Smálán heyra nú sögunni til Ari Brynjólfsson skrifar 26. júlí 2019 06:00 Heimasíða smálánafyrirtækisins Hraðpeninga, sem fært hefur lén sitt til Danmerkur. FBL/Valli Forstjóri Kredia Group heitir því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir, að minnsta kosti á þeirra vegum. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að frá því í maí síðastliðnum hafi vextir Hraðpeninga, Múla, 1919, Smálána og Kredia lækkað niður í 53,75 prósent, sem er það hæsta sem lög leyfa. „Ef þú tekur 20 þúsund króna lán hjá okkur þá þarftu að borga 20.719 krónur ef þú borgar innan mánaðar. Við berum virðingu fyrir hámarksgjöldum á Íslandi,“ segir Ondrej.Gísli Kr. Björnsson, lögmaðurGísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, sem sér um að innheimta fyrir smálánafyrirtækin á Íslandi, segir að hætt sé að innheimta lán sem eru með yfir 53,75 prósent vöxtum. „Það eru engin eldri lán í innheimtu,“ segir Gísli. „Það var að kröfu Almennrar innheimtu að þessum lánum var breytt og við höfum útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Öllum lánum hafi verið breytt þannig að þau fari ekki yfir hámark árlegs hlutfallskostnaðar. „Ef það er einhver með eldri kröfu í innheimtu þá óska ég eftir að viðkomandi leiti til okkar. Við viljum aðeins innheimta kröfur sem eru í samræmi við íslensk lög.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það jákvætt að smálánin heyri sögunni til. „Ef það er raunverulega svo að Almenn innheimta er loksins að hætta innheimtu á ólögmætu smálánunum þá auðvitað fögnum við því, enda tími til kominn, og við væntum þess að ólögmætar kröfur verði látnar niður falla,“ segir Brynhildur. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Forstjóri Kredia Group heitir því að dagar smálána á allt að 3.000 prósenta vöxtum séu liðnir, að minnsta kosti á þeirra vegum. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, segir að frá því í maí síðastliðnum hafi vextir Hraðpeninga, Múla, 1919, Smálána og Kredia lækkað niður í 53,75 prósent, sem er það hæsta sem lög leyfa. „Ef þú tekur 20 þúsund króna lán hjá okkur þá þarftu að borga 20.719 krónur ef þú borgar innan mánaðar. Við berum virðingu fyrir hámarksgjöldum á Íslandi,“ segir Ondrej.Gísli Kr. Björnsson, lögmaðurGísli Kr. Björnsson, lögmaður og stjórnandi Almennrar innheimtu, sem sér um að innheimta fyrir smálánafyrirtækin á Íslandi, segir að hætt sé að innheimta lán sem eru með yfir 53,75 prósent vöxtum. „Það eru engin eldri lán í innheimtu,“ segir Gísli. „Það var að kröfu Almennrar innheimtu að þessum lánum var breytt og við höfum útvegað allar sundurliðanir sem við höfum getað og verið beðin um.“ Öllum lánum hafi verið breytt þannig að þau fari ekki yfir hámark árlegs hlutfallskostnaðar. „Ef það er einhver með eldri kröfu í innheimtu þá óska ég eftir að viðkomandi leiti til okkar. Við viljum aðeins innheimta kröfur sem eru í samræmi við íslensk lög.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það jákvætt að smálánin heyri sögunni til. „Ef það er raunverulega svo að Almenn innheimta er loksins að hætta innheimtu á ólögmætu smálánunum þá auðvitað fögnum við því, enda tími til kominn, og við væntum þess að ólögmætar kröfur verði látnar niður falla,“ segir Brynhildur. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Tengdar fréttir Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00 Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00 Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07 Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. 23. júlí 2019 08:00
Vilja breytt lög um smálán Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið birti í gær áform um lagabreytingu á lögum um neytendalán á samráðsvef stjórnvalda. 13. júlí 2019 07:00
Þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið Neytendasamtökin hafa tekið saman þrjú skref sem lántakendur smálána geta stigið til þess að vernda eigin hagsmuni gagnvart smálánafyrirtækjum. Það er mat Neytendasamtakanna að ekki megi innheimta kröfur sem bera ólöglega vexti. 20. júní 2019 18:07
Komist upp með grímulaus lögbrot Í kjölfar þess að Alþingi setti lög á starfsemi smálánafyrirtækja árið 2013 lögðu fyrirtækin upp laupana hvert af öðru. Þau lifa þó enn góðu lífi og halda áfram að lána Íslendingum íslenskar krónur með mörg hundruð prósent vöxtum. 30. mars 2019 08:00