Ibiza-veðrið kveiki í hjólaáhuga landans Arnar Tómas skrifar 26. júní 2019 07:00 WOW Cyclothon keppnin fór af stað í gær. Fréttablaðið/Valli Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga. Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Emil Þór Guðmundsson, hjólreiðamaður og einn eigenda reiðhjólaverslunarinnar Kría hjól, segir rekstur verslunar sinnar hafa gengið vel í sumar í takt við góðar aðstæður til hjólreiða. „Salan er búin að vera mjög góð. Þetta helst svolítið í hendur við veðrið en það er náttúrulega búið að vera eins og á Ibiza í Reykjavík í sumar.“ Emil bætir við að með góða veðrinu komi fleira fólk sem ekki er hefðbundnir hjólreiðaáhugamenn. „Það er hugur í mönnum þegar það er gott veður, þá langar alla út að hjóla.“ Með auknum hjólreiðaáhuga landsmanna hafa keppnir í íþróttinni á borð við WOW Cyclothon orðið æ meira áberandi, en keppnin hófst í gær í áttunda skipti. Björk Kristjánsdóttir keppnisstjóri segir keppendur færri í ár en í fyrra en stemningin sé gríðarlega góð. „Síðast þegar ég vissi voru um 650 keppendur búnir að skrá sig en þeir voru 1.050 í fyrra. Það er samt gríðarlega mikil stemning og við erum sátt með keppendafjölda enda er árið búið að vera erfitt,“ segir Björk, en WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi. Líkt og frægt er orðið var flugfélagið tekið til gjaldþrotaskipta á dögunum. Björk segir keppnina þó ekki vera í neinni hættu og segist bjartsýn á framtíðina. „Við fengum líka nýja og góða styrktaraðila í ár.“ Emil segir starfsmenn Kríu ekki vera með lið í WOW Cyclothon í ár en þeir taki þó þátt með öðrum liðum í keppninni. „Það er eins og það sé aðeins minni áhugi á keppninni í ár en þetta er að sjálfsögðu rosa gaman og maður dáist að þeim sem keppa í einstaklingskeppninni.“ Emil er sjálfur mikill hjólreiðamaður og hjólaði á dögunum á Bláfjöll ásamt bandarísku hjólreiðagoðsögninni Lance Armstrong sem var staddur á landinu. „Hann var á landinu í fríi með eiginkonu sinni og langaði að taka smá hjólatúr með strákunum. Hann er algjör toppmaður,“ segir Emil en hópurinn heimsótti meðal annars Þríhnjúkagíg á vegum Inside the Volcano áður en haldið var aftur í höfuðborgina með hjólreiðakappanum heimsfræga.
Birtist í Fréttablaðinu Hjólreiðar Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27 Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
WOW Cyclothon-söfnunin hófst með „samhjóli“ Aðalstyrkur keppninnar í ár rennur til sumarbúðar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. 12. júní 2019 22:27
Cyclothonið áfram undir merkjum WOW þó að „augljóslega“ þurfi að uppfæra skráningarsíðuna Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon verður haldin í ár og enn undir merkjum flugfélagsins WOW air, þrátt fyrir að félagið hafi hætti starfsemi. 17. apríl 2019 13:58