Hreyfing og breytileiki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. júlí 2019 07:00 Verk Iváns Navarro minnir á óendanleikann. Cheating the Constant er sýning sjö listamanna í BERG Contemporary á Klapparstíg. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir sem er jafnframt framkvæmdastjóri og eigandi gallerísins. „Grunnhugmyndir sýningarinnar eru hreyfingin og breytileikinn sem eru svo sterkt afl í lífinu. Það eina sem við getum verið viss um er að allt tekur stöðugum breytingum,“ segir Ingibjörg „Verkin tengjast og hvert og eitt þeirra segir sögu.“ Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Dodda Maggý, Finnbogi Pétursson, Iván Navarro, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Steina, Jitish Kallat og listahópurinn Gruppo MID.Önnur mynd en áður „Jitish Kallat er einn af fulltrúum Indlands á Feneyjatvíæringnum í ár og verk hans þar byggir á bréfi sem Gandhi skrifaði til Hitlers skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina þar sem hann bað um frið. Það er undarlega draumkennt og áleitið verk. Á þessari sýningu er hann með myndaröð og ef áheyrandinn færir sig úr stað sér hann allt aðra mynd en áður. Þetta minnir okkur á að það sem við horfum á í lífinu og upplifum fer eftir sjónarhorni okkar og aðstæðum,“ segir Ingibjörg. Iván Navarro er frá Chile og á afar áhugavert verk á sýningunni en hann var fulltrúi lands síns á Feneyjatvíæringnum árið 2009. „Í verkum sínum er hann meðal annars að vinna með sameiginlegar minningar frá þeim árum sem herforingjastjórnin var við völd í Chile. Verkin hafa skírskotun út í eilífðarpólitík og þær stóru spurningar sem eru stöðugt að leita á okkur. Hann vinnur mikið með speglun og endaleysu sem hann nær fram á ótrúlegan hátt. Verkið á þessari sýningu minnir á óendanleikann og vekur spurningar um það hvað muni mæta okkur,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg fyrir framan myndir Jitish Kallat. Fréttablaðið/StefánBörn hrífast „Dodda Maggý er með vídeó og tónlistarverk sem hún nefnir Alda, verkið er innblásið af sameiginlegum goðsögnum og hindurvitnum breskra og íslenskra sjómanna á árum áður. Verkið hennar Steinu er líka vídeóverk, týpísk Steina sem tekur öllu með stóískri ró og gleði og leikur sér. Finnbogi Pétursson er með teikningar sem sýna speglun á vatnsfleti og eilífðargárur.“ Verk eftir ítalska listahópinn Gruppo MID er frá 1968 og í eigu Ingibjargar. „Þetta er mikið uppáhaldsverk sem ég vildi hafa með á þessari sýningu,“ segir hún. „Til að koma því af stað þarf að snúa því. Mér finnst þetta verk vera áminning um það að ef maður vill hafa áhrif á hvað gerist þarf maður að hreyfa við hlutunum og leggja sitt af mörkum. Verk Sirru Sigrúnar á sýningunni tengist á einhvern andlegan hátt þessu ítalska verki, þar er sterk retrótilfinning en verkið er samt nýtt og ferskt og á svo vel við í dag.“ Sýningin stendur til 2. ágúst. „Þetta er sumarsýning sem á að vekja gleði og spurningar og höfða til margra. Það hefur glatt mig óendanlega að öll börn sem hafa komið hingað tengja við verkin. Sýningar sem höfða bæði til fullorðinna og barna hljóta að hafa eitthvað að segja,“ segir Ingibjörg.Myndir Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Cheating the Constant er sýning sjö listamanna í BERG Contemporary á Klapparstíg. Sýningarstjóri er Ingibjörg Jónsdóttir sem er jafnframt framkvæmdastjóri og eigandi gallerísins. „Grunnhugmyndir sýningarinnar eru hreyfingin og breytileikinn sem eru svo sterkt afl í lífinu. Það eina sem við getum verið viss um er að allt tekur stöðugum breytingum,“ segir Ingibjörg „Verkin tengjast og hvert og eitt þeirra segir sögu.“ Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru: Dodda Maggý, Finnbogi Pétursson, Iván Navarro, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Steina, Jitish Kallat og listahópurinn Gruppo MID.Önnur mynd en áður „Jitish Kallat er einn af fulltrúum Indlands á Feneyjatvíæringnum í ár og verk hans þar byggir á bréfi sem Gandhi skrifaði til Hitlers skömmu fyrir seinni heimsstyrjöldina þar sem hann bað um frið. Það er undarlega draumkennt og áleitið verk. Á þessari sýningu er hann með myndaröð og ef áheyrandinn færir sig úr stað sér hann allt aðra mynd en áður. Þetta minnir okkur á að það sem við horfum á í lífinu og upplifum fer eftir sjónarhorni okkar og aðstæðum,“ segir Ingibjörg. Iván Navarro er frá Chile og á afar áhugavert verk á sýningunni en hann var fulltrúi lands síns á Feneyjatvíæringnum árið 2009. „Í verkum sínum er hann meðal annars að vinna með sameiginlegar minningar frá þeim árum sem herforingjastjórnin var við völd í Chile. Verkin hafa skírskotun út í eilífðarpólitík og þær stóru spurningar sem eru stöðugt að leita á okkur. Hann vinnur mikið með speglun og endaleysu sem hann nær fram á ótrúlegan hátt. Verkið á þessari sýningu minnir á óendanleikann og vekur spurningar um það hvað muni mæta okkur,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg fyrir framan myndir Jitish Kallat. Fréttablaðið/StefánBörn hrífast „Dodda Maggý er með vídeó og tónlistarverk sem hún nefnir Alda, verkið er innblásið af sameiginlegum goðsögnum og hindurvitnum breskra og íslenskra sjómanna á árum áður. Verkið hennar Steinu er líka vídeóverk, týpísk Steina sem tekur öllu með stóískri ró og gleði og leikur sér. Finnbogi Pétursson er með teikningar sem sýna speglun á vatnsfleti og eilífðargárur.“ Verk eftir ítalska listahópinn Gruppo MID er frá 1968 og í eigu Ingibjargar. „Þetta er mikið uppáhaldsverk sem ég vildi hafa með á þessari sýningu,“ segir hún. „Til að koma því af stað þarf að snúa því. Mér finnst þetta verk vera áminning um það að ef maður vill hafa áhrif á hvað gerist þarf maður að hreyfa við hlutunum og leggja sitt af mörkum. Verk Sirru Sigrúnar á sýningunni tengist á einhvern andlegan hátt þessu ítalska verki, þar er sterk retrótilfinning en verkið er samt nýtt og ferskt og á svo vel við í dag.“ Sýningin stendur til 2. ágúst. „Þetta er sumarsýning sem á að vekja gleði og spurningar og höfða til margra. Það hefur glatt mig óendanlega að öll börn sem hafa komið hingað tengja við verkin. Sýningar sem höfða bæði til fullorðinna og barna hljóta að hafa eitthvað að segja,“ segir Ingibjörg.Myndir Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur.
Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira