Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 21:48 Arnar Felix Einarsson, ferðaþjónustubóndi á Skeiðflöt. Stöð 2/Einar Árnason. Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er raunar sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli, sem er búið að opna í Mýrdal, og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Á túninu á bænum Skeiðflöt er búið að reisa tólf tjöld en þegar ferðaþjónustubóndinn Arnar Felix Einarsson sýnir okkur inn sjáum við að gistingin er líkari því sem menn eiga að venjast á hótelherbergi, - hér eru engar venjulegar tjalddýnur.Umhverfið er stórbrotið. Mýrdalsjökull í baksýn.Vísir/Vilhelm.„Þetta eru bara alvöru hótelrúm hérna, hóteldýnur. Og hérna er allt til alls. Það er hiti í dýnunni þannig að fólki verður ekkert kalt hérna. Það er rafmagn og fólk getur verið að hlaða símana. Og það eru ullarteppi og sængur og hér kvartar enginn raun og veru yfir nokkru,“ segir Arnar. Ásamt eiginkonu sinni, Örnu Björgu Arnarsdóttur, og foreldrum sínum, Eyrúnu Felixdóttur og Einari K. Haukssyni, hóf Arnar gistirekstur á Skeiðflöt fyrir fjórum árum en þau byrjuðu með tjöldin í fyrrasumar.Séð inn í eitt tjaldanna. Þarna eru náttborð, lampi og rafmagnsinnstungur, auk þess sem hiti er í dýnunum.Stöð 2/Einar Árnason.Hér er líka boðið upp á fjögurra rúma fjölskyldutjald með parketgólfi, sem Arnar kallar „deluxe“-tjaldið. Ekki eru salerni í tjöldunum, baðherbergi með sturtum eru í nærliggjandi þjónustubyggingu. Tjaldhótel eru þekkt víða erlendis en hér sjást varla Íslendingar. Þetta eru aðallega erlendir ferðamenn sem velja þetta gistiform á Skeiðflöt, segir hann.Séð yfir jörðina Skeiðflöt í Mýrdal.Vísir/Vilhelm.Og þegar spurt er hvort tjöldin haldi í sunnlenskum rigningum segir Arnar að þau hafi sannað sig í rigningarsumrinu mikla í fyrra. „Og ekki dropi hér í gegn,“ segir hann. Hér má sjá inn í tjaldhótelið:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05 Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
Víkingaheimur, torfbæir og brimbrettaævintýri í Startup Tourism Tíu fyrirtæki hafa verið valin til þáttöku í Startup Tourism, tíu vikna viðskiptahraðli á sviði ferðaþjónustu, sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. 28. desember 2017 13:05