Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Ari Brynjólfsson skrifar 21. júní 2019 07:30 Jökull Sólberg Auðunsson er mikill áhugamaður um borgarsamgöngur og leggur til að lítil rafknúin farartæki verði kölluð örflæði. FBL/anton „Fyrstu hundrað stykkin koma til landsins í júlí. Ef allt gengur eftir þá erum við að tala um að rafmagnshlaupahjólin verði komin í útleigu fyrir lok sumars,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, einn stofnenda Hopps. Ægir er núna ásamt samstarfsfólki sínu í hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja ehf. að vinna að því að koma á laggirnar þjónustu til að leigja út rafmagnshlaupahjól undir nafninu Hopp. Hjólin verður að finna víða um borgina og verður hægt að leigja slík farartæki án mikillar fyrirhafnar í gengum app. „Skráðir notendur geta þá alltaf séð hvar næsta hjól er staðsett og hversu mikil hleðsla er eftir. Svo skannar þú QR-kóðann og keyrir af stað. Síðan skilur þú það eftir fyrir næsta.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru skipulagsfulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar jákvæðir fyrir slíkri þjónustu. Hefur Ægir verið í viðræðum við borgina og aðra opinbera aðila. „Við erum að gera okkar besta til að láta þetta verða að veruleika fyrir sumarlok.“ Engir fjárfestar utan Aranja koma að verkefninu. „Rafmagnshlaupahjólin spara tíma og útblástur í styttri ferðum innanbæjar, þetta hefur komið sér vel til að mæta á fundi.“ Hjólin sem Hopp kemur til með að bjóða upp á eru öllu sterkbyggðari en þau sem eru til sölu í verslunum. Þau eiga að komast um það bil 50 kílómetra á einni hleðslu og ráða við þyngd upp á 140 kíló. Þau eru einnig vatnsheld og byggð til að þola mikið álag.Jökull segir að lítill rafmótor á hjólum geti skipt sköpum.FBL/AntonHjólunum er svo safnað saman og hlaðin á nóttunni eftir þörfum. Það á eftir að útfæra hversu stóran hluta ársins þau verða í notkun. „Við vonumst til að veðrið leyfi okkur að vera fram í nóvember,“ segir Ægir. Hann er ekki tilbúinn að segja hvað það kemur til með að kosta að leigja hjólin að svo stöddu fyrir utan að reynt verði að halda því í lágmarki. Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi á sviði borgarsamgangna, segir mikinn mun á þessu fyrirkomulagi og reiðhjólunum sem voru á vegum WOW air. „Þeim var dreift of mikið, þau voru ekki nógu mörg og það var ekki nógu mikið utanumhald.“ Hann er bjartsýnn á að Íslendingar taki þessum nýju fararskjótum fagnandi. „Vandamálið hér á landi er ekki vegalengdir, það er frekar brekkur og vindurinn. Þar kemur rafvæðingin sér vel. Lítill mótor á hjóli breytir mjög miklu.“ Varðandi rafmagnshlaupahjólin segir Jökull að erlendar borgir hafi verið að glíma við vaxtarverki. Til dæmis í Frakklandi sé verið að fækka fyrirtækjunum úr tólf niður í tvö. „Það var of mikið af þeim, þau taka pláss og fórnarkostnaðurinn var of hár,“ segir Jökull. Varðandi aukna slysatíðni segir Jökull það frekar eiga við um minniháttar brot. „Samkvæmt tölum frá Portland í Bandaríkjunum þá varð aukning í beinbrotum. Þessi umræða er samt á villigötum því það eru bílar sem valda dauðaslysum.“Seljast alltaf upp Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var töluvert meiri innflutningur á rafknúnum hjólum og hlaupahjólum í fyrra en árið á undan. Nam heildarkaupverðið 117,5 milljónum króna árið 2017 en var komið upp í 225 milljónir árið 2018. Ekki eru rafhlaupahjól þó í sérstökum flokki heldur falla undir „lítil rafknúin ökutæki og hlaupahjól“. Fram í apríl á þessu ári voru keypt til landsins lítil rafknúin ökutæki fyrir 64 milljónir. Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko, segir innflutninginn á rafmagnshlaupahjólum í ár líklegast mun meiri en í fyrra. Þetta sé fyrst og fremst sumarvara sem sé ekki byrjað að kaupa inn í miklu magni fyrr en í maí. „Rafmagnshlaupahjólin hjá okkur eru búin. Við fáum annan gám í næstu viku,“ segir Bragi Þór. „Við kaupum til landsins öll hjól sem við komumst yfir og þau seljast alltaf upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Fyrstu hundrað stykkin koma til landsins í júlí. Ef allt gengur eftir þá erum við að tala um að rafmagnshlaupahjólin verði komin í útleigu fyrir lok sumars,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, einn stofnenda Hopps. Ægir er núna ásamt samstarfsfólki sínu í hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja ehf. að vinna að því að koma á laggirnar þjónustu til að leigja út rafmagnshlaupahjól undir nafninu Hopp. Hjólin verður að finna víða um borgina og verður hægt að leigja slík farartæki án mikillar fyrirhafnar í gengum app. „Skráðir notendur geta þá alltaf séð hvar næsta hjól er staðsett og hversu mikil hleðsla er eftir. Svo skannar þú QR-kóðann og keyrir af stað. Síðan skilur þú það eftir fyrir næsta.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru skipulagsfulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar jákvæðir fyrir slíkri þjónustu. Hefur Ægir verið í viðræðum við borgina og aðra opinbera aðila. „Við erum að gera okkar besta til að láta þetta verða að veruleika fyrir sumarlok.“ Engir fjárfestar utan Aranja koma að verkefninu. „Rafmagnshlaupahjólin spara tíma og útblástur í styttri ferðum innanbæjar, þetta hefur komið sér vel til að mæta á fundi.“ Hjólin sem Hopp kemur til með að bjóða upp á eru öllu sterkbyggðari en þau sem eru til sölu í verslunum. Þau eiga að komast um það bil 50 kílómetra á einni hleðslu og ráða við þyngd upp á 140 kíló. Þau eru einnig vatnsheld og byggð til að þola mikið álag.Jökull segir að lítill rafmótor á hjólum geti skipt sköpum.FBL/AntonHjólunum er svo safnað saman og hlaðin á nóttunni eftir þörfum. Það á eftir að útfæra hversu stóran hluta ársins þau verða í notkun. „Við vonumst til að veðrið leyfi okkur að vera fram í nóvember,“ segir Ægir. Hann er ekki tilbúinn að segja hvað það kemur til með að kosta að leigja hjólin að svo stöddu fyrir utan að reynt verði að halda því í lágmarki. Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi á sviði borgarsamgangna, segir mikinn mun á þessu fyrirkomulagi og reiðhjólunum sem voru á vegum WOW air. „Þeim var dreift of mikið, þau voru ekki nógu mörg og það var ekki nógu mikið utanumhald.“ Hann er bjartsýnn á að Íslendingar taki þessum nýju fararskjótum fagnandi. „Vandamálið hér á landi er ekki vegalengdir, það er frekar brekkur og vindurinn. Þar kemur rafvæðingin sér vel. Lítill mótor á hjóli breytir mjög miklu.“ Varðandi rafmagnshlaupahjólin segir Jökull að erlendar borgir hafi verið að glíma við vaxtarverki. Til dæmis í Frakklandi sé verið að fækka fyrirtækjunum úr tólf niður í tvö. „Það var of mikið af þeim, þau taka pláss og fórnarkostnaðurinn var of hár,“ segir Jökull. Varðandi aukna slysatíðni segir Jökull það frekar eiga við um minniháttar brot. „Samkvæmt tölum frá Portland í Bandaríkjunum þá varð aukning í beinbrotum. Þessi umræða er samt á villigötum því það eru bílar sem valda dauðaslysum.“Seljast alltaf upp Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var töluvert meiri innflutningur á rafknúnum hjólum og hlaupahjólum í fyrra en árið á undan. Nam heildarkaupverðið 117,5 milljónum króna árið 2017 en var komið upp í 225 milljónir árið 2018. Ekki eru rafhlaupahjól þó í sérstökum flokki heldur falla undir „lítil rafknúin ökutæki og hlaupahjól“. Fram í apríl á þessu ári voru keypt til landsins lítil rafknúin ökutæki fyrir 64 milljónir. Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko, segir innflutninginn á rafmagnshlaupahjólum í ár líklegast mun meiri en í fyrra. Þetta sé fyrst og fremst sumarvara sem sé ekki byrjað að kaupa inn í miklu magni fyrr en í maí. „Rafmagnshlaupahjólin hjá okkur eru búin. Við fáum annan gám í næstu viku,“ segir Bragi Þór. „Við kaupum til landsins öll hjól sem við komumst yfir og þau seljast alltaf upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira