Flúrin orðin að einu stóru Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2019 06:15 Húðflúrarinn Kristján Gilbert byrjaði seint að flúra en hefur náð mikilli færni á stuttum tíma. Hann byrjaði að fá sér flúr fyrir 12 árum og hefur verið mjög duglegur að safna síðan þá. Kristján Gilbert hefur náð mikilli færni á stuttum tíma sem húðflúrari. Hann er að fara til Barcelona í byrjun júlí þar sem hann verður gestaflúrari á Ondo Tattoo, þar vinna margir ótrúlegir listamenn að hans sögn og er stofan ein sú flottasta í Evrópu. Í október er það svo Los Angeles sem bíður. Merkilegt nokk var ætlunin aldrei að byrja að flúra. „Það var aðallega vegna þess að ég hafði ekki trú á því að ég gæti gert þetta. Bæði fannst mér ég vera orðinn of gamall til að byrja, sem er auðvitað algjör vitleysa. Svo hafði ég lítið teiknað á ævinni. En ég fékk að prufa einu sinni í lok árs 2016 sem gekk mikið betur en ég nokkurn tímann þorði að vona og byrjaði þá að fá smá trú á þessu hjá mér. Þá fékk ég að spreyta mig á frábæru fólki sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa hjálpað mér í þessu. Eftir um hálft ár þá fór ég virkilega að sjá að ég gæti gert þetta að fullri vinnu,“ segir hann á stofu sinni í Kópavoginum.Lærður jógakennari „Á þessum tíma sem ég hef verið að flúra hef ég kynnst fullt af góðu fólki og frábærum listamönnum. Ef ég á að telja upp nokkra sem ég lít upp til og hafa hjálpað mér að verða betri, þá verð ég að segja Haukur Færseth, góðvinur minn og starfsfélagi. Hann hefur kennt mér ótrúlega margt. Lucky Luchino, sem er húðflúrlistamaður frá Ítalíu, hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og verið gestur á stofunni okkar. Að hafa fengið að fylgjast með honum vinna og fá hjálp frá honum varðandi tækni og hönnun á flúrum hefur verið ómetanlegt. Pétur Óskar, vinur minn, tónlistarmaður og leikari, hefur hjálpað mér að halda mér á tánum og að vinna hart að draumum mínum, því það er svo dásamlegt að fylgjast með honum lifa lífinu sínu á heilbrigðan hátt með frábært hugarfar.“Kristján er vel skreyttur en hann byrjaði að fá sér flúr fyrir 12 árum.Kristján vann áður hjá Vinakoti, sem er vistheimili fyrir unglinga með fjölþættan vanda. Þar náði hann að safna sér pening ásamt vinum sínum til að opna stofuna Memoria Collective sem var á Hverfisgötu. „Við náðum svo að taka stökkið yfir í að vera bara á stofunni. Með flúrinu hef ég svo lært jógakennarann og hef verið að kenna jóga í rúm tvö ár. Einnig lærði ég meðferðardáleiðslu og NLP markþjálfun og hef verið svolítið að vinna með það líka.“ Hann bendir á að hér á landi séu ótrúlega margir góðir flúrarar miðað við höfðatölu og að hann hafði heyrt af því að það sé töluvert mál að komast inn í þennan bransa. „Ég var svo heppinn að ég átti góða vini sem eru að flúra og þeir komu að því að opna Memoria Collective þar sem ég átti að sjá um ýmislegt annað en að flúra. Þegar kom svo að því að mig langaði að byrja að flúra þá gat ég gert það á minni stofu undir handleiðslu samstarfsfélaga minni og gesta sem komu.“Hættur að telja flúrin Frá því að hann byrjaði að flúra hefur hann verið heillaður af mjög einföldum mínímalískum flúrum og fær mestan innblástur frá þessum hefðbundna stíl sem kallaður er traditional. Einnig hefur hann verið aðdáandi rússneskra fangelsishúðflúra. „Líklegast þar sem ég hafði ekki mikla teiknikunnáttu þá fann ég eitthvað nokkuð einfalt til þess að reyna að vera góður í, þannig að ég legg mikla áherslu á sterkar og góðar útlínur og nota bara svart blek með nokkrum undantekningum á litavali.“ Kristján er, eins og margir flúrarar, vel skreyttur. Aðspurður hvað hann sé með mörg flúr bendir hann á að það sé tala sem hann sé ekkert að spá í. „Úff, ég get ekki svarað öðruvísi en bara eitt stórt. Ég byrjaði að fá mér flúr fyrir 12 árum síðan eða um leið og ég varð 18 ára og ég hef verið mjög duglegur að safna síðan þá og er nánast kominn með allan líkamann í dag,“ segir hann glottandi.Kristján á stofunni sinni í Kópavogi. Frá því að hann byrjaði að flúra hefur hann verið heillaður af einföldum mínímaliskum flúrum.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARICrocs á ristina Hann segir að hann hafi ekki enn fengið bón um flúr sem teljist skrýtin en nokkur skemmtileg. „Ég hef alveg fengið að gera nokkur skrítin en skemmtileg flúr að mínu frumkvæði. Eitt var lögreglumerkið á hálsinn á frábærum strák og annað var Crocs-skór á ristina á öðrum – sem einnig er frábær.“ Kristján bendir á að flestallir hafi samband við hann í gegnum samfélagsmiðla og því er lítið um að fólk labbi inn á stofuna hans og skoði möppur með myndum. „Þetta er allt komið í símann núna. Ég fæ yfirleitt skilaboð í gegnum Instagram eða email. Fólk sendir mér hugmyndir sem það er með og ég hanna svo fyrir það út frá hugmyndinni. Stundum hef ég auglýst teikningar á netinu sem fólk pantar og svo kemur fyrir að fólk sé með eitthvað sem það hannaði sjálft.“ Fram undan eru ferðalög en eins og áður segir er það Barcelona í júlí. „Það er mikill heiður að hafa verið boðið þangað. Um verslunarmannahelgina verð ég með listasýningu á Núllinu Gallery á Bankastræti 0 og í október er ég svo að fara til Los Angeles að flúra.“ Þeir sem vilja koma til Kristjáns geta haft samband við hann í gegnum Instagram þar sem hann er @kristjángilbert. Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira
Húðflúrarinn Kristján Gilbert byrjaði seint að flúra en hefur náð mikilli færni á stuttum tíma. Hann byrjaði að fá sér flúr fyrir 12 árum og hefur verið mjög duglegur að safna síðan þá. Kristján Gilbert hefur náð mikilli færni á stuttum tíma sem húðflúrari. Hann er að fara til Barcelona í byrjun júlí þar sem hann verður gestaflúrari á Ondo Tattoo, þar vinna margir ótrúlegir listamenn að hans sögn og er stofan ein sú flottasta í Evrópu. Í október er það svo Los Angeles sem bíður. Merkilegt nokk var ætlunin aldrei að byrja að flúra. „Það var aðallega vegna þess að ég hafði ekki trú á því að ég gæti gert þetta. Bæði fannst mér ég vera orðinn of gamall til að byrja, sem er auðvitað algjör vitleysa. Svo hafði ég lítið teiknað á ævinni. En ég fékk að prufa einu sinni í lok árs 2016 sem gekk mikið betur en ég nokkurn tímann þorði að vona og byrjaði þá að fá smá trú á þessu hjá mér. Þá fékk ég að spreyta mig á frábæru fólki sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa hjálpað mér í þessu. Eftir um hálft ár þá fór ég virkilega að sjá að ég gæti gert þetta að fullri vinnu,“ segir hann á stofu sinni í Kópavoginum.Lærður jógakennari „Á þessum tíma sem ég hef verið að flúra hef ég kynnst fullt af góðu fólki og frábærum listamönnum. Ef ég á að telja upp nokkra sem ég lít upp til og hafa hjálpað mér að verða betri, þá verð ég að segja Haukur Færseth, góðvinur minn og starfsfélagi. Hann hefur kennt mér ótrúlega margt. Lucky Luchino, sem er húðflúrlistamaður frá Ítalíu, hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og verið gestur á stofunni okkar. Að hafa fengið að fylgjast með honum vinna og fá hjálp frá honum varðandi tækni og hönnun á flúrum hefur verið ómetanlegt. Pétur Óskar, vinur minn, tónlistarmaður og leikari, hefur hjálpað mér að halda mér á tánum og að vinna hart að draumum mínum, því það er svo dásamlegt að fylgjast með honum lifa lífinu sínu á heilbrigðan hátt með frábært hugarfar.“Kristján er vel skreyttur en hann byrjaði að fá sér flúr fyrir 12 árum.Kristján vann áður hjá Vinakoti, sem er vistheimili fyrir unglinga með fjölþættan vanda. Þar náði hann að safna sér pening ásamt vinum sínum til að opna stofuna Memoria Collective sem var á Hverfisgötu. „Við náðum svo að taka stökkið yfir í að vera bara á stofunni. Með flúrinu hef ég svo lært jógakennarann og hef verið að kenna jóga í rúm tvö ár. Einnig lærði ég meðferðardáleiðslu og NLP markþjálfun og hef verið svolítið að vinna með það líka.“ Hann bendir á að hér á landi séu ótrúlega margir góðir flúrarar miðað við höfðatölu og að hann hafði heyrt af því að það sé töluvert mál að komast inn í þennan bransa. „Ég var svo heppinn að ég átti góða vini sem eru að flúra og þeir komu að því að opna Memoria Collective þar sem ég átti að sjá um ýmislegt annað en að flúra. Þegar kom svo að því að mig langaði að byrja að flúra þá gat ég gert það á minni stofu undir handleiðslu samstarfsfélaga minni og gesta sem komu.“Hættur að telja flúrin Frá því að hann byrjaði að flúra hefur hann verið heillaður af mjög einföldum mínímalískum flúrum og fær mestan innblástur frá þessum hefðbundna stíl sem kallaður er traditional. Einnig hefur hann verið aðdáandi rússneskra fangelsishúðflúra. „Líklegast þar sem ég hafði ekki mikla teiknikunnáttu þá fann ég eitthvað nokkuð einfalt til þess að reyna að vera góður í, þannig að ég legg mikla áherslu á sterkar og góðar útlínur og nota bara svart blek með nokkrum undantekningum á litavali.“ Kristján er, eins og margir flúrarar, vel skreyttur. Aðspurður hvað hann sé með mörg flúr bendir hann á að það sé tala sem hann sé ekkert að spá í. „Úff, ég get ekki svarað öðruvísi en bara eitt stórt. Ég byrjaði að fá mér flúr fyrir 12 árum síðan eða um leið og ég varð 18 ára og ég hef verið mjög duglegur að safna síðan þá og er nánast kominn með allan líkamann í dag,“ segir hann glottandi.Kristján á stofunni sinni í Kópavogi. Frá því að hann byrjaði að flúra hefur hann verið heillaður af einföldum mínímaliskum flúrum.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARICrocs á ristina Hann segir að hann hafi ekki enn fengið bón um flúr sem teljist skrýtin en nokkur skemmtileg. „Ég hef alveg fengið að gera nokkur skrítin en skemmtileg flúr að mínu frumkvæði. Eitt var lögreglumerkið á hálsinn á frábærum strák og annað var Crocs-skór á ristina á öðrum – sem einnig er frábær.“ Kristján bendir á að flestallir hafi samband við hann í gegnum samfélagsmiðla og því er lítið um að fólk labbi inn á stofuna hans og skoði möppur með myndum. „Þetta er allt komið í símann núna. Ég fæ yfirleitt skilaboð í gegnum Instagram eða email. Fólk sendir mér hugmyndir sem það er með og ég hanna svo fyrir það út frá hugmyndinni. Stundum hef ég auglýst teikningar á netinu sem fólk pantar og svo kemur fyrir að fólk sé með eitthvað sem það hannaði sjálft.“ Fram undan eru ferðalög en eins og áður segir er það Barcelona í júlí. „Það er mikill heiður að hafa verið boðið þangað. Um verslunarmannahelgina verð ég með listasýningu á Núllinu Gallery á Bankastræti 0 og í október er ég svo að fara til Los Angeles að flúra.“ Þeir sem vilja koma til Kristjáns geta haft samband við hann í gegnum Instagram þar sem hann er @kristjángilbert.
Birtist í Fréttablaðinu Húðflúr Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Sjá meira