Brjáluð flottheit á LungA 2019 Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Björt Sigfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. Mynd/Ólafur Daði Eggertsson Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt . Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Listahátíðin LungA verður haldin í tuttugasta sinn á Seyðisfirði um næstu helgi. Boðið er upp á líflega dagskrá alla vikuna; listasmiðjur, listsýningar og tónleika. Björt Þorfinnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastýra hátíðarinnar. „Hátíðin verður haldin í tuttugasta skipti í ár, en við höldum upp á afmælið á næsta ári. Við teljum þetta svona eins og í mannárum. Fyrsta hátíð var númer núll. Hún segir hátíðina núna vera upphitun fyrir afmælið og dagskráin því brjálæðislega flott að þessu sinni Skiptinemar á vegum Erasmus Plús eru venju samkvæmt á Seyðisfirði í sumar. „Við höfum verið í því samstarfsverkefni í tólf ár. Þannig að við fáum á hverja hátíð ungmenni víðs vegar að úr Evrópu sem taka þátt í vinnusmiðju sem við stöndum fyrir. Framtíðarsýn er þemað á þessu ári. Í vinnusmiðjunni köfum við svolítið ofan í hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur og hvernig framtíðin mun horfa til baka á okkar tíma,“ segir Björt. Skiptinemarnir munu til dæmis taka fyrir umhverfismál, nánd, minnihlutahópa, kapítalisma og önnur spennandi viðfangsefni. „Við hefjum í raun hátíðina með sýningaropnun og verðum með opnar vinnustofur alla næstu viku og vinnusmiðjurnar í fullum gangi. En þær eru átta og allar orðnar stútfullar.“ Katarína Mogensen og Ása Dýradóttir spila með hljómsveitinni Mammút á LungA í ár. Listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, betur þekkt sem Shoplifter, er til að mynda með eina smiðju. Hún sá um framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár. „Í ár erum við með tónleika báða dagana yfir helgina. Þar koma meðal annars fram Hatari, Mammút, Bríet og GDRN. Stærsta atriðið í ár er Kelsey Lu en hún kemur frá Bandaríkjunum. Svo erum við með eftirpartí í samstarfi við Red Bull en þar koma fram Upsammy frá Hollandi, Bjarki og DJ Dominatricks. Það verður sér svið fyrir það sem verður opnað þegar eftirpartíið byrjar,“ segir Björt. Þarna verður markaðsstemning á laugardeginum þar sem Þrenna mun bjóða gestum og gangandi upp á grillaðar pylsur. „Þar verða sölubásar og alls konar skemmtilegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.“ Björt segir flesta bæjarbúar ánægða með hátíðina þó alltaf geti orðið einhverjir árekstrar. „En við bætum fyrir okkar mistök og höfum alltaf það að leiðarljósi að gera betur.“ Listasmiðjur vikunnar eru svo með sýningu fyrir tónleikana á föstudagskvöldinu úti um allan bæ. „Það er nokkurs konar hápunktur hátíðarinnar,“ segir Björt .
Birtist í Fréttablaðinu Menning Seyðisfjörður LungA Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira