Dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að keyra viljandi á nágranna sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2019 12:17 Ragnar Valur Björgvinsson má ekki brjóta af sér næstu tvö árin ella fer hann í sex mánaða fangelsi. Vísir Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 frá því 2014 má sjá að neðan.Klippa: Styrjöld milli nágranna í Flóanum nær ótrúlegum hæðum Ragnar bar við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs. Að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en á það féllst dómarinn í málinu ekki. Ræddi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur. Nánar má kynna sér dóminn hér. Dómsmál Flóahreppur Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Miklar deilur hafa staðið yfir í Flóahreppi milli ábúaenda á Langholti 1 og 2 vegna landamerkja. Nú hefur íbúi á Langholti 1 kært sveitarstjóra fyrir að stinga gögnum undir stól. 16. ágúst 2016 07:00 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Ragnar Valur Björgvinsson hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka á nágranna sinn Hreggvið Hermannsson í desember 2017. Nágrannarnir hafa staðið í miklum deilum á Langholti 1 og Langholti 2 í Flóa og hafa ásakanir og kærur gengið fram og til baka í þeim efnum. Ragnar var sakfelldur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás með því að hafa ekið á Hreggvið þar sem hann stóð í heimreiðinni að heimili Ragnars. Voru afleiðingarnar þær að Hreggviður endaði uppi á húddi bílsins. Hörfaði Hreggviður í framhaldinu undan bílnum með hendur á húddinu en endaði aftur uppi á bílnum. Þá ók Ragnar á milli trjágróðurs og út á aðliggjandi tún með Hreggvið á húddinu. Lauk öllu saman með því að Hreggviður féll af bílnum og varð undir vinstra afturhjóli hans. Hlaut hann ýmis sár við þetta. Grannarnir hafa átt í langvarandi deilum og hefur þeim endurtekið verið gerð skil í fjölmiðlum, allt aftur til ársins 2014. Deilan snýst í grunninn um landspildu eftir makaskipti á tveimur jörðum árið 1987.Frétt Stöðvar 2 frá því 2014 má sjá að neðan.Klippa: Styrjöld milli nágranna í Flóanum nær ótrúlegum hæðum Ragnar bar við að hann hefði verið að verjast árás Hreggviðs. Að um sjálfsvörn hefði verið að ræða en á það féllst dómarinn í málinu ekki. Ræddi dómarinn í niðurstöðu sinni sérstaklega áralangar deilur þeirra félaga. Þær réttlæti ekki beitingu ofbeldis af hálfu Ragnars umrætt sinn. Var hann dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða Hreggviði granna sínum 700 þúsund krónur í miskabætur. Nánar má kynna sér dóminn hér.
Dómsmál Flóahreppur Tengdar fréttir Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00 Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06 Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12 Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Miklar deilur hafa staðið yfir í Flóahreppi milli ábúaenda á Langholti 1 og 2 vegna landamerkja. Nú hefur íbúi á Langholti 1 kært sveitarstjóra fyrir að stinga gögnum undir stól. 16. ágúst 2016 07:00 Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Segir nágranna hafa reynt að aka yfir sig á skurðgröfu Styrjöld geisar á tveimur nágrannabæjum í Flóa og lögreglan hefur ekki undan að sinna útköllum vegna málsins. 9. desember 2014 20:00
Stríðið í Flóa: Segir lóðaskjöl týnd en dóttir deiluaðila starfar hjá sýslumanni Sýslumaður vísar þessu alfarið á bug og segir engin skjöl týnd. 10. desember 2014 11:06
Illvígar nágrannadeilur í Flóahreppi Stór beltagrafa komin á staðinn til að brjóta niður grjóthleðslu. 8. desember 2014 20:12
Kærir sveitarstjóra fyrir handvömm í starfi sínu Miklar deilur hafa staðið yfir í Flóahreppi milli ábúaenda á Langholti 1 og 2 vegna landamerkja. Nú hefur íbúi á Langholti 1 kært sveitarstjóra fyrir að stinga gögnum undir stól. 16. ágúst 2016 07:00
Ákærður fyrir að aka á nágranna sinn Héraðssaksóknari hefur ákært mann í Flóa fyrir að aka á nágranna sinn. 4. janúar 2019 14:00