Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2019 06:00 Afplánun vararefsinga fer fram á Hólmsheiði. Fréttablaðið/Vilhelm Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vararefsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að innheimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnaðaráhrif samfélagsþjónustu í tilvikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun líklegri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vararefsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við lágt innheimtuhlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalagabrot og önnur svokölluð hvítflibbabrot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vararefsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplánað með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tímakaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Fangelsismál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira