Bjóða 64 flugmönnum Icelandair hálft starf í stað uppsagnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 12:10 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Icelandair mun ekki segja upp flugmönnum fyrir veturinn heldur bjóða á sjöunda tug flugmanna að minnka starfshlutfall sitt í 50 prósent yfir vetrartímann. Um er að ræða hálft starfshlutfall hálft árið eða frá 1. október 2019 til 1. apríl 2020. Þá mun viðkomandi flugmönnum bjóðast 100 prósent starf á ný. Þetta segir Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Icelandair, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Starfsemi Icelandair sé háð árstíðasveiflum, eins og þekkt sé í ferðaþjónustu, þar sem umfang starfseminnar er meira á sumrin en veturna. Samkvæmt heimildum Vísis munu flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair vera ósáttar með þetta tilboð til flugmanna í ljósi þess að hætt var að bjóða upp á hlutastörf fyrir meirihluta þeirra í fyrra.Árlega uppsagnir fyrir veturinn undanfarin fimmtán ár „Síðustu 15 ár hefur félagið brugðist við þessu með því að segja hluta af flugmönnum upp fyrir veturinn en ráðið þá svo aftur að vori fyrir háönn sumarsins,“ segir Elísabet. Að þessu sinni hafi Icelandair hins vegar ákveðið að vinna í öðrum lausnum í samvinnu við Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA). „Í stað þess að grípa til uppsagna, höfum við boðið 64 flugmönnum að minnka starfshlutfall sitt í 50% yfir vetrartímann,“ segir Elísabet. „Þessar aðgerðir eru einungis tengdar árstíðasveiflu í rekstrinum og hafa áhrif á um 9% flugmanna hjá félaginu sem er svipað hlutfall og á undanförnum árum.“ Aðspurð um hvort flugmennirnir hafi svarað boði Icelandair segir Elísabet að það ferli sé enn í gangi.118 flugfreyjum - og þjónum fengu afarkost Flugfreyjur frá Icelandair munu samkvæmt heimildum Vísis vera ósáttar við þessi tíðindi í ljósi afarkosta sem Icelandair setti þeim í fyrra. Þá var meirihluta flugfreyja og flugþjóna hjá Icelandair gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu frá og með 1. janúar 2019 eða missa vinnuna. Alls fengu 118 flugfreyjur og -þjónar þennan afarkost og þáðu langflest fulla vinnu samkvæmt svörum Icelandair í október síðastliðnum. Þeir sem höfðu starfað hjá félaginu í þrjátíu ár eða lengur eða náð 55 ára aldri bauðst áfram hlutastarf.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira