Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., hefur fundað með fulltrúum Umboðsmanns skuldara hér á landi. Vildi hann þá lítið ræða starfshætti fyrirtækisins sem býður nú skammtímalán á 53,7 prósenta vöxtum. Mynd/Kredia Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira