Almenningsrými við Miðbakka opnað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. júlí 2019 18:45 Fyrirtækið Skiltamálun sá um myndskreytingar og málun á torginu, sem er skreytt sjávartengdum myndum. Mynd/Reykjavíkurborg Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á. Opnun Miðbakkans er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafnar en svæðið sem um ræðir var áður bílastæði. Miðbakki verður nú svæði þar sem áhersla er á samspil milli hafnar, borgar og borgarbúa. „Hugmyndin kemur í tengslum við það að það er að opna mjög stórt bílastæði hér neðanjarðar í tengslum við hafnartorgið þannig að bílastæðum er að fjölga mjög mikið hér neðanjarðar og þess vegna erum við að taka bílastæði af yfirborði og færa þau svæði aftur til almennings,“ sagði Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Á svæðinu eru ýmis tímabundin verkefni hafa verið sett upp á svæðinu og er markmiðið að svæðið sé fjölskylduvænt. Þar má finna hjólabrettavöll, körfuboltavöll og að sjálfsögðu matartorg með fjölbreyttu úrvali matarvagna. „Það er hellingur um að vera. Það eru matarvagnar hér. Hér er körfuboltavöllur ásamt því að hér verður sérstakt hjólabrettasvæði sem er sérstaklega hannað fyrir hjólabrettaiðkendur og það skiptir mjög miklu máli að þessar íþróttir fái aðstöðu hér. Það sem við höfum verið að reka okkur á er að það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inni í borginni,“ sagði Sigurborg. Þá er ekki von á að á svæðinu verði aftur bílastæði í bráð. „Framtíðarplönin eru að skoða Miðbakkann í heild sinni og skoða hann sem almenningsrými í heild sinni og þá í tengslum við þau skip sem leggja hérna upp við höfnina og mögulega bætta aðstöðu fyrir þá farþega sem koma hér að,“ sagði Sigurborg.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþór
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Miðbakkinn verður aldrei aftur bílastæði Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnar með pompi og prakt í dag. 12. júlí 2019 12:30