Væri þriðjungur af hlutfalli Arion Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifa 17. júlí 2019 09:00 Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán Eiginfjárhlutfall norrænna banka væri liðlega þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka ef þær eiginfjárkröfur sem gerðar eru til fyrrnefndu bankanna væru reiknaðar samkvæmt sömu aðferð og íslensku bankarnir notast við. Þetta má lesa út úr úttekt sem Arion banki hefur gert og kynnt var lífeyrissjóðum og fagfjárfestum í aðdraganda útboðs sem bankinn hélt í síðasta mánuði á tveimur nýjum víkjandi skuldabréfaflokkum í krónum. Í úttektinni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er meðal annars bent á að eiginfjárhlutfall Arion banka, sem var 22,3 prósent í lok mars síðastliðins, sé hærra en flestra evrópskra og norrænna banka, hvort sem hlutfall erlendu bankanna sé reiknað samkvæmt staðalaðferðinni, eins og tíðkast hér á landi, eða innramatsaðferðinni en flestir bankar í álfunni notast við síðarnefndu aðferðina. Ef gert væri ráð fyrir því að hlutfall áhættuvoga af heildareignum norrænna banka væri það sama og í tilfelli Arion banka, um 65 prósent, myndi eiginfjárhlutfall umræddra banka lækka verulega og yrði í sumum tilfellum aðeins ríflega þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka. Þannig yrði eiginfjárhlutfall Svenska Handelsbanken til að mynda aðeins 7,7 prósent, eftir því sem fram kemur í úttektinni, en til samanburðar er eiginfjárhlutfall sænska bankans 21 prósent eins og það er reiknað út í innramatsaðferðinni. Eiginfjárhlutfall Danske Bank myndi auk þess lækka úr 21,3 prósentum í aðeins 6,9 prósent og í tilviki Nordea Bank færi hlutfallið úr 19,9 prósentum niður í 8,7 prósent, svo fáein dæmi séu tekin. Staðalaðferðin – en samkvæmt henni er áhættugrunnur banka fenginn með því að vega eignir bankanna með áhættuvogum í samræmi við sérstakan Basel-staðal – gerir það því að verkum að íslensku bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en evrópskir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Með upptöku innramatsaðferðarinnar gæti eiginfjárþörf íslensku bankanna því dregist verulega saman. Eins og fjallað hefur verið um á síðum Markaðarins hafa stóru viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn - haft það til skoðunar að taka upp slíka aðferð en það er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og gæti það tekið bankana í það minnsta þrjú ár að öðlast slíkt samþykki.Strangar eiginfjárkröfur hafa sætt gagnrýni, sér í lagi nú þegar samdráttur er hafinn í efnahagslífinu, enda dragi kröfurnar úr getu bankanna til að auka útlán þegar atvinnulífið þarf á auknu lánsfé að halda. Fréttablaðið/ErnirStaðalaðferð víða gagnrýnd Eiginfjárhlutfall banka er reiknað sem hlutfall eigin fjár af eignum á áhættugrunni. Að jafnaði eru tvær aðferðir notaðar til þess að leggja mat á áhættugrunn eigna: staðalaðferð og innramatsaðferð. Síðari aðferðin byggist á því að bankarnir meta sjálfir áhættu af útlánum og öðrum eignum með líkönum sem þeir hafa smíðað og hlotið hafa blessun stjórnvalda. Bankarnir notast þá við mismunandi áhættuvogir, allt eftir því hve áhættusamar eignir er um að ræða, og geta þannig lækkað eiginfjárbindingu sína á áhættulitlum eignum en hækkað á móti eiginfjárbindingu á áhættumeiri eignum. Svigrúm bankanna til þess að meta áhættu af útlánum – og þar með eiginfjárþörf sína – er þannig ríkt. Eftir því sem hlutfall áhættuvoganna – og þar með áhættugrunnsins – af heildareignum banka er lægra dregur úr eiginfjárþörf bankans. Umrætt hlutfall er hátt á meðal íslensku bankanna, eða að meðaltali um 70 prósent, á meðan það er á bilinu 25 til 40 prósent að meðaltali á meðal stærstu bankanna á Norðurlöndunum. Sem dæmi lækkaði hlutfallið verulega hjá stærstu bönkum Svíþjóðar eftir að þeir tóku upp innramatsaðferðina árið 2007. Fór það úr 50 prósentum í 25 prósent árið 2017. Lægri áhættuvogir leiddu til hækkandi eiginfjárhlutfalls á meðal sænsku bankanna en það fór úr 6 prósentum árið 2006 í 17 prósent sjö árum síðar. Á sama tíma hélst vogunarhlutfallið hins vegar nokkuð stöðugt í fjórum prósentum. Þrátt fyrir að nokkur gagnrýni hafi beinst að því hvernig sumir evrópskir bankar nota innramatsaðferðina markvisst til þess að lækka áhættuvogir sínar, þá er engu að síður talið að sú aðferð gefi réttari mynd af eiginfjárstöðu banka en staðalaðferðin. Ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hvatti til dæmis íslensk stjórnvöld fyrir fáeinum árum til þess að leyfa bönkunum að nota innramatsaðferðina til þess að meta eiginfjárþörf sína. Áhættuvogir bankanna, samkvæmt staðalaðferðinni, væru í mörgum tilvikum of háar. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. 3. júlí 2019 07:45 Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum. 9. júlí 2019 14:48 Kaupþing selur allan hlut sinn í Arion banka Kaupþing hefur lengst af átt stóran meirihluta í Arion banka frá endurreisn bankans, en nú stendur til að selja þau 20% sem eftir eru af hlut félagsins. 1. júlí 2019 17:59 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Eiginfjárhlutfall norrænna banka væri liðlega þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka ef þær eiginfjárkröfur sem gerðar eru til fyrrnefndu bankanna væru reiknaðar samkvæmt sömu aðferð og íslensku bankarnir notast við. Þetta má lesa út úr úttekt sem Arion banki hefur gert og kynnt var lífeyrissjóðum og fagfjárfestum í aðdraganda útboðs sem bankinn hélt í síðasta mánuði á tveimur nýjum víkjandi skuldabréfaflokkum í krónum. Í úttektinni, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er meðal annars bent á að eiginfjárhlutfall Arion banka, sem var 22,3 prósent í lok mars síðastliðins, sé hærra en flestra evrópskra og norrænna banka, hvort sem hlutfall erlendu bankanna sé reiknað samkvæmt staðalaðferðinni, eins og tíðkast hér á landi, eða innramatsaðferðinni en flestir bankar í álfunni notast við síðarnefndu aðferðina. Ef gert væri ráð fyrir því að hlutfall áhættuvoga af heildareignum norrænna banka væri það sama og í tilfelli Arion banka, um 65 prósent, myndi eiginfjárhlutfall umræddra banka lækka verulega og yrði í sumum tilfellum aðeins ríflega þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka. Þannig yrði eiginfjárhlutfall Svenska Handelsbanken til að mynda aðeins 7,7 prósent, eftir því sem fram kemur í úttektinni, en til samanburðar er eiginfjárhlutfall sænska bankans 21 prósent eins og það er reiknað út í innramatsaðferðinni. Eiginfjárhlutfall Danske Bank myndi auk þess lækka úr 21,3 prósentum í aðeins 6,9 prósent og í tilviki Nordea Bank færi hlutfallið úr 19,9 prósentum niður í 8,7 prósent, svo fáein dæmi séu tekin. Staðalaðferðin – en samkvæmt henni er áhættugrunnur banka fenginn með því að vega eignir bankanna með áhættuvogum í samræmi við sérstakan Basel-staðal – gerir það því að verkum að íslensku bankarnir þurfa að binda mun meira eigið fé en evrópskir bankar til þess að ná fram sama eiginfjárhlutfalli. Með upptöku innramatsaðferðarinnar gæti eiginfjárþörf íslensku bankanna því dregist verulega saman. Eins og fjallað hefur verið um á síðum Markaðarins hafa stóru viðskiptabankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn - haft það til skoðunar að taka upp slíka aðferð en það er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins og gæti það tekið bankana í það minnsta þrjú ár að öðlast slíkt samþykki.Strangar eiginfjárkröfur hafa sætt gagnrýni, sér í lagi nú þegar samdráttur er hafinn í efnahagslífinu, enda dragi kröfurnar úr getu bankanna til að auka útlán þegar atvinnulífið þarf á auknu lánsfé að halda. Fréttablaðið/ErnirStaðalaðferð víða gagnrýnd Eiginfjárhlutfall banka er reiknað sem hlutfall eigin fjár af eignum á áhættugrunni. Að jafnaði eru tvær aðferðir notaðar til þess að leggja mat á áhættugrunn eigna: staðalaðferð og innramatsaðferð. Síðari aðferðin byggist á því að bankarnir meta sjálfir áhættu af útlánum og öðrum eignum með líkönum sem þeir hafa smíðað og hlotið hafa blessun stjórnvalda. Bankarnir notast þá við mismunandi áhættuvogir, allt eftir því hve áhættusamar eignir er um að ræða, og geta þannig lækkað eiginfjárbindingu sína á áhættulitlum eignum en hækkað á móti eiginfjárbindingu á áhættumeiri eignum. Svigrúm bankanna til þess að meta áhættu af útlánum – og þar með eiginfjárþörf sína – er þannig ríkt. Eftir því sem hlutfall áhættuvoganna – og þar með áhættugrunnsins – af heildareignum banka er lægra dregur úr eiginfjárþörf bankans. Umrætt hlutfall er hátt á meðal íslensku bankanna, eða að meðaltali um 70 prósent, á meðan það er á bilinu 25 til 40 prósent að meðaltali á meðal stærstu bankanna á Norðurlöndunum. Sem dæmi lækkaði hlutfallið verulega hjá stærstu bönkum Svíþjóðar eftir að þeir tóku upp innramatsaðferðina árið 2007. Fór það úr 50 prósentum í 25 prósent árið 2017. Lægri áhættuvogir leiddu til hækkandi eiginfjárhlutfalls á meðal sænsku bankanna en það fór úr 6 prósentum árið 2006 í 17 prósent sjö árum síðar. Á sama tíma hélst vogunarhlutfallið hins vegar nokkuð stöðugt í fjórum prósentum. Þrátt fyrir að nokkur gagnrýni hafi beinst að því hvernig sumir evrópskir bankar nota innramatsaðferðina markvisst til þess að lækka áhættuvogir sínar, þá er engu að síður talið að sú aðferð gefi réttari mynd af eiginfjárstöðu banka en staðalaðferðin. Ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman hvatti til dæmis íslensk stjórnvöld fyrir fáeinum árum til þess að leyfa bönkunum að nota innramatsaðferðina til þess að meta eiginfjárþörf sína. Áhættuvogir bankanna, samkvæmt staðalaðferðinni, væru í mörgum tilvikum of háar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. 3. júlí 2019 07:45 Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum. 9. júlí 2019 14:48 Kaupþing selur allan hlut sinn í Arion banka Kaupþing hefur lengst af átt stóran meirihluta í Arion banka frá endurreisn bankans, en nú stendur til að selja þau 20% sem eftir eru af hlut félagsins. 1. júlí 2019 17:59 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Taconic að auka hlut sinn í Arion um helming Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital, sem fer núna með sextán prósenta hlut í Arion banka, mun kaupa tæplega helminginn af tuttugu prósenta hlut Kaupþings í bankanum en eignarhaldsfélagið er nú að ganga frá sölu á öllum bréfum sínum í Arion banka, líklega strax í þessari viku. 3. júlí 2019 07:45
Ríkissjóður fær tíu milljarða við sölu Arion banka Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, hefur lokið sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka, eða 20 prósent eignarhlut í bankanum. 9. júlí 2019 14:48
Kaupþing selur allan hlut sinn í Arion banka Kaupþing hefur lengst af átt stóran meirihluta í Arion banka frá endurreisn bankans, en nú stendur til að selja þau 20% sem eftir eru af hlut félagsins. 1. júlí 2019 17:59