Sjálfstæðið 2.0 Guðmundur Steingrímsson skrifar 24. júní 2019 08:00 Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég þykist nokkuð viss um að í augum margra Íslendinga, ekki síst af eldri kynslóðinni, sé fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar það mikilvægasta sem Íslendingar hafa nokkurn tímann eignast. Fyrir því var jú barist og mikilvægt sé að Íslendingar glutri ekki niður sjálfstæði sínu. Það þurfi að verja. Ógnirnar séu hvarvetna. Mín kynslóð, alin upp af fólki sem tók þátt í því af innblásinni hugsjón að byggja upp hið sjálfstæða þjóðfélag og auka velmegun þess, varð ekki ósnortin af þessum anda. Ég á minningar af sjálfum mér á námsárum í samkvæmum halda orðmargar ræður um mikilvægi þess að vera stoltur af því að vera Íslendingur, yfir fólki sem átti það alls ekki skilið. Ég hef staðið hrærður við náttúruperlur þessa lands — einu sinni með plastpoka á hausnum einhverra hluta vegna — og hrópað hvílík óskapleg gæfa það er að vera Íslendingur og svo framvegis. Ég á mína lopapeysu. Ég borða mitt lamb. Ég spila á mína harmóníku. Ég raula með í þjóðsöngnum.Skotgrafir umræðunnar Ég held að hvert þjóðfélag sé ákaflega mikið markað af sögu sinni. Bandaríkjamenn deila mikið um byssueign. Það kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Maður sér þær deilur í öðru ljósi þegar maður tekur með í reikninginn að það er ekki nema 150 ár síðan Villta vestrið var í algleymingi og landnemar vörðu sig og sína með byssum. Byssan hefur einhvers konar þýðingu fyrir marga sem búa í samfélagi sem þannig varð til. Vonandi komast Bandaríkjamenn einhvern tímann nógu langt frá þeim veruleika til að geta endurskoðað samband sitt við morðvopn. Hér á landi er sjálfstæðið ungt. Umræðan um sjálfstæðið hefur verið alltumlykjandi um árabil. Sá sem vill ganga í ESB vill fórna sjálfstæðinu. Sá sem er á móti því vill verja sjálfstæðið. Sá sem vill samþykkja orkupakkann er á móti sjálfstæðinu. Sá sem vill hafna honum er með því. Orðræðan eftir hrun var haldin þessum einkennum að stórum hluta. Uppgjör þrotabúa og krafna voru séðar af sjónarhóli sjálfstæðisins. Ásakanir um að vilja fórna því spruttu upp í kjölfar hinna ólíklegustu lagalegu og efnahagslegu álitaefna. Þetta gat orðið mjög þreytandi. Enda stórkostleg einföldun. Ég held að enginn Íslendingur vilji fórna sjálfstæðinu.Tímabært að endurskoða Það er orðið löngu tímabært að þessi orðræða öll sé endurskoðuð og samband þjóðarinnar við hið mikilvæga sjálfstæði sé hugsað upp á nýtt og merking hugtaksins skilgreind af meiri dýpt, og ásökunum um skort á sjálfstæðishugsjónum hætt í kjölfarið. Sjálfstæðið er ekki eins og hringurinn í Hringadróttinsögu. Þjóðin er ekki Gollum. Það er ekki meiningin að við eigum að hverfa inn í helli — eða út í móa — með sjálfstæðið, hlúa að því hvíslandi með sjálfum okkur — „my precious“ — og hvæsa á hvern þann sem nálgast okkur. Sjálfstæðið er fengið. Við erum sjálfstæð. Það er mikilvægt að allir átti sig á þessu. Ég ætla að leyfa mér að láta eftirfarandi flakka: Baráttan fyrir sjálfstæðinu er ekki mikilvægasta barátta dagsins í dag. Það er vissulega mikilvægt að passa upp á það og missa það ekki, en önnur úrlausnarefni — aðrar áhyggjur — hafa tekið við og eru hundrað sinnum stærri. Núna þarf þjóðin að fara að beina sjónum sínum að þeim. Spurningin sem þarf að liggja til grundvallar umræðunni hér eftir er þessi: Hvernig ætlum við, sem einmitt sjálfstæð þjóð, að nýta krafta okkar og þá möguleika sem sjálfstæðið gefur okkur, til þess að láta gott af okkur leiða? Hvernig ætlum við að bæta heiminn? Hvernig ætlum við að taka þátt í því að afstýra ógnarstórum hættum sem blasa við öllu mannkyninu?Margt er jú okkar Það er ekki hægt að nálgast þetta verkefni sem vænisjúkir sjálfstæðissinnar, sem sjá ógnir í hverju horni við séríslenska hagsmuni. Margt er kannski okkar. Kjötið okkar, smjörið okkar, mjólkin okkar, fossarnir okkar, fiskurinn okkar, fjöllin okkar, orkan okkar. Allt eru þetta ágætis hvísl fyrir Gollum og margt er þetta vissulega á ákveðinn hátt okkar, þótt arðurinn af mörgu þessu sé ekki endilega alveg okkar. Næsta skref hins vegar, í því endurskilgreiningarverkefni sem hér er til umfjöllunar, er að prófa að bæta orðinu „okkar“ fyrir aftan ótrúlega margt annað í veröldinni sem er Íslendingum ekki síður mikilvægt. Leyfum svo þeirri uppgötun, sem við vonandi gerum við þann orðaleik, að hafa áhrif á hugsun okkar og atferli. Jörðin okkar. Sólin okkar. Mannkynið okkar. Vísindin okkar. Viðskiptin okkar. Menningin okkar. Evrópa okkar. Friðurinn okkar. Réttlætið okkar. Hafið okkar. Andrúmsloftið okkar. Í fyrstu útgáfu sjálfstæðisins, sjálfstæði 1.0, varð Ísland þjóð. Í næstu útgáfu verður hún að gerast þjóð á meðal þjóða. Það er sjálfstæði 2.0.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar