Sykurskatturinn sterkur gegn krabbameinum af völdum offitu Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2019 13:30 Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta, eins og reykinga. Vísir/getty Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“ Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Offita veldur nú fleiri tilvikum algengra krabbameina í Bretlandi en reykingar samkvæmt samtökunum Cancer Research UK. Tengsl krabbameins og offitu eru vel þekkt, til dæmis hér á landi, en næringarfræðingur segir sykurskatt geta verið sterka forvörn gegn krabbameinum, einkum tengdum offitu. Fjallað er um rannsókn samtakanna Cancer Research UK á vef BBC í dag. Samtökin fullyrða að þegar krabbamein í finnst í þörmum, nýrum, eggjastokkum og lifur séu meiri líkur á því að það megi rekja til offitu en annarra áhættuþátta eins og reykinga. Þá eigi milljónir Breta á hættu að fá krabbamein vegna ofþyngdar. Auglýsingaherferð samtakanna, þar sem vakin er athygli á þessu, hefur þó verið gagnrýnd fyrir að smána þá sem eru í yfirþyngd og þannig ýta undir fitufordóma. Samtökin leggja áherslu á að ætlunin sé ekki að skella skömminni á fólk í yfirþyngd.Jóhanna Eyrún Torfadóttir, næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.Bretar eru á meðal þeirra ríkja sem hafa innleitt sykurskatt til að ýta undir breytta neysluhegðun með það fyrir augum að draga úr offitu og öðrum lífstílstengdum sjúkdómum en sykurskatturinn var innleiddur í þar í landi árið 2018. Sykurskattur hefur verið til umræðu hér á landi undanfarnar vikur. Jóhanna Eyrún Torfadóttir næringarfræðingur og fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélagi Íslands segir aukna líkamsþyngd staðfestan áhættuþátt 12 tegunda krabbameina, meðal annars í brjóstum, ristli og blöðruhálskirtli, líkt og fram kom í grein sem hún ritar ásamt þremur öðrum og birtist í Fréttablaðinu í gær. Jóhanna segir sykurskattinn geta komið til með að verða öflug forvörn í því samhengi. „Það er náttúrulega vel þekkt að verðstýring virkar. Bara það ef það er eitthvað tilboð, segjum að það séu tveir hamborgarar og tveir lítrar af gosi með, og þetta er ódýrt tilboð þá eru auðvitað fleiri sem kaupa svoleiðis tilboð. Þannig að verð hefur áhrif á hvað við verslum og ef við sjáum að eitthvað er mjög dýrt, þá auðvitað hikum við við að versla það eða kaupum það sjaldnar. Þannig að þetta er allavega ein leið til að hafa áhrif á neysluvenjur, það er verðið.“
Heilbrigðismál Neytendur Skattar og tollar Tengdar fréttir Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51 Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00 Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Ósammála um sykurskatt: Hugmyndin ákveðin uppgjöf og friðþæging Þingmennirnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandi í morgun ásamt framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, Ólafi Stephensen. 30. júní 2019 11:51
Telur sykurskatt í þágu sérhagsmuna Aðgerðaáætlun til að minnka sykurneyslu sem starfshópur ráðherra kemur til með að skoða gerir ráð fyrir skatti á gosdrykki og sælgæti. Formaður Viðreisnar segir sérstakt að mismuna milli vörutegunda og það megi treysta ríkisstjórninni að styðja MS. 27. júní 2019 08:00
Ný áætlun gegn sykurneyslu gæti fækkað krabbameinum Sykurneysla, ekki síst í formi gosdrykkja, eykur líkur á þyngdaraukningu. Vaxandi tíðni offitu meðal fullorðinna Íslendinga undanfarna áratugi undirstrikar þörfina fyrir forvarnir studdar af stjórnvöldum. 2. júlí 2019 07:15