Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. júlí 2019 07:15 Skipið Zuiderdam sem er hér í Sundahöfn fær góða einkunn hjá umhverfissamtökunum Friends of the Earth sem birtist í júní. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. „Þessu fylgir auðvitað mengun eins og öllum ferðamáta en það eru eiginlega allir á fleygiferð við að bæta ástandið. Mér finnst við varla hafa séð reyk úr þessum skipum í sumar. Maður sér miklar breytingar milli ára,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, um mengun af völdum skemmtiferðaskipa. Í ár er gert ráð fyrir að komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar verði 208 en þær voru 179 á síðasta ári. Á meðan skipin liggja í höfn nota þau dísilolíu eða skipagasolíu til að framleiða rafmagn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ástandið almennt séð ágætt. „Eigendur þessara skipa sem eru að koma eru allir af vilja gerðir. Þeir vita það auðvitað að ef þeir eru ekki að reyna að draga úr umhverfisáhrifum þá lenda þeir bara í vandræðum sjálfir.“ Samkvæmt árlegu útstreymisbókhaldi losuðu skip 47.500 tonn af koltvísýringi innan hafnarsvæða Faxaflóahafna á síðasta ári. Tæpur þriðjungur losunarinnar var vegna skemmtiferðaskipa eða rúmlega 14 þúsund tonn. „Við höfum talað gegn svartolíunni býsna lengi og nú taka gildi um næstu áramót reglur þar sem verður dregið verulega úr brennisteinsinnihaldinu. En að vísu er alltaf þessi koltvísýringslosun sem fylgir skipunum. Ég held að menn séu á réttri leið en þetta tekur tíma,“ segir Gísli. Það sé gott skref og skipin muni þá keyra á eins hreinni olíu og kostur sé og þar með dragi verulega úr útblæstri óheilnæmra efna. Pétur hefur í sumar tekið saman gögn úr skipunum sem komið hafa til Akureyrar þótt ekki hafi allir skilað. Samkvæmt þeim eru langflest skipin að nota olíu með brennisteinsinnihaldi undir þeim mörkum sem tekin verða upp um næstu áramót. „Það verður eflaust ekki mikil breyting á losuninni fyrr en við náum að tengja eitthvað af þessum smærri skemmtiferðaskipum við rafmagn í höfnum. Við erum að skoða það og bíðum skýrslu sem er væntanleg með haustinu,“ segir Gísli. Hann segir að það þurfi líka að horfa á flutningaskipin sem séu álíka stór hluti losunarinnar. „Flutningaskipin taka minni orku þannig að það er viðráðanlegt að setja tengingar fyrir þau. Það er það sem við erum að setja á áætlun hjá okkur.“ Þegar komi hins vegar að raftengingu stærri skipanna við hafnir sé það spurning hvenær slíkt verði valkostur. Hver tenging kosti að minnsta kosti einn milljarð króna. „Í stærstu tengingunum þyrftu stjórnvöld að koma að. En það væri ekki nóg að tengja bara í Reykjavík, því það koma líka mjög mörg skip til Ísafjarðar og Akureyrar. Það er framtíðarsýnin en við eigum auðvitað að byrja á því sem við ráðum við og það er planið.“ Pétur Ólafsson tekur undir með Gísla og segir langt í að hægt verði að tengja stærri skipin á Akureyri. „Við erum núna að undirbúa lengingu einnar bryggju hjá okkur og ætlum að gera klárt til að hægt sé að draga í háspennukapla fyrir minni skemmtiferðaskip. En þetta er gríðarlegur kostnaður og það hefur enginn komið að þessu með okkur enn þá.“ Hann segist áætla að kostnaður við það að koma fyrir lögnum og gera innviði klára fyrir eina bryggju sé um 500 milljónir króna. Sótt hafi verið um styrk í tengslum við samgönguáætlun en ekkert svar borist enn þá. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. „Þessu fylgir auðvitað mengun eins og öllum ferðamáta en það eru eiginlega allir á fleygiferð við að bæta ástandið. Mér finnst við varla hafa séð reyk úr þessum skipum í sumar. Maður sér miklar breytingar milli ára,“ segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, um mengun af völdum skemmtiferðaskipa. Í ár er gert ráð fyrir að komur skemmtiferðaskipa til Akureyrar verði 208 en þær voru 179 á síðasta ári. Á meðan skipin liggja í höfn nota þau dísilolíu eða skipagasolíu til að framleiða rafmagn. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ástandið almennt séð ágætt. „Eigendur þessara skipa sem eru að koma eru allir af vilja gerðir. Þeir vita það auðvitað að ef þeir eru ekki að reyna að draga úr umhverfisáhrifum þá lenda þeir bara í vandræðum sjálfir.“ Samkvæmt árlegu útstreymisbókhaldi losuðu skip 47.500 tonn af koltvísýringi innan hafnarsvæða Faxaflóahafna á síðasta ári. Tæpur þriðjungur losunarinnar var vegna skemmtiferðaskipa eða rúmlega 14 þúsund tonn. „Við höfum talað gegn svartolíunni býsna lengi og nú taka gildi um næstu áramót reglur þar sem verður dregið verulega úr brennisteinsinnihaldinu. En að vísu er alltaf þessi koltvísýringslosun sem fylgir skipunum. Ég held að menn séu á réttri leið en þetta tekur tíma,“ segir Gísli. Það sé gott skref og skipin muni þá keyra á eins hreinni olíu og kostur sé og þar með dragi verulega úr útblæstri óheilnæmra efna. Pétur hefur í sumar tekið saman gögn úr skipunum sem komið hafa til Akureyrar þótt ekki hafi allir skilað. Samkvæmt þeim eru langflest skipin að nota olíu með brennisteinsinnihaldi undir þeim mörkum sem tekin verða upp um næstu áramót. „Það verður eflaust ekki mikil breyting á losuninni fyrr en við náum að tengja eitthvað af þessum smærri skemmtiferðaskipum við rafmagn í höfnum. Við erum að skoða það og bíðum skýrslu sem er væntanleg með haustinu,“ segir Gísli. Hann segir að það þurfi líka að horfa á flutningaskipin sem séu álíka stór hluti losunarinnar. „Flutningaskipin taka minni orku þannig að það er viðráðanlegt að setja tengingar fyrir þau. Það er það sem við erum að setja á áætlun hjá okkur.“ Þegar komi hins vegar að raftengingu stærri skipanna við hafnir sé það spurning hvenær slíkt verði valkostur. Hver tenging kosti að minnsta kosti einn milljarð króna. „Í stærstu tengingunum þyrftu stjórnvöld að koma að. En það væri ekki nóg að tengja bara í Reykjavík, því það koma líka mjög mörg skip til Ísafjarðar og Akureyrar. Það er framtíðarsýnin en við eigum auðvitað að byrja á því sem við ráðum við og það er planið.“ Pétur Ólafsson tekur undir með Gísla og segir langt í að hægt verði að tengja stærri skipin á Akureyri. „Við erum núna að undirbúa lengingu einnar bryggju hjá okkur og ætlum að gera klárt til að hægt sé að draga í háspennukapla fyrir minni skemmtiferðaskip. En þetta er gríðarlegur kostnaður og það hefur enginn komið að þessu með okkur enn þá.“ Hann segist áætla að kostnaður við það að koma fyrir lögnum og gera innviði klára fyrir eina bryggju sé um 500 milljónir króna. Sótt hafi verið um styrk í tengslum við samgönguáætlun en ekkert svar borist enn þá.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12