjudag en vont veður setti þau áform úr skorðum. Það viðraði hins vegar betur í morgun og gátu því Spitfire-vélin og Pilatus-fylgdarvélin hafið sig til flugs frá flugvellinum í Lossiemouth í Norður-Skotlandi klukkan 10:35 í morgun. Fyrsti viðkomustaður var flugvöllurinn í Vogum í Færeyjum þar sem lent var eftir um tveggja klukkustunda flug. Þar var fyllt á eldsneytistanka vélanna og að því loknu flogið áfram til Reykjavíkur. Þessi tiltekna Spitfire-vél kallast Silver Spitfire, smíðuð árið 1943 af Vickers Supermarine í Castle Bromwich við Birmingham. Hún tók þátt í 51 loftorrustu í síðari heimsstyrjöld, þar á meðal innrásinni í Normandí. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort almenningi gefst færi á að skoða þennan sögufræga grip. Þegar tekin verður ákvörðun um það mun Vísir greina frá því. Fylgjast má með leiðangrinum á Silverspitfire.com og nánast má fræðast um hinar sögufrægu Spitfire-orrustuvélar með því að smella hér.Vísir/friðrikHér má sjá vélarnar á flugi yfir Kirkjubæjarklaustri fyrr í dag.Vísir/Egill
Fréttir af flugi Reykjavík Tengdar fréttir Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18 Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06 Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48 Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Fleiri fréttir Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Sjá meira
Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar. 6. ágúst 2019 11:18
Bresk Spitfire-orustuvél úr síðari heimsstyrjöld lendir í Reykjavík Ein sögufrægasta flugvél síðari heimsstyrjaldar, Spitfire-orustuflugvél, er væntanleg til Reykjavíkurflugvallar á morgun, þriðjudag. 5. ágúst 2019 23:06
Eiga von á Spitfire-vélinni í dag Breska Spitfire-orustuvélin er nú í þann mund að lenda í Færeyjum ásamt fylgdarvél sinni. 8. ágúst 2019 11:48