Einhleyp og ævintýragjörn í Montréal Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 31. júlí 2019 20:00 Bergþóra Jónsdóttir, grafískur hönnuður, talar um lífið og stefnumótamenninguna í Montréal, Kanada. Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra í Bergþóru og spjalla aðeins við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal.Afhverju valdir þú að flytja til Kanada?Mig langaði til þess að prufa að búa utan Evrópu svo ég ákvað að tékka á Norður-Ameríku. Ég er búin að búa í Kanada núna í 5 ár en ég flutti fyrst á vesturströndina til Vancouver árið 2014 til að fara í mastersnám í grafískri hönnun. Færði mig svo austur til Montréal eftir útskrift þar sem ég hef verið síðustu þrjú ár að vinna sem hönnuður hjá House9 Design.Færðu oft heimþrá?Ekkert meira en eðlilegt þykir myndi ég halda. Það er náttúrulega alltaf erfitt að missa af tímamótum og viðburðum hjá fjölskyldu og vinum. Annars er ég svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig í Montréal og mér finnst borgin svo frábær, sú allra uppáhalds hingað til, að heimþráin hefur aldrei verið óyfirstíganleg.Berþóra flutti til Vancouver árið 2014 til þess að fara í mastersnám í grafískri hönnun. Eftir útskrift færði hún sig svo yfir til Montréal.Þegar Bergþóra er spurð hvort að henni langi stundum til þess að flytja heim segir hún það líklega vera að gerast á næstunni þar sem stefnan er tekin á það að flytja til Íslands í haust. Hún segir það erfiða við að búa erlendis vera fjarlægðin við fjölskylduna og vini á Íslandi.Svo er það auðvitað vöntunin á saltlakkrís, nálægum sjó, fjöllum og útisundlaugum sem fá mig til að sakna Íslands.Hvað heimsækir þú Ísland oft? Að minnsta kosti tvisvar á ári síðan ég fór út. Þurfti svo líka að kolefnisjafna ansi duglega meðan WOWair flaug beint á milli, sælla minninga. Þegar spjallið berst að Montréal þá segir hún kúltúrinn, fólkið og matinn vera það sem heilli mest. Einnig talar hún um að Montréal er ódýrasta borgin í Kanada sem gerir það að verkum að hún laðar að sér listafólk úr öllum greinum sem kemst af með minna en annarsstaðar.Ég bjó til dæmis fyrst með vini mínum sem er tónlistarmaður og rithöfundur og bý núna með dansara og húsgagnasmið. Það er alveg ótrúlegt magn af skapandi fólki að gera spennandi hluti úti um alla borg. Alltaf eitthvað um að vera alla daga. Svo er Montréal líka mjög evrópsk, hún er stærsta frönskumælandi borg í heimi á eftir París.Bergþóra segir félagslífið mun virkara í Montréal en á Íslandi. Hún segir fólk kunna betur að njóta lífsins og halda meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Að hvaða leiti er félagslífið í Montréal frábrugðið því frá Íslandi?Mér finnst fólk kunna almennt miklu betur að njóta lífsins og halda betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á Íslandi finnst mér fólk almennt vinna of mikið á kostnað þessa jafnvægis. Veturnir eru kaldir og sumrin heit sem Montréalbúar nýta sér til hins ýtrasta. Göturnar eru fullar af fólki á sumrin og fólk er duglegt að chilla í görðum og á veröndum í drykk eftir vinnu. Á veturnar klæðir fólk sig svo bara í föðurlandið og kuldastígvélin áður en það heldur út.Social lífið finnst mér frábrugðið að því leyti að fólk í Montréal er virkilega félagslynt. Ef fólki finnst einhverskonar viðburði vanta í flóruna græjar það þá bara sjálft og skipuleggur jafnvel tónleika og sýningar heima hjá sér. Þegar Bergþóra er spurð að því hvernig það er að vera Íslendingur í Montréal segir hún að fólki finnst það almennt mjög töff. Hún segir einnig að með tilkomu WOWair hafi næstum allir sem hún þekkir annaðhvort komið til Íslands eða verið á leiðinni þangað.Fólki finnst Ísland mjög spennandi og mér hefur alveg verið boðið á deit fyrir það eitt að vera íslensk. Hef bent þeim mönnum vinsamlega á Tripadvisor. Hver er algengasta spurningin sem þú færð sem Íslendingur? „Afhverju fluttirðu þaðan?“ Fólk sér Ísland fyrir sér sem einhverja liberal náttúru-útópíu þar sem Björk leiðir daglegar kóngagöngur í gegnum mosabreiður. Hef aðeins kippt fólki niður á jörðina með það.Allt litrófið viðurkennt og fólk óhrætt við að vera það sjálft segir Bergþóra þegar hún er spurð um stefnumótamenninguna í Montréal.Hvernig er stefnumótamenningin í Montréal? Frekar amerísk að því leyti að það þykir ekkert tiltökumál að deita fleiri en eina manneskju í einu. Vinur minn hefur t.d. skammað mig mikið fyrir að vera svo gamaldags að deita alltaf bara einn gaur í einu.Svo er líka mikið um polyamory (fjölsambönd), svo það eru ekkert allir að velja eina manneskju úr hópi vonbiðla til að gefa sína einu rós í lokin. Ísland er svo lítið að það hefur bókstaflega þótt fréttnæmt ef fólk er í opnu sambandi. Í Montréal er allt litrófið viðurkennt og fólk óhrætt við að vera það sjálft, sem mér þykir algjörlega frábært.Ég hef verið skömmuð af vini mínum fyrir að vera of gamaldags að vera bara að deita einn gaur í einu segir Bergþóra þegar hún talar um hvað stefnumótamenningin í Montréal sé ólík þeirri íslensku.Að hvaða leiti eru kanadískir menn ólíkir íslenskum?Aðallega finnst mér þeir vanari „alvöru“ deitmenningu og því sjálfsöruggari og opnari þegar kemur að spjalli á forritum og því að bjóða á deit. Svo er alveg eitthvað til í mýtunni um kurteisa Kanadamanninn sem biðst afsökunar á öllu. Annars finnst mér lítill munur þegar á stefnumótið er komið og ekki alveg hægt að dæma út frá þjóðerni. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum?Hef mest verið að nota Bumble í Montréal sem mér finnst frekar fínt. Gott notendaviðmót og gott vibe, finnst það meira „alvöru“ en Tinder.Í gagnkynhneigða mode-inu þarf stelpan líka að senda fyrstu skilaboðin sem mér finnst skemmtilega feminískt. Væri alveg til í að sjá meiri notkun á því en Tinder á Íslandi. Pressan að giftast, eignast börn og koma sér vel fyrir er ekki til staðar í Montréal segir Berþóra. Hún segir flesta vini sína barnlausa og ekki að reyna að passa inn í vísitölufjölskyldumótið.Þegar við ræðum um pressuna að giftast og eignast börn segir hún hana vera mjög ólíka þeirri sem tíðkast á Íslandi. Fólk er t.d. mjög latt við að gifta sig í Montréal þar sem skráð sambúð veitir pörum sömu réttindi og gifting. Eins eru flestir vinir mínir og vinnufélagar barnlausir og lítið að stressa sig á því að passa í vísitölufjölskyldumótið. En að lokum, er Bergþóra að leita að ástinni? Ég er ekki aktívt að leita að ástinni akkúrat núna en hefði heldur ekkert á móti því að hitta einhvern frábæran. Helst einhvern nógu fyndinn til að mér verði illt í maganum af hlátri.Einlægni, víðsýni og metnaður heilla mig líka sem og auðmýktin sem fylgir því að vera sáttur í eigin skinni. Svo þyrfti hann líka að nenna ansi mörgum sundferðum hringinn í kringum landið því ég þarf að vinna upp síðustu 5 ár! Makamál þakka Bergþóru kærlega fyrir spjallið og vona að hún njóti síðustu viknanna í stórborginni Montréal. Fyrir þá sem langar að fylgjast betur með þessari skemmtilegu og ævintýragjörnu konu þá er Instagram prófíllinn hennar hér. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Bergþóra Jónsdóttir er 33 ára grafískur hönnuður búsett í Montréal í Kanada. Hún er ekki óvön því að búa erlendis en áður hefur hún verið búsett í Bretlandi, Sviss, Austurríki og Danmörku. Makamál fengu að heyra í Bergþóru og spjalla aðeins við hana um lífið og hvernig það er að vera einhleyp, íslensk kona í stórborginni Montréal.Afhverju valdir þú að flytja til Kanada?Mig langaði til þess að prufa að búa utan Evrópu svo ég ákvað að tékka á Norður-Ameríku. Ég er búin að búa í Kanada núna í 5 ár en ég flutti fyrst á vesturströndina til Vancouver árið 2014 til að fara í mastersnám í grafískri hönnun. Færði mig svo austur til Montréal eftir útskrift þar sem ég hef verið síðustu þrjú ár að vinna sem hönnuður hjá House9 Design.Færðu oft heimþrá?Ekkert meira en eðlilegt þykir myndi ég halda. Það er náttúrulega alltaf erfitt að missa af tímamótum og viðburðum hjá fjölskyldu og vinum. Annars er ég svo ótrúlega heppin með fólkið í kringum mig í Montréal og mér finnst borgin svo frábær, sú allra uppáhalds hingað til, að heimþráin hefur aldrei verið óyfirstíganleg.Berþóra flutti til Vancouver árið 2014 til þess að fara í mastersnám í grafískri hönnun. Eftir útskrift færði hún sig svo yfir til Montréal.Þegar Bergþóra er spurð hvort að henni langi stundum til þess að flytja heim segir hún það líklega vera að gerast á næstunni þar sem stefnan er tekin á það að flytja til Íslands í haust. Hún segir það erfiða við að búa erlendis vera fjarlægðin við fjölskylduna og vini á Íslandi.Svo er það auðvitað vöntunin á saltlakkrís, nálægum sjó, fjöllum og útisundlaugum sem fá mig til að sakna Íslands.Hvað heimsækir þú Ísland oft? Að minnsta kosti tvisvar á ári síðan ég fór út. Þurfti svo líka að kolefnisjafna ansi duglega meðan WOWair flaug beint á milli, sælla minninga. Þegar spjallið berst að Montréal þá segir hún kúltúrinn, fólkið og matinn vera það sem heilli mest. Einnig talar hún um að Montréal er ódýrasta borgin í Kanada sem gerir það að verkum að hún laðar að sér listafólk úr öllum greinum sem kemst af með minna en annarsstaðar.Ég bjó til dæmis fyrst með vini mínum sem er tónlistarmaður og rithöfundur og bý núna með dansara og húsgagnasmið. Það er alveg ótrúlegt magn af skapandi fólki að gera spennandi hluti úti um alla borg. Alltaf eitthvað um að vera alla daga. Svo er Montréal líka mjög evrópsk, hún er stærsta frönskumælandi borg í heimi á eftir París.Bergþóra segir félagslífið mun virkara í Montréal en á Íslandi. Hún segir fólk kunna betur að njóta lífsins og halda meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs.Að hvaða leiti er félagslífið í Montréal frábrugðið því frá Íslandi?Mér finnst fólk kunna almennt miklu betur að njóta lífsins og halda betra jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Á Íslandi finnst mér fólk almennt vinna of mikið á kostnað þessa jafnvægis. Veturnir eru kaldir og sumrin heit sem Montréalbúar nýta sér til hins ýtrasta. Göturnar eru fullar af fólki á sumrin og fólk er duglegt að chilla í görðum og á veröndum í drykk eftir vinnu. Á veturnar klæðir fólk sig svo bara í föðurlandið og kuldastígvélin áður en það heldur út.Social lífið finnst mér frábrugðið að því leyti að fólk í Montréal er virkilega félagslynt. Ef fólki finnst einhverskonar viðburði vanta í flóruna græjar það þá bara sjálft og skipuleggur jafnvel tónleika og sýningar heima hjá sér. Þegar Bergþóra er spurð að því hvernig það er að vera Íslendingur í Montréal segir hún að fólki finnst það almennt mjög töff. Hún segir einnig að með tilkomu WOWair hafi næstum allir sem hún þekkir annaðhvort komið til Íslands eða verið á leiðinni þangað.Fólki finnst Ísland mjög spennandi og mér hefur alveg verið boðið á deit fyrir það eitt að vera íslensk. Hef bent þeim mönnum vinsamlega á Tripadvisor. Hver er algengasta spurningin sem þú færð sem Íslendingur? „Afhverju fluttirðu þaðan?“ Fólk sér Ísland fyrir sér sem einhverja liberal náttúru-útópíu þar sem Björk leiðir daglegar kóngagöngur í gegnum mosabreiður. Hef aðeins kippt fólki niður á jörðina með það.Allt litrófið viðurkennt og fólk óhrætt við að vera það sjálft segir Bergþóra þegar hún er spurð um stefnumótamenninguna í Montréal.Hvernig er stefnumótamenningin í Montréal? Frekar amerísk að því leyti að það þykir ekkert tiltökumál að deita fleiri en eina manneskju í einu. Vinur minn hefur t.d. skammað mig mikið fyrir að vera svo gamaldags að deita alltaf bara einn gaur í einu.Svo er líka mikið um polyamory (fjölsambönd), svo það eru ekkert allir að velja eina manneskju úr hópi vonbiðla til að gefa sína einu rós í lokin. Ísland er svo lítið að það hefur bókstaflega þótt fréttnæmt ef fólk er í opnu sambandi. Í Montréal er allt litrófið viðurkennt og fólk óhrætt við að vera það sjálft, sem mér þykir algjörlega frábært.Ég hef verið skömmuð af vini mínum fyrir að vera of gamaldags að vera bara að deita einn gaur í einu segir Bergþóra þegar hún talar um hvað stefnumótamenningin í Montréal sé ólík þeirri íslensku.Að hvaða leiti eru kanadískir menn ólíkir íslenskum?Aðallega finnst mér þeir vanari „alvöru“ deitmenningu og því sjálfsöruggari og opnari þegar kemur að spjalli á forritum og því að bjóða á deit. Svo er alveg eitthvað til í mýtunni um kurteisa Kanadamanninn sem biðst afsökunar á öllu. Annars finnst mér lítill munur þegar á stefnumótið er komið og ekki alveg hægt að dæma út frá þjóðerni. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum?Hef mest verið að nota Bumble í Montréal sem mér finnst frekar fínt. Gott notendaviðmót og gott vibe, finnst það meira „alvöru“ en Tinder.Í gagnkynhneigða mode-inu þarf stelpan líka að senda fyrstu skilaboðin sem mér finnst skemmtilega feminískt. Væri alveg til í að sjá meiri notkun á því en Tinder á Íslandi. Pressan að giftast, eignast börn og koma sér vel fyrir er ekki til staðar í Montréal segir Berþóra. Hún segir flesta vini sína barnlausa og ekki að reyna að passa inn í vísitölufjölskyldumótið.Þegar við ræðum um pressuna að giftast og eignast börn segir hún hana vera mjög ólíka þeirri sem tíðkast á Íslandi. Fólk er t.d. mjög latt við að gifta sig í Montréal þar sem skráð sambúð veitir pörum sömu réttindi og gifting. Eins eru flestir vinir mínir og vinnufélagar barnlausir og lítið að stressa sig á því að passa í vísitölufjölskyldumótið. En að lokum, er Bergþóra að leita að ástinni? Ég er ekki aktívt að leita að ástinni akkúrat núna en hefði heldur ekkert á móti því að hitta einhvern frábæran. Helst einhvern nógu fyndinn til að mér verði illt í maganum af hlátri.Einlægni, víðsýni og metnaður heilla mig líka sem og auðmýktin sem fylgir því að vera sáttur í eigin skinni. Svo þyrfti hann líka að nenna ansi mörgum sundferðum hringinn í kringum landið því ég þarf að vinna upp síðustu 5 ár! Makamál þakka Bergþóru kærlega fyrir spjallið og vona að hún njóti síðustu viknanna í stórborginni Montréal. Fyrir þá sem langar að fylgjast betur með þessari skemmtilegu og ævintýragjörnu konu þá er Instagram prófíllinn hennar hér.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45 Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00 Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Binni Glee fer ekki á stefnumót: „Ég er meira í RBB“ Makamál Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Makamál Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu Makamál Fyndin, fiðrildi og flugfreyja Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Sönn íslensk makamál: Hæ, ríða? Þegar þú ert á þessum svokallaða markaði sem einhleypur einstaklingur geta þarfirnar verið misjafnar eftir því hvaða tímabil þú ert að ganga í gegnum. Stundum er fólk að jafna sig eftir sambandsslit og stundum er fólk í einbeittri leit að ástinni. 29. júlí 2019 19:45
Einhleypan: Siggi Sól, kærulaus, klæminn og krútt Sigurður Sólmundarson, eða Siggi Sól eins og hann er oftast kallaður, er 42 ára verktaki, skemmtikraftur og gleðigjafi. Fáum að kynnast Sigga Sól sem er Einhleypa Makamála þessa vikuna. 30. júlí 2019 20:00
Emojional: Gummi Emil Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst. 29. júlí 2019 21:00