Eftirlitshlutverk LMFÍ og upplýsingaskylda lögmanna Lárus Sigurður Lárusson skrifar 31. júlí 2019 15:25 Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Dómstólar Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nýlegur dómur Landsréttar frá 5. apríl 2019 í málinu nr. 511/2018, Jón Steinar Gunnlaugsson gegn Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ), gefur tilefni til hugleiðinga um heimildir LMFÍ til eftirlits með lögmönnum og takmörk þar á. Samkvæmt niðurstöðu Landsréttar leiðir af 2. mgr. 74. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. 3. gr. lögmannalaga nr. 77/1998 að stjórn LMFÍ þurfi skýra lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagnvart lögmönnum. Með vísan til framangreinds og þess að í 26. og 27. gr. lögmannalaga eru með tæmandi hætti talin þau tilvik sem verða borin undir úrskurðarnefnd lögmanna, komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu að stjórn LMFÍ hefði ekki nægilega trausta lagaheimild til þess að koma fram viðurlögum gagn félagsmanni með því að leggja kvörtun fyrir úrskurðarnefndina. Ákvæði málsmeðferðarreglna nefndarinnar og siðareglna lögmanna gætu ekki bætt úr slíkum skorti á lagaheimild. Þessi niðurstaða er í samræmi við lögmætisreglu stjórnsýsluréttarins en samkvæmt henni þurfa ákvarðanir, teknar í skjóli stjórnsýsluvalds, að eiga sér heimild í lögum. Heimild stjórnar LMFÍ til þess að bera mál undir úrskurðarnefnd lögmanna hefur verið talin nauðsynleg í því skyni að félagið geti sinnt eftirlitshlutverki sínum með lögmönnum. Annað veigamikið tæki í því samhengi er heimild félagsins til þess að krefja lögmann um upplýsinga um störf sín og skylda lögmanna til þess að veita félaginu þær. Heimildir sínar að þessu leyti sækir stjórn LMFÍ einkum til 43. gr. siðareglna lögmanna. Í ákvæðinu segir að stjórn LMFÍ hafi eftirlit með því að siðareglunum sé fylgt og að lögmönnum sé skylt, án ástæðulauss dráttar, að gera viðhlítandi grein fyrir máli sínu, eftir boði stjórnar LMFÍ eða úrskurðarnefndar, út af meintu broti eða ágreiningi um skilning á siðareglunum. Lögmönnum er skylt að vera félagar í LMFÍ skv. 1. mgr. 3. gr. laga um lögmenn. Félagið setur sér samþykktir en er óheimilt að hafa aðra starfsemi með höndum en þá sem lög mæla sérstaklega fyrir um, skv. 2. mgr. sama ákvæðis. Hlutverk LMFÍ skv. lögmannalögum er einkum bundið við að veita umsagnir til stjórnvalda um málefni er varða lögmannastéttina. Kemur fram í 5. gr. laganna að LMFÍ komi fram fyrir hönd lögmanna gagnvart dómstólum og stjórnvöldum um málefni sem varða stéttina, setji siðareglur fyrir lögmenn og stuðli að því að sérhver sem þarfnast aðstoðar lögmanns fái notið hennar. Þá hefur LMFÍ eftirlitið með því að lögmaður uppfylli ávallt skilyrði 6., 9. og 12. gr. laganna fyrir lögmannsréttindum, eins og kveðið er á um í 1. mgr. 13. gr. laganna. Í þessu skyni er í 2. mgr. 13. gr. og 23. gr. laganna kveðið á um upplýsingaskyldu lögmanna til LMFÍ og heimild félagsins til þess að afla upplýsinga. Þessar heimildir lúta fyrst og fremst að fjörvörslum lögmanna og að þeir uppfylli skilyrði lögmannsréttinda. Eftirlit með lögmönnum að öðru leyti virðist vera í höndum úrskurðarnefndar lögmanna skv. 3. mgr. 3. gr. laganna. Af öllu ofangreindu kann að leiða að eftirlitshlutverk það sem stjórn LMFÍ er veitt í 1. mgr. 43. gr. siðareglna lögmanna eigi sér ekki fullnægjandi stoð í lögum enda er þess hvergi getið berum orðum í lögum, utan þess sem að ofan er rakið. Að sama skapi má draga þá ályktun af heimild stjórnar LMFÍ til þess að krefja lögmenn upplýsinga um störf sín, og skylda lögmanna til að svara, sé takmörkuð við 13. og 23. gr. laganna. Reynist þetta rétt er ljóst að hlutverki og heimildum stjórnar LMFÍ eru þröngar skorður settar. Þá eru ótaldar þær skorður sem ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga kveða á um. Dómi Landsréttar hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar Íslands og fróðlegt verður að sjá hvernig æðsti dómstóll landsins mun leysa úr málinu.Höfundur er lögmaður
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun