Stjórnvöld verði að bregðast við málum flóttabarna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. júlí 2019 20:09 Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli. Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Talsmaður Rauða krossins segir að börn á flótta séu í jafnvel í verri aðstæðum í Grikklandi eftir að þau hafa hlotið alþjóðlega vernd heldur en á meðan þau eru í hælisferlinu. Hagsmunir barnanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í málum afganskra barna sem á að vísa aftur til Grikklands á næstu dögum. Stjórnvöld verði að bregðast við. Óhætt er að segja að mikið reiði hafi brotist út í samfélaginu vegna mála afganskra barna sem til stendur að vísa úr landi til Grikklands. Þar á meðal eru afgönsku drengirnir Mahdi og Ali Sarwary sem vísa átti úr landi fyrr í vikunni ásamt föður þeirra en það er vegna þess að þeir hafa nú þegar fengið vernd í Grikklandi. Brottvísun þeirra var frestað vegna mikils kvíða hjá öðrum drengnum. Einnig hefur fyrirhuguð brottvísun Zeinab Safari og fjölskyldu hennar, einnig til Grikklands, vakið hörð viðbrögð. Stjórnvöld hafa fengið það óþvegið á samfélagsmiðlum, ekki síst Vinstri grænir sem sakaðir eru um hræsni. Árið 2010 var tekin pólitísk ákvörðun hér á landi um það að hætta að senda hælisleitendur aftur til Grikklands vegna þess að aðstæður þóttu ekki fullnægjandi. Það sama á hins vegar ekki við um þá sem nú þegar hafa fengið vernd þar í landi. „Það er margt sem að bendir til þess að aðstæður þeirra séu síst betri og jafnvel stundum verri heldur en hælisleitenda af því að þegar að hælismeðferð sleppir þá er sú litla og takmarkaða þjónusta sem var í boði ekki lengur til staðar og það er raunveruleiki flestra að þau lenda bara á götunni,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri mannúðarsviðs Rauða Krossins.Mál séu metin með hagsmuni barnanna að leiðarljósi „Að okkar mati er það ólík aðstaða að vera inni í hæliskerfinu í Grikklandi og vera að sækja um alþjóðlega vernd, eða hafa farið í gegn um kerfið og fengið alþjóðlega vernd og hafa búið um tíma í Grikklandi,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra Útlendingastofnunnar. Hvert mál sé þó metið sérstaklega og alltaf með hagsmuni barnanna að leiðarljósi. „Við teljum að það hafi ekki verið gert á fullnægjandi hátt. Ef það hefði verið gert þá hefði niðurstaðan verið sú að það hefði verið börnunum fyrir bestu að vera í Íslandi þar sem að þau upplifa öryggi og ekki þá óöryggi og fátækt og heimilisleysi sem þau annars byggju við á Grikklandi,“ segir Atli. „Sé niðurstaðan sú að barnið eigi að snúa aftur með foreldri sínu þá er það augljóslega niðurstaðan að það hafi ekkert verið sem að mælti gegn því,“ segir Þorsteinn. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna málanna. „Við förum bara eftir þeim lögum sem gilda hverju sinni og eins og staðan er í dag þá eru þetta lögin og þau stjórnvöld sem bera ábyrgð á því að taka þessar ákvarðanir hafa tekið sínar ákvarðanir,“ segir Þorsteinn. „Eðlilegt væri að það yrði tekin ákvörðun um það af hérlendum stjórnvöldum að hætta alfarið endursendingum til Grikklands. Þá ákvörðun væri hægt að taka á mjög skömmum tíma, þess vegna á allra næstu dögum, ef ekki í dag,“ segir Atli.
Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira